Víkurfréttir - 14.05.2025, Page 13
Skjólið fær nýja aðstöðu að Grænásbraut 910
Velferðarráð Reykjanesbæjar
leggur til að frístundastarfið
Skjólið, sem þjónar fötluðum
börnum, flytjist í húsnæði leik-
skólans Drekadals að Grænás-
braut 910 þegar það losnar sum-
arið 2025. Núverandi aðstaða
Skjólsins í svokölluðu 88-húsi
er orðin of lítil, og fyrirhuguð
fjölgun barna í þjónustunni
kallar á rýmri húsnæði.
Á fundi velferðarráðs 8. maí lagði
sviðsstjóri velferðarsviðs til að nýta
aðstöðuna sem Drekadalur skilur
eftir sig þegar leikskólinn flytur
í nýtt húsnæði í sumar. Vilborg
Pétursdóttir, teymisstjóri barna-
og fjölskylduteymis, sat fundinn
og útskýrði þörfina fyrir stækkun.
Áætlað er að fimm til átta fötluð
börn til viðbótar við þau sem þegar
sækja Skjólið þurfi pláss í haust.
Þar sem ekki er unnt að fjölga
börnum í núverandi húsnæði, er
flutningur nauðsynlegur.
Húsnæðið að Grænásbraut 910
er í góðu ásigkomulagi og hentar
vel fyrir starfsemi Skjólsins. Þar er
sérinngangur, afmarkað útisvæði
og ekki þörf á miklum aðlögunum
til að mæta þörfum barnanna og
starfsfólks. Ráðið telur flutninginn
hagkvæman og skynsaman kost.
Velferðarráð hefur því óskað eftir
því við bæjarráð að veita formlega
heimild til að Skjólið fái húsnæðið
til umráða þegar Drekadalur flytur
út í sumar.
Styrkjum úr Menningarsjóði
Suðurnesjabæjar var formlega
úthlutað á sumardaginn fyrsta,
þann 24. apríl síðastliðinn. At-
höfnin fór fram á Bókasafni
Suðurnesjabæjar. Að þessu
sinni hlutu sex verkefni styrki
fyrir samtals 1.960.000 krónur,
en alls bárust níu umsóknir
innan umsóknarfrests. Ein um-
sókn barst of seint til að koma
til greina við úthlutun.
Þau sem hlutu styrk í ár voru:
• Kristjana Kjartansdóttir og Helga S. Ingimundardóttir –
fyrir gerð söguskiltis við Prestvörðu í Leiru. 500.000 kr.
• Þekkingasetur Suðurnesja – vegna markaðs- og kynningar-
verkefnis tengt Háskólaþjónustu setursins. 250.000 kr.
• Bogi Jónsson – fyrir lokafrágang við listaverkið Sólgangur.
150.000 kr.
• Byggðasafnið á Garðskaga – fyrir fræðslu um gömlu jólin og
jólasiði. 110.000 kr.
• Bókasafn Suðurnesjabæjar – fyrir annan áfanga málþings
um rithöfundinn Ingibjörgu Sigurðardóttur sem hefði orðið
100 ára í ár. 550.000 kr.
• Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Kári Sæbjörn Kárason – fyrir
tónlistar- og bókakvöldið Inn með gleði og frið. 400.000 kr.
Í reglum sjóðsins kemur fram að hlutverk hans sé að efla menning-
arlíf í Suðurnesjabæ með því að styrkja einstaklinga og félagasamtök til
virkrar þátttöku í menningarstarfsemi. Sjóðurinn fær árlegt framlag úr
fjárhagsáætlun bæjarins og getur auk þess tekið við gjöfum til að styðja
menningarverkefni.
Styrkjum til sex verkefna
úthlutað úr Menningar-
sjóði Suðurnesjabæjar
Styrkhafar menningarsjóðs Suðurnesjabæjar.
Umhverfisdagar Suðurnesjabæjar fara fram dagana 19. til 26. maí og
er bæjarbúum boðið að taka virkan þátt í fegrun bæjarins í aðdrag-
anda sumarsins. Starfsmenn umhverfismiðstöðvar verða á ferðinni
um bæinn og aðstoða við hreinsun og snyrtingu þar sem þörf er á.
Eins og síðustu ár er lögð sér-
stök áhersla á að bæta nærum-
hverfi íbúa og hvetja alla til að taka
til hjá sér. Íbúar eru hvattir til að
klippa tré, hreinsa beð og raka lauf
— og má garðaúrgangur, svo sem
greinar og lauf, skilja eftir snyrti-
lega í pokum við lóðamörk, þar
sem hann verður sóttur af starfs-
mönnum bæjarins.
Áburður verður borinn á opin
svæði á vegum sveitarfélagsins og
eru íbúar hvattir til að gera slíkt
hið sama á eigin lóðum og huga
þannig bæði að fegurð og vellíðan
gróðursins.
Sú vinna sem íbúar leggja sjálfir
í mun nýtast vel þar sem götu- og
gangstéttarsópar sveitarfélagsins
verða á ferð og sækja upp hrífur og
rusl sem látið er liggja utan lóða-
marka. Þeir sem vilja losa sig við
stærri úrgang eða aðra ruslagáma
eru hvattir til að nýta sér móttöku-
stöð Kölku í Helguvík.
