Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Page 14

Víkurfréttir - 14.05.2025, Page 14
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Önnur umferð annarra deilda en þeirra bestu, var leikin um helgina og voru hlutskipti lið- anna ólík. Þróttur úr Vogum er eina taplausa Suðurnesjaliðið eftir fyrstu tvær umferðirnar. Lengjudeild karla Keflavík - Þróttur Reykjavík 0-1 Keflvíkingar lentu manni færri í lok fyrri hálfleiks þegar Ígnacio Heras Anglada fékk gult spjald og strax annað og þar með rautt. Þróttur skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Næsti leikur Keflvíkinga er á úti- velli á móti Þór Ak á sunnudaginn kl. 14:00 Njarðvík - Völsungur 5-1 Njarðvíkingar tóku nýliða Völs- unga í kennslustund og unnu öruggan sigur, 5-1. Markaskorarar Njarðvíkur; Amin Cosic, Dom- inik Radic, Oumar Diouck (2) og Símon Logi Thasaphong. Næsti leikur Njarðvíkinga er á móti ÍR á heimavelli á föstudags- kvöld kl. 19:15. Grindavík - Fjölnir 3-3 Fyrsti heimaleikur Grindavíkur í eitt og hálft ár byrjaði ekki vel, Fjölnir komst yfir eftir u.þ.b. tuttugu sekúndur. Grindavík komst yfir 3-2 en Fjölnir jafnaði á sjöttu mínútu uppbótartíma. Marka- skorarar Grindavíkur, Adam Árni Róbertsson, Ingi Þór Sigurðsson og sjálfsmark. Næsti leikur Grindavíkur er á útivelli á móti Þrótti Reykjavík á sunnudag kl. 18:00. Lengjudeild kvenna Keflavík - KR 2-2. Keflavíkurkonur fara ekki vel af stað í deildinni og eru bara með 1 stig eftir tvo leiki. Sjálfsmark KR og Olivia Madeline Simmons komu Keflavík í 2-0 en KR tókst að jafna á fjórðu mínútu uppbótartíma. Næsti leikur Keflavíkur er á föstu- dagskvöld kl. 19:15 á útivelli í Mos- fellsbæ á móti Aftureldingu. Fylkir - Grindavík-Njarðvík 3-2 Grindavík-Njarðvík komust yfir, jöfnuðu svo leikinn 2-2 á 50. mínútu en Fylkir skoraði sigur- markið á 90. mínútu. Tinna Hrönn Einarsdóttir og Emma Nicole Phil- lips skoruðu mörk Grindavíkur/ Njarðvíkur. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á laugardag kl. 14:00 á móti ÍA. 2. deild karla Þróttur Vogum - Dalvík/Reynir 1-0 Frábær byrjun Þróttara sem hafa unnið báða leiki sína og eru á toppnum. Það var Auðun Gauti Auðunsson sem skoraði mark Þróttar á 17. mínútu. Suðurnesjaslagur er næsti leikur þegar Þróttarar taka á móti Víði- smönnum í Vogum, á föstudags- kvöld kl. 19:15 Haukar - Víðir 2-1 Víðir lenti tveimur mörkum undir en minnkaði muninn í 2-1 á 95. mínútu, mark þeirra skoraði Uros Jemovic. Víðismenn þurfa ekki að fara langt í næsta leik, mæta Þrótti í Vogum á föstudagskvöld kl. 19:15. 3. deild karla KV-Reynir 5-2 Reynismönnum tókst tvisvar sinnum að jafna en KV vann að lokum öruggan sigur. Ólafur Darri Sigurjónsson og Leonard Adam Zmarzlik skoruðu mörk Reynis- mann. Reynir fær ÍH í heimsókn í Sand- gerði á föstudagskvöld kl. 19:15. 4. deild karla Hafnir - Álftanes 0-3 Ekki draumabyrjun Hafnarbúa. Þeir mæta Elliða á Fylkisvelli á fimmtudagskvöld kl. 19:15. Það lá við að kalla þyrfti út lög- gilda endurskoðendur til að fá úr því skorið hver væri sigur- vegarinn í tippleik Víkurfrétta en fyrir lokaumferðina á laugar- daginn var ljóst að baráttan væri á milli Garðmannanna Guðjóns Guðmundssonar og Björns Vil- helmssonar. Guðjón átti einn leik á sinn gamla liðsfélaga úr Víði en Björn sýndi hvers lags baráttuhundur hann var og er, fékk 8 rétta á móti 7 hjá Guðjóni og þar með upphófst reiknings- vinnan. Í reglum leiksins kom skýrt fram að ef tveir eða fleiri myndu enda jafnir, yrði málið útkljáð svona: Hvað eru margir réttir leikir með einu merki í heildina í öllum fjórum lokaumferðunum. Hvað eru margar tvítryggingar réttar í öllum fjórum lokaum- ferðunum. Hver er með flesta rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins, samtals í öllum fjórum lokaumferðunum. Það var í þessum þriðja lið sem Guðjón hafði betur, 18- 15. Þeir náðu báðir 18 réttum í leikjum með einu merki og þeir náðu báðir 8 leikjum réttum með merkjum með tveimur merkjum. Garðmennirnir enduðu með 34 rétta, Brynjar Hólm Sigurðsson