Tímarit SÁÁ - nov. 1977, Síða 5
»cUöldum sameinuð
til starfa«
900 tnanna,
stofnfundur~t
Skólahljómsveit Kópavogs, undir stjórn
Björns Guðjónssonar, lék létt lög meðan menn
komu sér fyrir í sætum sínum.
Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður,
setti fundinn kl. 14. Fyrir hönd undirbúnings-
nefndar bauð hann velkominn hinn stóra hóp,
sem til fundarins kom, og þakkaði lands-
mönnum öllum fyrir góðar undirtektir. Hann
ræddi nokkuð aðdraganda að stofnun félags-
ins og markmið þess. Umburðarlyr.di, kjarkur,
vit, ætti vel við sem einkunnarorð samtak-
anna, sagði hann. Áfengið er sá bergrisi, sem
ekki verður að velli lagður nema með sam-
stilltu átaki.
Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, tók næstur til máls. Hann
taldi áfengismisnotkun meiri háttar vandamál
í þjóðfélaginu. Erfitt væri að finna þá stefnu
í aðgerðum í þessum málum, sem allir gætu
sætt sig við, en tæki jafnframt stefnumið af
vandamálinu. Afskipti ríkisvaldsins ættu að
stefna að því að draga úr áfengisneyzlu.
Nefndi ráðherrann sem dæmi lög um með-
ferð áfengis, stuðning við ýmis bindindissam-
tök o. fl. Samt sem áður væri það staðreynd,
að of stór hluti tekna ríkisins kæmi af sölu
áfengis. Hann sagði, að kannanir hérlendis
og erlendis bentu til þess að áfengissjúkling-
um fjölgaði, það er því fólki, er ítrekað mis-
notaði áfengi svo það hefði áhrif á líkamlega
og andlega hehsu og félagslega stöðu. Þar eð
aðgerðir hefðu 'frekast beinst að þeim, sem
mjög sjúkir voru orðnir, líkamlega og and-
lega, væri kannski skiljanlegt að meðferð
áfengissjúklinga hefði til þessa verið á vegum
geðsjúkrahúsa. Ráðherrann ræddi nokkuð
um, hvað gert hefur verið í áfengisvandamál-
inu af hálfu ríkisins. Minntist hann meðal
annars á þá skipan að fela einum yfirlækni
stjórn allra áfengislækninga í landinu, stofn-
un Gæzluvistarsjóðs á sínum tíma, sjúkrahús
og aðrar stofnanir ríkisins o. fl o. fl.
Þá gat ráðherrann um merkilegt starf AA-
samtakanna. Hann kvaðst fagna samstarfi
AA-manna og stofnana til hjálpar alkóhólist-
um og væri vafalaust, að það ætti góðan þátt
í árangri meðferðar. Samtök áhugamanna
hafa hlutverki að gegna í þjóðfélaginu á
mörgum sviðum, sagði ráðherrann. Hann
sagðist fagna stofnun SÁÁ og stefnu þess;
„Samtök eiga að starfa sjálf en ekki vera
þrýstihópar. SÁÁ ætlar að starfa sjálfstætt
við hlið heilbrigðisstjórnarinnar.“ Að lokum
óskaði ráðherrann samtökunum góðs gengis
og bauð þau velkomin til samstarfs við alla
aðila, sem að heilbrigðismálum vinna í land-
inu.
Næst talaði Vilborg Helgadóttir, hjúkrun-
arkona. Hún rakti í stórum dráttum sögu
áfengismála síðustu áratugi. Almenna áfeng-
issölu í upphafi aldarinnar, áfengisbannið og
fylgifiska þess, leynivínsölu, brugg og smygl,
svo og starf góðtemplara. Hún gat um
drykkjumannahæli þeirra að Kumbaravogi
á árunum 1940—1947. Hún minntist þess, er
Kleppsspítalanum var falin yfirstjórn með-
ferðar drykkjusjúkra árið 1949, stofnunar