Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Síða 10

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Síða 10
Ivctn Menchell er rúmlega þrítugur Banda- ríkjamaður, fæddur og uppalinn í New York. Faðir hans var gamanleikari sem samdi sín eigin skemmtiatriði og Ivan var farinn að skrifa gaman- leikþætti með föður sínum um þrettán ára aldur. Eftir að faðir hans lést, sneri hann sér alfarið að því að skrifa leikverk. Ivan Menchell stundaði framhaldsnám í Yale School of Drama. Var Kirkjugarðsklúbburinn fyrst settur þar á svið í leikhúsi skólans árið 1987. Fyrr en varði höfðu tvö atvinnuleikhús tekið verkið til sýningar og 1990 var það sviðsett í Brooks Atkinson Theatre í New York. Var það í fyrsta sinn sem leikrit eftir nemanda í Yale School of Drama var tekið til sýningar á Broadway. Kirkjugarðsklúbburinn er fyrsta sviðsverk Menchells í fullri lengd og var hann aðeins 23 ára gamall er hann skrifaði það. Hefur verkið verið sýnt víða um Bandaríkin, í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Önnur leikrit Menchells eru Daddy's home, Yoke (Ilumpty Dumpty: The Inside Story) og nýjasta verk hans, Smiling Through. Menchell hefur auk þess skrifað fyrir sjónvarp og gert kvikmyndahandrit, t.d. Eight Days a Week og við leikritið Kirkjugarðsklúbbinn.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.