Tímarit SÁÁ - nóv. 1977, Page 10

Tímarit SÁÁ - nóv. 1977, Page 10
IO fundinum með afburða góðri ræðu. Fjörutíu nýir félagar skráðu sig í SÁÁ á fundinunr og 36.000 krónur söfnuðust upp í ferðakostnað. Síðar um daginn var haldinn viðræðufund- ur við stjórn Læknafélags Akureyrar. Kom þar fram sú skoðun læknanna að brýn þörf sé fyrir afvötnunaraðstöðu á Akureyri og kváðust þeir vilja skipta með sér störfum við afvötnunarstöð, til að byrja með eða þar til einhver þeirra hefði tækifæri til að afla sér sérþekkingar á málum drykkjusjúkra. SÁÁ kvaðst reiðubúið til að aðstoða þann lækni eftir föngum, og standa vonir til að af utan- förinni gæti orðið fljótlega. Er heim kom áttu norðanfararnir vart orð til að lýsa ánægju sinni yfir móttökum og undirtektum Akureyringa, og er það mikið gleðiefni hve almennur stuðningur virðist vera meðal landsmanna við stefnumál SÁÁ. ^Frá ritstjóra Þetta fyrsta tölublaði af Tímariti SÁÁ sem nú kemur fyrir almenningssjónir, er einkum hugsað sem heimild um stofnun félagsins, ásamt því að kynna stjórn þess og lög Nafnið á blaðið okkar hefur ekki fundist ennþá — eða að minnsta kosti ekki nafn sem við erum nógu ánægð með. Því langar okkur til að varpa boltanum til ykkar, lesendur góð- ir, og biðja ykkur um uppástungur að fram- tíðarnafni á krógann. Líka væri gaman að heyra frá ykkur um reynslu ykkar af Bakkusi karlinum, eða eitthvað annað sem þið teljið áhugavert. Póstfangið okkar er: SÁÁ, Póst- hólf 822, 121 Reykjavík Óðalsbændur, Hafsteinn Gilsson, Óiafur Laufdal og- Jón Hjaltason afhenda Hilmari gjöfina. (Ljósm.: Mbi..) Itaktvió, timanri Fyrir nokkru afhentu Óðalsbændur SÁÁ stórgjöf á blaðamannafundi. Voru þetta 200.000 krónur, og er Jón Hjaltason afhenti Hilmari Helgasyni þessa gjöf sagði hann m.a.: „Við viljum með þessari gjöf sýna, að við treystum þessum samtökum til að vinna að áfengismálum á þann hátt sem þarf nú á dögum. Þetta er að mati eigenda Óðals fyrsti félagsskapurinn sem gerir tilraun til að vinna að áfengisvandamálinu í takt við þann tíma sem við lifum á.“ Hilmar þakkaði þessa höfð- inglegu gjöf og kvaðst „vita að þetta er ekki skrum hjá þessum mönnum — ég þekki þá persónulega — og þeir hafa oft áður sýnt þessum málum áhuga og veitt ýmsum mönn- um lið sitt.“ — GJG

x

Tímarit SÁÁ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit SÁÁ
https://timarit.is/publication/2068

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.