náði 27 réttum og Joey Drummer rak lestina með 19 rétta. Gleði á sundlaugarbakkanum Guðjón var við sundlaugar- bakkann á Tene í sigurvímu þegar blaðamaður náði tali af honum. „Ég þakka kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessum skemmti- lega leik, ég var búinn að sakna þessa dálkar í Víkurfréttum og fylgdist spenntur með í fyrra og beið og vonaði að ég myndi fá að spreyta mig á þessu tímabili. Ég gladdist mikið þegar kallið loksins kom og ekki skemmdi fyrir að mæta mínum gamla liðs- félaga úr Víði, Birni Vilhelms. Ég var með hæfilegar væntingar fyrir þá viðureign en fyrst ég komst í fjögurra manna úrslitin fann ég hvernig gamla keppnisskapið byrjaði að krauma í mér! Þar sem ég hef gaman af spennu og vissi að lesendur myndu vilja fá spennu í lokaslaginn, ákvað ég að leyfa mínum gamla félaga að jafna mig svo úr yrði æsispennandi út- reikningur á lokaniðurstöðunni. Fyrir þessi fjögurra manna úrslit vissi ég upp á tíu að baráttan yrði á milli okkar Garðbúanna, ég hafði nákvæmlega engar áhyggjur af fuglunum úr Keflavík. Ég hlakka mikið til að skella mér á Wembley, auðvitað hefði verið skemmtilegra að sjá mína menn í United en ef ég hefði getað valið um að sjá þá á Wembley eða sjá þá í sjónvarpinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, hefði valið verið mjög einfalt. Þessi úrslita- leikur á móti Tottenham er ein- hver mikilvægasti leikur sem liðið hefur leikið í háa herrans tíð! Tap og liðið verður af mjög miklum tekjum því ekki nóg með að sigur gefi sæti í Meistaradeildinni, heldur mun tap þýða enga Evr- ópukeppni og við vitum að bestu leikmennirnir vilja leika í Cham- pions league. Þetta er sannkall- aður „allt eða ekkert“ leikur, dauði eða heimsyfirráð! Vildi nýtt lið í Suðurnesjabæ Eins og margoft hefur komið fram er Guðjón úr Garðinum og hefur sína skoðun á íþróttamálum Suðurnesjabæjar og var fylgjandi stofnun nýs félags. „Ég var virkilega að vona að mínir fyrrum sveitungar og ná- grannar hefðu sammælst um að stofna nýtt félag. Mér fannst mjög mikill munur á að sameina Víði og Reyni, eða stofna nýtt félag. Ég skil vel þær tilfinningar sem liggja að baki en með því að stofna nýtt félag var öllum tilfinningum ýtt til hliðar. Víðir og Reynir áttu að lifa áfram, það hefði bara verið stofnað nýtt félag. Ég held að allir hljóti að geta verið sammála um að meiri líkur eru á árangri í knattspyrnu ef þessi bæjarfélög snúa bökum saman, í stað þess að vera berjast um sömu krón- urnar og oft á tíðum, sömu leik- mennina. Við vitum öll að það er bara knattspyrna sem kemst að hjá þessum félögum en með því að stofna nýtt íþróttafélag hefði gefist betri möguleiki á að koma öðrum greinum að eins og sundi til dæmis. Ég vona innilega að aðilar muni endurhugsa þetta en ég ákvað strax að skipta mér ekki neitt af þessum málum, þau sem búa í þessum bæjarfélögum eiga að taka svona stóra ákvörðun, ekki við sem erum þaðan en búum ekki lengur,“ sagði Guðjón að lokum. Guðjón er tippmeistari Víkurfrétta Íþróttafólk ársins í Grindavík Ólík hlutskipti Suðurnesjaliðanna ÞRUMAÐ Á ÞRETTÁN Mæðginin Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og sonurinn Al- exander Veigar Þorvaldsson frá Grindavík voru kjörin Íþrótta- kona og -karl Grindavíkur en nafnbótina fengu þau fyrir frammistöðu sína í pílukasti. Fyrir utan píluna þá þykir Al- exander mjög efnilegur körfu- knattleiksmaður en hann var í hópi Grindavíkurliðsins í fyrstu tveimur leikjunum gegn Stjörn- unni í nýafstaðinni rimmu fé- laganna í undanúrslitum Bónus- deildar karla. Þar sem margir vilja kalla Grindavík „íþróttabæ“ þar sem körfuknattleikslið bæjarins keppa á meðal þeirra bestu og metnaður knattspyrnuforkólfa er að liðin þeirra leiki líka á meðal þeirra bestu, er afrekið jafnvel ennþá merkilegra. Njarðvíkingar fögnuðu stórsigri gegn Völsunum 5-1. VF/hilmarbragi. Voga Þróttur vann annan leikinn í röð. VF/hilmarbragi. Keflvíkingar töpuðu óvænt gegn Þrótti. VF/hilmarbragi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.