Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Síða 6
II. VALKYRJAN (Die Walkiire)
Þegar Valkyrjan hefst hefur margt gerst sem
sagt er frá smám saman í óperunni. Fáfnir
lagðist í ormslíki á gullið á Gnitaheiði. Óðinn
kveið pví að Fáfnir eða Andvári myndu nota
hringinn til að ná heimsyfirráðum en sjálfur
gat hann ekki aðhafst án þess aö ganga á
samninga sína við jötnana. Hann leitaöi því
ráða hjá hinni alvitru völvu, Jörðu. Hún
miðiaði honum af visku sinni og fæddi
honum Brynliildi og aðrar valkyrjur. Hann
komst að því að eina von hans var að
mennsk hetja næði hringnum af Fáfni, án
afskipta Óöins sjálfs, og kæmi honum i
hendur Rínardætrum. Óðinn hélt í mann-
heima undir nafninu Völsi og gat við
mennskri konu tvíburasystkinin Sigmund og
Signýju, kyn Völsunga. Er Sigmundur var á
unga aldri var heimili hans lagt í rúst, móðir
hans drepin og systir hans numin á brott.
Eftir það ólst hann upp með föður sínum (í
úlfs líki) sem herti hann í ýmsum mann-
raunum.
1. þátlur. í húsi Hundings
Óveður geísar.'5 Örþreyttur eftir harðan bardaga
og erfiðan flótta kemur Sigmundur í hús Hund-
ings.
Signý húsfreyja veitir Sigmundi aðhlynningu
og býður Irann velkominn. Sigmundur segir
mikla ógæfu fylgja sér og hyggst fara, en
Signý heldur aftur af honum. Skömmu síðar
kemur Hundingur heim. Hann spyr Sigmund
aö nafni. Sigmundur kveðst ekki vita nafn
sitt en rekur sögu sína og segist vera af
úlfakyni. Hundingi skilst brátt að Sigmundur
6 Forspil 1. þáttar Valkyrjunnar, „óveðrið".
° Der Manner Sippe (Sieglinde).
7 Wintersttirme wichen dem Wonnemond (Siegmund).
” Du bist der Lenz (Sieglinde).
er óvinur ættar hans. Áður en Hundingur
gengur til náða býður hann Sigmundi nætur-
gistingu og tim leið til einvígis að morgni.
Um nóttina verður Sigmundi ekki svefnsamt.
Hann skortir vopn fyrir hiö komandi einvígi
og þaö rifjast tipp fyrir lionum að faðir hans
hafði eitt sinn heitiö honum öflugu sverði,
sem hann myndi finna þegar mest á riöi.
Signý kemur og kveðst hafa byrlaö manni
sínum svefnclrykk. Flún segir Sigmundi frá
sveröi því sem ókunnur gestur, eineygöur,
hafði rekið á kaf í stokkinn í stofu hennar
við brúökaup þeirra Hundings. Margir hafi
viljað eignast sverðið, en enginn getað losað
það úr stokknum.6 Þau Sigmundur játa hvoru
öðru ást sína.
Sigmundur syngur um fegurð vorsins og fund
þeirra systkina, ástarinnar og maímánaðar7 og
Signý svarar að hann sé það vor sem hún hefur
lengi beðið.8 Þeim verður smám saman Ijóst aö
þau eru systkini. Engu að síður brenna þau af
ást hvort til annars. Sigri hrósandi dregur Sig-
mundur sverðið úr stokknum. Hann gefur því
nafnið Gramur (Notung) og heitir að verja
Signýju með sverði sínu ef hún fylgi sér út í
voriö.
2. þáttur. Á hrjóstrugu JjalUendi
Óðinn býður Brynhilcli valkyrju að söðla hest
sinn því hún eigi að sjá til þess að Sigmundur
felli Hunding í bardaga þeirra. Brynhildur varar
Óöin við komu Friggjar og hverfur á braut.
Frigg stormar inn, æf yfir þeirri ætlun Óðins
að styðja Sigmund. Hann hafi spillt hjóna-
6