Víkurfréttir - 14.05.2025, Síða 7
Dagskrá
Ávarp landlæknis
María Heimisdóttir
Ávarp forstjóra
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Sjálfbær rekstur
Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri
fjármála- og rekstrar
Heiðrun og þakkir til starfsfólks
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Svipmyndir frá starfsemi HSS
Kaffi og veitingar
Íbúasamráð
Opið samtal við stjórnendur
Ársfundur HSS
Föstudaginn 23. maí frá klukkan 14:00 til16:00
Staður: Hótel Keflavík
Fundarstjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir
Skráning með tölvupósti á netfangið hss@hss.is
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
forstjóri HSS
Vakin er athygli á opnum ársfundi HSS
Íbúar eru hvattir til að skrá sig á meðan húsrúm leyfir
Söngleikjatónleikar
í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur og nýstofn-
aður listahópur, Listahópurinn
Vókall, sameina krafta sína og
bjóða til glæsilegra söngleikja-
tónleika í Frumleikhúsinu næst-
komandi fimmtudag og föstudag.
Söngur, dans og gleði einkennir
tónleikana en það eru 11 leikfélagar
sem taka að sér allan söng og dans
en hljómsveitin er skipuð fag-
fólki á Suðurnesjunum. Það verða
spiluð vinsæl og kraftmikil lög úr
hinum ýmsu söngleikjum, bæði
klassískum söngleikjum á borð við
Grease og nýrri söngleikjum.
Markmið tónleikanna er að fjár-
afla fyrir nýju pallakerfi í Frum-
leikhúsinu, sem hefur lengi verið
tímabært að endurnýja. Með nýju
pallakerfi verður unnt að skapa
enn betri aðstöðu fyrir framtíð-
aruppsetningar leikfélagsins og
efla þannig menningarlíf á Suður-
nesjum enn frekar.
Það er því bæði skemmtilegt og
mikilvægt að mæta – og leggja sitt
af mörkum á meðan maður nýtur
söngleikjatöfranna.
Tónleikarnir fara fram í Frum-
leikhúsinu fimmtudaginn 15.maí
og föstudaginn 16.maí kl.20:00.
Miðasala er á tix.is.
Styðjum við menningu í
heimabæ – sjáumst í Frumleik-
húsinu!, segir í tilkynningu frá LK.
Sæmi Einars 80 ára 18. maí
Elsku pabbi!
Til hamingju með 80 ára af-
mælið.
Njarðvíkingur í húð og hár,
búsettur á sömu torfunni í 80
ár, trúr sínum rótum og íhalds-
samur á menn og málefni en alltaf
traustur, hláturmildur og heilsu-
hraustur.
Þú ert trillukarlinn sem aldrei
hikar við sjóinn, rafvirkjameist-
arinn sem lætur verkin tala og
fjölskyldufaðirinn sem hefur
byggt upp stóra og samhenta ætt.
Fjögur börn, fjórtán barnabörn og
sex langafabörn eiga þér margt að
þakka.
Þú ert okkur fyrirmynd í vinnu-
semi og virðingu fyrir einföldum
en dýrmætum hlutum lífsins. Þú
býrð yfir góðu faðmlagi, hlýjum
orðum og góðum sögum.
Með ómældri ást og þakklæti
óskum við þér heilla og hamingju.
Inga, Ögmundur,
Baldur, Sigga, makar
og fjölskyldan öll.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7