Húsgangur - mar 1997, Side 1
Innanhússblað Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Mars 1997 1
Húsgangur boðinn velkominn
llt frá því aö Landsbókasafn ís-
lands - Háskólabókasafn tók til
starfa á fullveldisdaginn 1994 hefur
verið að því stefnt að gefa út
innanhússblað í safninu. Slík blöð eru
vel þekkt úr hinum stærri bókasöfnum
í grannlöndunum og góð reynsla var af
þeim vísi að slíku blaði sem gefínn var
út í Háskólabókasafni síðustu árin sem
það starfaði. Einhveijir minnast þess
ef til vill að á fyrstu mánuðum þessa
safns var dreift til starfsmanna einblöð-
ungum - þeir voru níu alls - og heitið
var eins einfalt og blöðungurinn
sjálfur: Minnisblað. í hinu síðasta
Minnisblaði, sem kom út 5. mars 1995,
var komist svo að orði að fúll þörf
væri „á innanhússblaði, sem flytti bæði
alvöruþrungið efni og efni af léttara
taginu“. Síðan hefur tölvupósturinn
gegnt sínu hlutverki sem aðalmiðillinn
- og vissulega er hann frábært tæki til
síns brúks. Það var þó alltaf ljóst að
hann gæti ekki komið í staðinn fyrir
eiginlegan fréttamiðil. Því segi ég:
Þökk sé þeim starfsmönnum sem nú
hafa riðið á vaðið og sópað saman efni
í fyrsta tölublað hins nýja blaðs, að
undangenginni „samkeppni“ um nafn.
Sú aðgerð leiddi af sér hið ágæta heiti
Húsgangur (tillögumaður Eiríkur
Þormóðsson), betra gat það varla verið,
og þá er alveg óþarfi að vera að líta í
orðabók og sjá hvað orðið getur merkt
- því að hér fer orðið á kreik í gamalli
og góðri, en þó eilítið yfírfærðri
merkingu. Megi Húsgangi vel famast
á göngu sinni.
Einar Sigurðsson
Ritakaupasjóður
h—j ið tvíþætta hlutverk Landsbóka-
* safns íslands - Háskólabókasafns
kallar á að safnið afli rita annars vegar
til að rækja hlutverk sitt sem
þjóðbókasafn og hins vegar í þágu
kennslu og rannsókna í Háskóla ís-
lands. Undanfarin tvö ár hefúr fjárveit-
ing til ritakaupa engan veginn verið
nægileg til þess að mæta kröfúm í
þessu efni á fúllnægjandi hátt.
Viðræður hafa átt sér stað milli
Háskóla íslands og bókasafnsins um
hvemig best verði staðið að rita-
kaupum í framtíðinni með hliðsjón af
þeim naumu Qárveitingum sem Verið
hafa til ritakaupa undanfarin ár.
Niðurstaðan varð sú að stofnanirnar
vom sammála um að stofna sérstakan
Ritakaupasjóð. Háskólaráð samþykkti
tillögu þessa efnis á fundi sínum 7.
nóvember 1996 og stjóm Lands-
bókasafns gerði hið sama á fúndi 13.
nóvember. Fjárlaganefnd Alþingis
féllst á þessa tilhögun og var tekið tillit
til hennar við lokaafgreiðslu Qárlaga
1997. Meginatriði málsins em þessi:
• Fjárveiting til ritakaupa vegna
þarfa Háskóla íslands verður
sérstakur þáttur „1 11 Ritakaupa-
sjóður“ undir lið 02-201 Háskóli
íslands í fjárlögum.
• Ætlunin er að þessi sjóður kosti öll
rit sem keypt em vegna óska
Háskólans og teljast umfram þau rit
sem Landsbókasafn sækir um fé til •
á fjárlögum og kaupir vegna al-
mennra þarfa og hlutverks síns sem
þjóðbókasafn.
• Stjórn sjóðsins verður skipuð af
háskólaráði. Hún mótar stefnu og
reglur um skiptingu ritakaupaijár
til deilda og stofnana Háskólans og
ákveður í samráði við Lands-
bókasafnið ritakaup hvers árs.
• Skipting ritakaupafjár milli deilda
og stofnana Háskólans kemur fram
í aðfangaþætti Gegnis, þar sem
hægt er að fylgjast með því hvað
eyðst hefúr og eftir stendur á hverj-
um lið. Bókasafnið sér um greiðslu
reikninga, skráir ritin sem sína eign
og gengur frá þeim til varðveislu og
notkunar í Þjóðarbókhlöðu eða
deildarsöfnum í samráði við
Háskólann. Háskólinn millifærir til
bókasafnsins í byijun hvers mán-
aðar tólfta hluta fjárveitingar rita-
kaupasjóðsins.
Með tilkomu Ritakaupasjóðs kemst
á betra skipulag og skýrari verka-
skipting um ritakaupin. Opnað
verður fyrir þann möguleika að
aðilar utan viðkomandi stofnana
geti styrkt ritakaup einstakra fræði-
greina, auk þess sem ráð er fyrir því
gert að Háskólinn reyni eftir
föngum að styrkja Ritakaupasjóð-
inn með eigin framlagi.
Þórir Ragnarsson