Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.05.2025, Blaðsíða 10
Kvennakór Suðurnesja býður til vortónleika undir yfirskriftinni Litagleði dagana 19. og 21. maí í Bíósal Duus safnahúsa í Reykja- nesbæ. Tónleikarnir eru hluti af árvissum viðburðum kórsins en að þessu sinni er þemað tileinkað fjölbreytileikanum í samfélaginu – og það með tónlistarvali sem spannar áratugi, heimsálfur og geira. „Við vildum fagna vorinu og lífinu sjálfu með tónleikum sem bjóða upp á bæði gleði og dýpt,“ segir Guðrún Karítas Karlsdóttir, talskona kórsins. „Þetta er litrík dagskrá, bæði í efnisskrá og fram- setningu – og við vonum að gestir fari heim með sól í hjarta.“ Fjölbreytt efnisskrá og litagleði í orðsins fyllstu merkingu Á efnisskránni eru vel þekkt dæg- urlög og poppsmellir á borð við True Colors eftir Cindy Lauper, Viva la Vida með Coldplay og Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns. Einnig verður flutt Only Time eftir Enyu, gospelverk, indjánasöngur og þjóðlag frá Fil- ippseyjum. „Við höfum valið lög sem við höfum elskað að syngja síðustu 20 ár – og bætt við nokkrum nýjum sem við vonum að verði vel tekið,“ segir Guðrún Karítas. „Það er eitt- hvað fyrir alla, og tónlistin á að höfða til fólks á öllum aldri.“ Kórkonur munu skreyta sig og salinn í litadýrð sem hæfir yfirskriftinni – og árstíðinni. „Við vildum fanga þetta augnablik vorsins þegar allt lifnar við og samfélagið vaknar til lífsins eftir veturinn.“ Tónleikarnir verða leiddir af kór- stjóranum Dagnýju Þórunni Jóns- dóttur, með Geirþrúði Fanneyju Bogadóttur við píanóið. Auk þeirra taka þátt Þorvaldur Halldórsson (trommur), Sigurður B. Ólafsson (gítar), Jón Árni Benediktsson (bassi) og Ragnheiður Eir Magnús- dóttir (þverflauta). Viðburðarríkur vetur að baki Veturinn 2024–2025 hefur verið annasamur. Í september tók kórinn þátt í Ljósanótt með Syngjandi sveiflu í Duus safnahúsum og í október hélt kórinn utan til Grikk- lands þar sem hann keppti á al- þjóðlegu kóramóti í Kalamata. Þar hlaut kórinn silfurverðlaun í tveimur flokkum – fyrir popp, djass og gospel annars vegar og í almennum flokki kvennakóra hins vegar. „Við vorum ótrúlega stoltar af frammistöðunni,“ segir Guðrún Karítas. „Að fá viðurkenningu í al- þjóðlegu samhengi er góð hvatning fyrir áframhaldandi starf.“ TÓNLIST, LITADÝRÐ OG SAMFÉLAGSGLEÐI 19. OG 21. MAÍ Í BÍÓSAL DUUS HÚSA Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is GTS tekur við almennings- samgöngum í Reykjanesbæ GTS og YES -EU leiða vistvænar samgöngur í Reykjanesbæ Samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar að ganga til samninga við GTS ehf. um að sinna almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Tvö tilboð bárust en GTS ehf. átti hagstæðasta til- boðið í opnu útboði undir um- sjón ráðgjafarfyrirtækisins Con- sensa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem fékk samninginn segir að verkefnið felur í sér innleiðingu rafknúinna vagna sem uppfylla ströngustu umhverf iskröfur og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með nýjum rafvögnum stefnir GTS að því að bæta loftgæði á svæðinu og lækka rekstrarkostnað. Markmið GTS er að bæta al- menningssamgöngur með vist- vænum lausnum og háþróuðum rafhlöðukerfum. Þetta mun ekki aðeins stuðla að bættum loft- gæðum heldur einnig auka gæði þjónustunnar fyrir íbúa, eins og segir í tilkynningunni. Erlingur Bjarnason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri GTS í Reykja- nesbæ. Hann er Suðurnesjamaður með mikla stjórnunarreynslu, meðal annars frá Varnarliðinu og Kapalvæðingu. „Við viljum veita íbúum fyrsta flokks þjónustu og gera almenn- ingssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir alla,“ segir Erlingur. YES-EU kemur með nýsköpun í rafvæðingu YES-EU ehf., íslenskt nýsköpunar- fyrirtæki, mun setja upp starfs- stöð í Reykjanesbæ þar sem unnið verður að viðhaldi rafmagnsrútna og rafhlöðukerfa. Fyrirtækið leggur áherslu á innflutning, sölu og þjón- ustu við rafmagnsrútur og hleðslu- lausnir. YES-EU mun leita eftir einstakl- ingum til að vinna við rafvæðingu almenningssamgangna. Starfs- stöðin verður í Reykjanesbæ þar sem unnið verður við nýsköpunar í vistvænum lausnum fyrir rútur, sendibíla og staðbundin rafhlöðu- kerfi (BESS). „Við viljum stuðla að grænni framtíð með tæknilausnum sem gera samgöngur umhverfisvænni og hagkvæmari,“ segir Hjalti Sig- mundsson, framkvæmdastjóri YES-EU. Þá segir í tilkynningunni að þessar nýju vistvænu samgöngu- lausnir munu bæði auka atvinnu og styrkja samfélagið í Reykjanesbæ. Samstarf GTS og YES-EU er mikil- vægt skref í átt að sjálfbærni og ný- sköpun á Suðurnesjum. Meiraprófsbílstjóri óskast í sumar Aalborg Portland Íslandi ehf (API) hefur starfað hér á landi frá árinu 2000 við innflutning, sölu og dreifingu á hágæðasementi. Félagið rekur tvö 5 þúsund tonna síló fyrir sement í Helguvík í Reykjanesbæ. Bílstjórar félagsins dreifa sementi á sementssíló viðskiptavina. Helstu verkefni og ábyrgð • Dreifing á sementi til viðskiptavina félagsins. Menntunar- og hæfniskröfur • Meirapróf og reynsla af akstri dráttarbíla með vagn, góð samskiptahæfni og reglusemi. • Lyftarapróf. Kostur ef umsækjandi býr á Suðurnesjum. Sótt er um starfið á Alfred.is https://alfred.is/starf/meiraprofsbilstjori-oskast-i-sumar Litagleði og sól í hjarta á vortónleikum Kvennakórs Suðurnesja Kórkonur tóku einnig þátt í Þrett-ándagleði í Reykjanesbæ í janúar, fóru í æfingabúðir í Borgarf irði í mars og eru nú þegar byrjaðar að skipuleggja eitt stærsta verkefni kórsins til þessa – Landsmót íslenskra kvennakóra sem verður haldið í Reykjanesbæ 11.–13. júní 2026. „Við reiknum með um 500 kórkonum víðs vegar að af landinu,“ segir Guðrún Kar- ítas. „Það verður stór stund fyrir bæinn okkar.“ Vortónleikarnir Litagleði fara fram í Bíósal Duus safnahúsa sunnudaginn 19. maí og þriðju- daginn 21. maí. Miðasala er hafin á tix.is og frekari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum Kvenna- kórs Suðurnesja. Erlingur Bjarnason er rekstrarstjóri GTS í Reykjanesbæ. 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.