Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Page 8
Hundingi þá auðveld liráð og hann fellur. Bryn-
hildur laumast á brott með Signýju og hefur með
sér sverðsbrotin. Oðinn, yfirkominn af sorg og
reiði, sér Hunding standa sigri hrósandi yfir líki
Sigmundar. Með einni bendingu fellir Óðinn
Hunding og segir honum að hunskast til Friggjar.
Hann svipast um eftir Brynhildi og heitir því að
refsa henni grimmilega.
3■ þáttur. Á HindarJjalli
Valkyrjur koma til fundar og reiða fallna
kappa.10 Þær glettast yfir hestum sínum og þeim
hetjum, sem falliö hafa. Um það bil sem þær búa
ferð sína til Valhallar kemur Brynhildur þeys-
andi. Sér til mikillar furðu sjá þær aö hún reiöir
konu í söðli sinum.
Brynhildur segir Valkyrjum sögu sína. Hún
biöur þær að forða sér undan reiði Óðins og
hjálpa sér viö að koma Signýju undan en
þær hika. Signý kveðst vilja deyja en Bryn-
hildur tjáir henni þá að hún beri barn þeirra
Sigmundar undir belti. Hún skuli því strax
halda á brott og fela sig á Gnitaheiöi þar sem
ormurinn hvílir því J^ar sé hún óhult fyrir
Óðni. Brynhildur biður Signýju að varðveita
brotin úr sverðinu Gram handa syni sínum,
sem hún skuli kalla Sigurð, en sjálf bíður
hún komu Óðins.
Óðinn birtist þykkjuþungur og spyr eftir
Brynhildi. Valkyrjurnar freista þess að sefa
reiði Óðins, en hann fyrirbýður þeim öll
afskipti. Óðinn kveðst hafa trúað Brynhildi
fyrir hugrenningum sínum, en hún hafi
10 Forspii 3- þáttar Valkyrjunnar; „valkyrjureiðin”.
11 War es so schmáhlich (Briinnhilde).
1 2 l.eb’ wohl, du kúhnes, herrliches Kind (Wotan).
svikiö sig. Brynhilclur gengtir fram fyrir
skjöldu og býður Óðni að clæma sig. Hann
segir að hún clæmi sig sjálf með óhlýðni
sinni; áður hafi hún verið sér kærust, en nú
muni hann útskúfa henni úr heimi goða og
gera hana að mennskri konu. Óðinn kveðst
munu svæfa hana löngum svefni og muni
hún ekki vakna fyrr en mennskur maður
veki hana og eigi hann að fá hennar. Val-
kyrjur biðja Brynhildi miskunnar, en Óðinn
rekur þær á braut með harðri hencli.
Brynhildur spyr hvort gjörð sín hafi verið svo
smánarleg; hún hafi aðeins framkvæmt hans
innstu ósk.* 11 Hún lýsir því hvernig ást
Sigmundar hafi brætt hjarta sitt en Óðinn
svarar að hjarta hans sjálfs hafi brostiö er
hann ákvað að fórna honum. Með óhlýðni
sinni hafi Brynhildur leyft sér þann munað
aö láta stjórnast af tilfinningum sínum. Þetta
brot skuli hún nú gjalda dýru veröi.
Brynhildur óttast að hvaða heigull sem er muni
geta vakið sig og hún biður Óðin að búa svo um
hnúta að aðeins óttalaus hetja geti komist að sér.
Fyrir þrábeiðni Brynhilclar lofar Óðinn að um-
girða hana vafurloga, sem aðeins hin mesta hetja
fái sigrast á. Yfirkominn af harmi kveður Óðinn
loks Brynhildi og svæfir meö kossi.12 Við svo
búið kallar hann á Loka og býður honum að
kveikja vafurlogann, sem skuli umlykja Brynhilcli
sofandi á Hindarfjalli, og mælir svo um að
aðeins sá, sem ekki hræöist spjót hans, skuli fá
sigrast á loganum.
8