Umhverfisdagar
Suðurnesjabæjar
haldnir 19.–26. maí
ÍBÚAR HVATTIR TIL SAMEIGINLEGS ÁTAKS
FYRIR SNYRTILEGRA OG GRÆNNA SAMFÉLAG
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer.is
Akurskóli
Hönnun og smíði
Heiðarskóli
Starfsmaður skóla
Háaleitisskóli
Aðstoðarskólastjóri
Starfsfólk skóla
Sérkennari
Heilsuleikskólinn Heiðarsel
Leikskólakennari/starfsmaður í leikskóla
Sérkennari
Leikskólinn Hjallatún
Aðstoðarleikskólastjóri
Stapaskjól
Forstöðumaður frístundaheimilis
Bókasafn Reykjanesbæjar
Sumarstarfsmaður
Þjónustufulltrúi
Velferðarsvið
Sumarstarfsmaður í heima-og stuðningsþjónunstu
Búsetuúrræði fyrir fatlaða í Aspardal
Dagdvalir aldraðra - Sumarstörf
AÐALFUNDUR
Hviðu fjárfestingarfélags
(áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja)
Aðalfundur Hviðu fjárfestingarfélags verður
haldinn mánudaginn 2. júní kl. 16 hjá
Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Sótt er um rafrænt á vefsíðu Hviðu fjár-
festingafélags hvida.is. Á sömu vefsíðu er
hægt að skoða fjárfestingastefnu og
lánareglur sjóðsins.
Einnig má hafa samband við Snjólaugu
Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra á netfangið
snjolaug@hvida.is
Hviða fjárfestingafélag
Suðurnesja auglýsir
eftir umsóknum
Umsóknarfrestur er frá 10. apríl - 15. maí
Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja
hefur gengið í gegnum nafnabreytingu til að endurspegla betur
hlutverk sitt og framtíðarsýn. Nafnið Hviða táknar kraft og hreyfingu
– sem minnir á Suðurnesin og möguleikana þar.
Við leitum að öflugum fyrirtækjum sem vantar fjármagn. Fyrirtækjum
með góðar hugmyndir sem hafa vaxtarmöguleika á Suðurnesjum.
hvida@hvida.is
hvida.is
Skógarbraut 945
Sími 420 3288
Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja
Sótt er um rafrænt á vefsíðu Hviðu fjár-
festingafélags hvida.is. Á sömu vefsíðu er
hægt að skoða fjárfestingastefnu og
lánareglur sjóðsins.
Einnig má hafa samband við Snjólaugu
Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra á netfangið
snjolaug@hvida.is
Hviða fjárfestingafélag
Suðurnesja auglýsi
eftir umsóknum
Umsóknarfrestur er frá 10. apríl - 15. maí
Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja
hefur gengið í gegnum nafnabreytingu til að endurspegla betur
hlutverk sitt og framtíðarsýn. Nafnið Hviða táknar kraft og hreyfingu
– sem minnir á Suðurnesin og möguleikana þar.
Við leitum að öflugum fyrirtækjum sem vantar fjármagn. Fyrirtækjum
með góðar hugmyndir sem hafa vaxtarmöguleika á Suðurnesjum.
hvida@hvida.is
hvida.is
Skógarbraut 945
Sími 420 3288
Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja
Aprílmánuður var annasamur
hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Alls bárust 295 sjúkraútköll, þar
af 86 í hæstu forgangsflokkum
(F1 og F2), auk sautján slökkvi-
útkalla, þar sem 8 voru í sömu
forgangi. Samhliða mikilli út-
kallavirkni náðu sex starfsmenn
merkum áfanga í menntun og
hlutu sérstakar viðurkenningar.
Æfing, viðurkenningar
og ný réttindi
Slökkviliðið stóð á dögunum fyrir
umfangsmikilli æfingu sem gekk
afar vel. Í kjölfarið var haldin há-
tíðleg athöfn þar sem árangri
starfsfólksins var fagnað.
Tveir starfsmenn luku fram-
haldsmenntun frá Sjúkraflutninga-
skólanum og bera nú starfsheitið
EMT-Advanced. Þeir fengu að gjöf
hlustunarpípu frá BS í tilefni þessa
árangurs.
Þá luku fjórir aðrir starfsmenn
námi sem atvinnuslökkviliðsmenn.
Þeir hlutu að gjöf Leatherman-
hníf merktum starfsmannanúmeri
þeirra, tákn um traust og fag-
mennsku í starfi.
Stöðug þróun og þjálfun
Brunavarnir Suðurnesja leggja
mikla áherslu á stöðuga þjálfun
og menntun starfsfólks síns, sam-
hliða því að sinna krefjandi daglegu
starfi við öryggi og björgun í sam-
félaginu. Frá stofnun hafa slökkvi-
liðsmenn og sjúkraflutningateymi
verið í fremstu víglínu við áföll,
slysa- og eldviðbrögð – og apríl var
engin undantekning.
Fjöldi útkalla og fag-
legur árangur starfs-
fólks Brunavarna
Suðurnesja í apríl
Grænásbraut 910 er húsnæði Keilis, þar sem
nú eru bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13