Tímarit SÁÁ - nóv. 1977, Page 9

Tímarit SÁÁ - nóv. 1977, Page 9
það traust, er sér og meðstjórnarmönnum sín- um væri sýnt; nú væri hins vegar brýnt, að standa vel og dyggilega að baki stjórnarinn- ar og veita verkefnum og baráttumálum sam- takanna öflugan stuðning — án sameiginlegs allsherjarátaks væri ekki mikils að vænta. „Höldum sameinuð til starfa“, sagði formað- ur að lokum. Fundarstjóri þakkaði undirbúningsnefnd afburða störf að stofnun samtakanna, svo og félögum og einstaklingum, er að undirbúningi hinna tveggja funda hefðu staðið. Þeir hefðu verið hinir glæsilegustu. — Fundarmönnum þakkaði hann frjóar, hófsamar umræður og sagði fundi slitið kl. 16.30. — Blómaskreyting- ar á fundinum, er voru frá Blómum og ávöxt- um, voru sendar á heimilið Ris, Brautarholti 22. TAT Ákureyœrferð Fljótlega eftir stofnun SÁÁ ákvað fram- kvæmdastjórnin að haldnir skyldu borgara- fundir úti á landi til kynningar á starfsemi SÁÁ. Hinum fyrsta af þessum kyrningar- fundum var valinn staður á Akureyri, og var þá haft í huga að um 10% Akureyriiga hafa gerst stofnfélagar SÁÁ og að mikill áhugi er á raunhæfum aðgerðum í áfengisvandamál- inu þar í bæ. Var þeim Hilmari Helgasyni, formanni SÁÁ, Pétri Sigurðssyni, alþingis- manni og Steinari Guðmundssyni, skrifstofu- manni, falið að fara norður laugardaginn 29. október og sjá um þessa kynningu ásamt norð- anmönnum. Heppnaðist ferðin öll hið bezta og er greinilegt að sízt minni meðbyr er með stefnumálum SÁÁ fyrir norðan en sunnan heiða. Hér á eftir fara nokkrir punktar úr ferðinni. Um morguninn var haldinn blaðamanna- fundur þar sem Hilmar, Pétur og Steinar sátu fyrir svörum ásamt norðanmönnunum Þór- halli Einarssyni, Magnúsi Jónsyni og Gunn- ari Berg. Kom þar fram eindreginn vilji Ak- ureyringa og SÁÁ til að opna Leitar- og leið- beiningarstöð á Akureyri um næstu áramót, og yrði þaðan einnig unnið að skipulegri fræðslu í skólum í samráði við skólayfirvöld. Forstöðumönnum og læknum Kristneshælis var þökkuð sú aðstaða til afvötnunar sem þeir hafa látið í té, og mun SÁÁ beita sér fyrir því að sú aðstaða verði bætt og ætlar SÁÁ að aðstoða við ráðningu starfsfólks svo og þjálfun þess. Einnig er áhugi SÁÁ mikill á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir endur- hæfingaheimili að Laugalandi í Eyjafirði. í hádeginu var þegið matarboð bæjar- stjórnar Akureyrar og stefnumál SÁÁ skýrð fyrir bæjarstjórnarmönnum. Áhugi þeirra reyndist vera mikill og vill bæjarstjórnin styðja við bakið á SÁÁ og þeirri starfsemi sem rekin kann að vera á Akureyri. — SÁÁ lítur björtum augum á þetta samstarf og væntir mikils af því, sem og starfsemi við önnur bæjar- og sveitarfélög. Klukkan 14 var hinn almenni borgarafund- ur haldinn í Borgarbíói og sátu hann um 150 manns. Fundarstjóri var Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Ávörp fluttu Hilmar, Pétur, Steinar, Magnús og Jón Björnsson, fé- lagsmálastjóri Akureyrar. Ræddu þeir um hinar ýmsu hliðar sjúkdómsins alkóhólisma og var gerður mjög góður rómur að máli þeirra. Síðan bað fundarstjóri um fyrirspurnir úr sal og tóku margir til máls, þar á meðal tnaður nokkur, sem líkt og aðrir fyrirspyrj- endur, var óánægður með að SÁÁ skyldi ekki hafa vínbann á stefnuskrá sinni, en er álit SÁÁ á vínbanni hafði verið skýrt fyrir fund- armönnum, stóð hann upp aftur og kvaðst hafa fullt leyfi til að skipta um skoðun. Stæði hann heilshugar með SÁÁ og bann myndi draga illan dilk á eftir sér. Steinar lýsti yfir dauða Snepils, er hann hefur gefið út, kvað hann Snepil hafa lokið hlutverki sínu og væri hann nú sem hjáróma rödd í eyðimörkinni miðað við bassarödd SÁÁ. Gísli sleit síðan

x

Tímarit SÁÁ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit SÁÁ
https://timarit.is/publication/2068

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.