Tímarit SÁÁ - nov. 1977, Síða 4
éWtfólk.
ef göttfolf^
Þetta er setning, sem fóstri minn, Lilli Berndsen, notaði í tíma og ótíma
meðan unnið var að stofnsetningu heimilisins að Ránargötu 6. Alls
staðar voru útréttar hendur okkur til hjálpar og allir virtust samhuga
um að taka þátt í ævintýrinu.
Eg verð að viðurkenna, að ég gerði mér ekki grein fyrir hvað Lilli
meinti, fyrr en undirbúningur að stofnun SÁÁ var í algleymingi. Þá
fyrst skynjaði ég vellíðanina og gleðina sem fylgir því, að andlegir og
veraldlegir kraftar sameinast í eitt til þess að gera það óframkvæman-
lega framkvæmanlegt. Mér er ókleift að lýsa, en vona að fleiri en ég
hafi lifað þá stórkostlegu tilfinningu sem fylgir slíkum samhug
í hita leiksins urðu mér á þau leiðu mistök að gleyma að þakka undir-
búningsnefnd að stofnun SÁÁ fyrir góð störf og óeigingirni. Við að
líta yfir liðinn tíma sannfærist ég um að sjaldan hefur valist samhent-
ari hópur af handahófi en þar. Hver og einn gerði sitt besta til að laða
það besta fram úr hinum. Brennandi áhugi Vals Júlíussonar á að
hjálpa alkóhólistum yljaði okkur og afsannaði þá kenningu að læknum
lærist að líta á sjúklinga sína án tilfinninga. Eyjólfur Jónsson sýndi
okkur fram á, að með kurteisi og hlýjum orðum á réttum stað vannst
allt miklu betur en ella. Eggert G. Þorsteinsson lagði til mannvisku
sína og lagði fast að okkur að taka tillit til allra og sameina alla þá
krafta sem áhuga höfðu á málinu. Ewald Berndsen hélt okkur að stað-
reyndunum, ómyrkur í máli þegar honum fannst við ekki líta hlutina
nógu raunsæjum augum. Pétur Sigurðsson kenndi okkur að ekki er
nóg að tala um hlutina, það verður að framkvæma þá líka og það strax.
Ég er ekki aðeins þakklátur þessum mönnum fyrir störf þeirra, heldur
einnig fyrir að fá tækifæri til þess að vinna með þeim og læra af þeim.
En þakklátastur er ég þó þeim þúsundum manna sem lögðu hönd á
plóginn og gerðu stofnun SÁÁ að veruleika. Ég á þessu fólki það að
þakka að ég lít á allt fólk sem gott fólk og það er það sem gefur lífi
mínu gildi í dag. yp