Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Síða 11

Víkurfréttir - 14.05.2025, Síða 11
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða árs- reikning sveitarfélagsins fyrir árið 2024 á fundi sínum í vik- unni. Reksturinn var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, bæði í A og B hluta bæjarsjóðs, og sýnir reikningurinn traustan fjárhag og góða fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Meiri tekjur, minni útgjöld Heildartekjur A og B hluta námu 7.177 milljónum króna, sem er 399 milljónum króna yfir fjárhagsá- ætlun. Rekstrarniðurstaðan var jákvæð um 376 milljónir króna, en gert hafði verið ráð fyrir aðeins 67 milljóna afgangi. A hluti bæjar- sjóðs skilaði sérstöku jákvæðu framlagi upp á 323 milljónir króna. Framlegð rekstursins – þ.e. af- koma fyrir fjármagnsliði og af- skriftir – nam 911 milljónum króna, eða 12,69% af rekstrartekjum, sem telst sterkur mælikvarði á rekstrar- styrk sveitarfélagsins. Skuldir lækka og betri fjárhagsstaða Skuldahlutfall A og B hluta lækkaði á milli ára, fór úr 65,38% í 62,32%, og er því vel undir lög- bundnu hámarki sveitarfélaga (150%). Hlutfallið í A hluta einum var 44,91%. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum stenst Suð- urnesjabær þannig öll fjárhagsleg viðmið. Heildareignir námu í árslok 11.454 milljónum króna, og eigið fé var skráð 4.893 milljónir. Hand- bært fé jókst um 170 milljónir á árinu og nam 718 milljónum í lok ársins. Fjárfest fyrir 975 milljónir – helstu verkefni Á árinu var fjárfest fyrir 975 milljónir króna, þar á meðal í: Lokaframkvæmdum við leik- skólann Grænuborg Endurnýjun gólfs í Íþróttamið- stöð Garði. Uppbyggingu lóða og öðrum innviðaframkvæmdum Sjóvörnum Ný langtím.alán að fjárhæð 425 milljónir króna voru tekin á árinu. Meirihlutinn fagnar árangri og traustri stöðu Í bókun meirihluta bæjarstjórnar kom fram ánægja með árangurinn. Þeim var sérstaklega þakkað sem stóðu að eftirfylgni með fjárhagsá- ætlun og árangri í rekstri. Meiri- hlutinn telur sterka stöðu bæjarins skapa forsendur til að halda áfram uppbyggingu og þjónustu við íbúa með ábyrgum hætti. Góð afkoma og traustur efna- hagur í Suðurnesjabæ árið 2024 Ársreikningur samþykktur samhljóða – rekstrarafgangur umfram áætlun og skuldaviðmið vel innan marka. Meirihlutinn fagnar árangri og traustri stöðu. Samþykkt bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar á niðurstöðu útboðs vegna almenningssamgangna í sveitarfélaginu vakti nokkra gagn- rýni á síðasta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 7. maí. Meirihluti bæjarstjórnar lagði áherslu á að farið hefði verið að öllum lögum og að hagkvæmasta tilboðinu hefði verið tekið, en Sjálfstæðisflokk- urinn lýsti sig algerlega andvígan samningsgerðinni og vildi hafna báðum tilboðum sem bárust. Forsendur útboðsins rangar Í bókun frá Helgu Jóhönnu Oddsdóttur fyrir hönd fulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að flokkurinn hefði hafnað báðum tilboðum á fundi bæjarráðs 30. apríl. Flokkurinn gagnrýndi að tilboðin hefðu verið verulega yfir kostnaðaráætlun, og að útboðs- gögnin hefðu verið gölluð – m.a. rangur fjöldi bíla, kílómetrafjöldi og raunkeyrsla. Í bókuninni segir jafnframt að breytingar á gögnum í ferlinu gætu haft áhrif upp á tugi milljóna króna á ári, auk þess sem skaðabóta- skylda gæti skapast. Flokkurinn kallaði eftir því að nýta tækifærið til að endurskoða kerfið í heild, í ljósi þess að almenningssamgöngu- kerfið hefur haldist óbreytt í nærri níu ár þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa og aukna umferð. Hagkvæmasta tilboðinu var tekið Guðný Birna Guðmundsdóttir lagði fram bókun fyrir hönd meiri- hlutans þar sem því var áréttað að allir bjóðendur fengu sömu upp- lýsingar, og að útboðið hefði verið unnið í samstarfi við Consensa, sem hefur víðtæka reynslu af opin- berum útboðum. Í bókun meirihlutans sagði að Reykjanesbær fylgdi lögum og skil- málum í þessu ferli líkt og ávallt, og að ákvörðun bæjarráðs um að taka lægra tilboði hefði verið rökrétt og hagkvæm fyrir bæinn. Meirihlutinn óskaði jafnframt nýjum rekstraraðila almennings- samgangna velfarnaðar í komandi samstarfi. Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Umbótar, sat hjá við afgreiðslu málsins. Fundargerðir bæjarráðs voru annars samþykktar með ellefu atkvæðum og enginn greiddi at- kvæði gegn. Deilt um útboð á almennings- samgöngum í Reykjanesbæ Meirihlutinn samþykkir samning en Sjálfstæðisflokkurinn telur forsendur brostnar og vill útboðið endurunnið Ný vinnslutillaga að deili- skipulagi fyrir Suðurbrekk- ureit á Ásbrú liggur nú fyrir og markar stórt skref í áfram- haldandi uppbyggingu hverf- isins. Tillagan er unnin af A2F arkitektum fyrir Kadeco og snýr að 14,5 hektara svæði í suðausturhluta Ásbrúar sem áður var óbyggt. Gert er ráð fyrir allt að 219 íbúðum í einbýlishúsum, rað- húsum og litlum fjölbýlishúsum. Byggðin stallast niður með halla landsins og nýtir þannig birtu og útsýni til hins ýtrasta. Við Virk- ishæð verða allt að þriggja hæða hús sem skapa skjól og tengjast eldri byggð, en í austurhluta verða einbýlishús í hlýlegu og grænu umhverfi. Grænn ás með gönguleið og útivistarsvæðum liggur í gegnum reitinn og tengist öðrum stígum í hverfinu. Skipulagið styður þannig við vistvænar samgöngur og lýðheilsu og gerir íbúum kleift að sinna daglegum erindum án þess að þurfa að treysta á bílinn. Tillagan er í samræmi við þróunaráætlun Kadeco og aðal- skipulag Reykjanesbæjar. Þar er lögð áhersla á fjölskylduvænt og hlýlegt bæjarumhverfi, skjólgóð útisvæði, tengingu við menn- ingararf og fjölbreytni í húsagerð. Vinnslan er enn á frumstigi og hefur ekki verið auglýst formlega sem deiliskipulag, en næstu skref felast í frekari útfærslu í samráði við skipulagsfulltrúa og um- hverfis- og skipulagsráð Reykja- nesbæjar. Nýtt íbúðahverfi í undirbúningi á Suðurbrekkureit á Ásbrú Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum hús- næðisáætlun sveitarfélagsins til ársins 2033 eftir síðari umræðu þann 7. maí. Áætlunin var sam- þykkt með sjö atkvæðum meiri- hlutans en fulltrúar minnihluta sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Of mikil áhersla á fjölbýli Í bókun frá Margréti A. Sanders fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins kom fram gagnrýni á að of mikil áhersla væri lögð á fjölbýlishús í framtíð- aráætlunum sveitarfélagsins. Sam- kvæmt tölum Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar voru 88% íbúða í byggingu í Reykjanesbæ á seinni hluta árs 2024 í fjölbýli. Flokk- urinn lýsir áhyggjum af þróun sem hann telur einsleita og kallar eftir aukinni fjölbreytni í byggingar- formi. Þrátt fyrir að ákveðnar breyt- ingar hafi verið gerðar á texta áætl- unarinnar, þar sem fjölbreytni er nú áréttuð, sagðist flokkurinn ekki geta samþykkt áætlunina í heild og ákvað því að sitja hjá við afgreiðslu hennar. Ekki nægilega skýr stefna Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Umbótar, lagði einnig fram bókun þar sem fram kom að ákveðnar at- hugasemdir flokksins hefðu verið teknar til greina. Hún gagnrýndi þó að skýr og raunhæf stefna um fjölbreytta íbúðagerð skorti enn í áætlunina og að hraði uppbygg- ingar samræmdist illa getu bæj- arins til að fylgja eftir með inn- viðum. Umbót sat því einnig hjá við afgreiðslu. Ábyrg framtíðarsýn Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður velferðarráðs, fylgdi málinu úr hlaði fyrir hönd meirihlutans sem samþykkti áætlunina í heild sinni. Meirihlutinn telur áætlunina mik- ilvægt skref til að mæta húsnæðis- þörf ört vaxandi sveitarfélags, með tilliti til áætlaðrar fjölgunar íbúa og þéttingastefnu sem hluta af skipu- lagslegri framtíðarsýn. Húsnæðisáætlun samþykkt Vinnumálastofnun hefur sagt upp þjónustusamningi við Reykja- nesbæ um móttöku og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Málið var tekið fyrir á fundi velferðarráðs bæjarins þann 8. maí 2025, þar sem farið var yfir áhrif uppsagnarinnar á starfsemi velferðarsviðs. Á fundinum gerðu Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, grein fyrir stöðunni. Uppsögn samningsins mun hafa áhrif á rekstur, þjónustu og starfsmannahald innan sviðsins. Samningurinn hefur verið undirstaða þeirrar þjónustu sem Reykja- nesbær hefur veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd, meðal annars hvað varðar ráðgjöf, stuðning og virkniúrræði. Því má gera ráð fyrir að breytingin hafi áhrif á bæði notendur og starfsfólk. Ekki liggur fyrir hvernig þjónustan verður útfærð til framtíðar eða hvort annar aðili taki við hlutverkinu. Velferðarráð mun áfram fylgjast náið með þróun mála og áhrifum hennar á velferðarþjónustu bæjarins. Vinnumálastofnun hættir þjón- ustusamningi um alþjóðlega vernd Rekstur Suðurnesjabæjar var jákvæður á síðasta ári og skilaði tekjuafgangi. Í ár fögnum við fjölbreytileika mannlífsins með litríkri og skemmtilegri tónlist. Komið og fagnið með okkur. LITAGLEÐI KVENNAKÓR SUÐURNESJA Vortónleikar í Bíósal Duus safnahúsa 19. og 21. maí kl. 20 Stjórnandi: Dagný Þ. Jónsdóttir Píanó: Geirþrúður F. Bogadóttir Trommur: Þorvaldur Halldórsson Gítar: Sigurður B. Ólafsson Bassi: Jón Árni Benediktsson Þverflauta: Ragnheiður Eir Magnúsdóttir Miðasala á Tix.is, við innganginn og á Facebook-síðu kórsins Miðaverð: 3.500 kr. All we need is love True colors VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.