Alþýðublaðið - 19.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐID
því að það eigi að fá 100 þús.
kr. eða meira á ári fyrir leyfið:
Slík fjáröflun úr vösum lands-
rríanna er þóa. m. k. allmjög
varhugaverð.
Myndarlegt félag.
Á síðasta aðalfundi verkam.fél.
„Dagsbrúnar" samþykti félagið að
gefa Alþýðuprentsmiðjunni úr
sjóði sínum 1000 krónur og hús-
byggingarsjóði Alþýðuflokksins
3870 kr.
1 stjórn „Dagsbrúnar" eru nú
þessir: Magnús V. Jóhannesson
form., Guðm. R. Oddss. varaform.,
Ársæll Sigurðsson ritari, Filippus
Ámundason féhirðir og Guðjón
Benediktsson fjármálaritari.
Dr.
Kénglnn wsmturl
„Mrgbl." sýnist vanta kónginn
heldur illilega upp á síðkastið. í
fyrra var það alt af öðru hvoru
að látai í veðri vaka, að drotningin
myndi „ef til vildi" koma til að
heimsækja Knút prinz, sem þá
var á varðskútu hér við land. Var
blaðið með þessu bersýnilega að
leita fyrir sér um það, hvort nokk-
ur „stemning" væri fyrir að fá
hina tignu konu hingað, en svo
-reyndist þó ekki, því menn voru
búnir að fá nóg af hérvist prinz-
ins. Ekki var það þó prinzinum
að kenna, því hann bauð af sér
góðan þokka, heldur fleðulátum og
flaðri sumra íslendinga, sem alt
af voru að nudda sér utan í hann
og ekki gátu séð hann álengdar
án þess að halda ræðu fyrir minni
hans — á dönsku. Nú er það kon-
ungur, sem að því, er „Mrgbl."
segir, muni „ef til vill" koma til
landsins í sumar. Er þessum kvitt
auðsæilega lostið upp til að sjá,
hvernig í það verði tekið. Pað
geta ekki aðrir verið en hinir ís-
lenzku hirðmenn konungs og ein-
hverjir hnappagatakláðugir orðu-
gemsar, sem eru fíknir í að fá
nýja konungsheimsókn. Annars er
konungur ráðinn upp á það að
sitja í Kaupmannahöfn, og fer vel
á því. Auðvitað er hvorki hægt
né rétt að meina honum að koma
hingað sem „prívatmaður", en
„konungsheimsókn" vilja Islend-
ingar enga. Skyldi konungur ann-
ars ekki verða felmtraður, ef hann
kæmi og sæi gína við sér af landi
gapandi, glorhungruð hnappagöt-
in á sumum?
nd.
Um daginn og veginii.
Næturlæknir
er í nótt Guðmundur Guðíinns-
son, Hverfisgötu 35, sími 1758.
Veðrið.
Hiti mestur 3 st. (í Vestm.eyj-
um); minstur 1 st. frost (á ísafirði
og Akureyri). Átt víðast austlæg.
Stinningskaldi í Vestm.eyjum. Ann-
ars staðar lygnara. Loftvægislægðir
fyrir suðvestan land og við Hjalt-
land. Veðurspá: Austlæg átt, frem-
ur hæg, lítil snjókoma á norður-
og Austur-landi. 1 nótt suðaustlæg
átt, sennilega allhvöss við Suður-
land.
Togararnir.
Baldur fór til Englands í gær, en
Ari ko.m af veiðum með 1000 kassa
og Karlsefni í nótt með 1100. Cle-
mentina kom einnig af veiðum í
nótt, biluð, og Grímur Kamban kom
í gærkveldi. 1 gær kom þýzkur
togari með veikan mann og fór
þegar aftur.
Dálitið snjöaði
hér í nótt og er alhvít jörð hér
í grend í dag.
„Nova"
kom í nótt.
Guðspekifélagið.
„Septima" heldur fund í kvöld
kl. 8,30 stundvíslega. Efni: Sigurjón
Jónsson-skáld: „Um álfa".
Hægri og vinstri.
Bæjarfulltrúarnir, hafa nú skift svo
sætum með sér, að íhaldsmenn sitja
nú allir á hægri hönd forseta nema
skrifari þeirra og varaforseti, en
jafnaðarmenn til vinstri —¦ eins 'og
í brezka þinginu, en þaðan eru orð-
tökin hægrimenn og vinstrimenn um
stuðningsmenn stjórnarinnar og and-
stæðinga hennar.
Frá bæjarstjórnarfundi
í gær. Þar voru samþykt þrenn
frumvörp til laga, sem bæjarstjórn-
in ætlar að leggja fyrir alþingi til
samþyktar. Eru þau um viðauka
við hafnarlög, svo að hafnarsjóður
fái lögveð i skipum fyrir gjöldum,
sektum og skaðabótum, um breyt-
ingu á lögum um ellistyrk þannig,
að gjaldendaskráin liggi til sýnis
BWW Allir reykja IMS M
Elephant a
Ljúf ff essgar og kaldar
Kinltasalar á Islandl.
Tóbaksverjlun Islandsh.f. L|i
frá 1.—7. marz, og um breytingu
á lögum um kosningu til alþingis
í þá átt að færa aftur tímaákvæði
um samningu og framlagningu kjör-
skrár. Enn fremur voru. samþyktar
allmargar breytingartill. frá bæjar-
laganefnd við frumvarp ríkisstjórn-
nrinnar um kosningu í málefnum
sveita og kaupstaða, og verður nán-
ara frá því sagt síðar.
Aðalfundur
Kaupfélags Reykvikinga ^verður
haldinn á sunnudaginn kemur kl. 5
siðdegis í G.-T.-húsinu.
Neðanmálssaga
ný byrjar á morgun hér i blað-
inu. Er það íslenzk lögreglusaga
og heitir „Húsið við Norðurá". Fá
„þjóðlegu" blöðin þar með einka-
rétt til að flytja eingöngu útlendar
raufarasögur.
„Stefnis"-félagið
hefir nýlega verið skirt upp, og
heitir nú utan i .málgagn Krossa-
ness-ráðherrans. Hefir Magnús • dó-.
sent verið látinn taka við for-
menskunni, því að Ólafur Thórs
gleymdi alt af að halda aðalfundi.
Varla glæpast margir á nafnaskift-
unum þeim.
ísfiskssala.
Nú nýlega seldu afla sinn Egill
Skallagrímsson fyrir 561 sterl.pd. og
Jón forseti fyrir 797 sterl.pd.
Til Strandarkirkju.
Áheit frá stúlku kr. 5,00.