Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Qupperneq 16

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Qupperneq 16
Sigurveig Jónsdóttir (Lucille) hóf leikferil sinn á táningsaldri hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir rúmum fjórum áratugum í hlutverki Anne-Lise í Orrustunni á Hálogalandi. Hún hefur leikið um áttatíu hlutverk á ferli sínum, hjá L.A., Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Sigurveig var í hópi fyrstu fastráðinna leikara er L.A. varð atvinnuleikhús 1973. Meðal hlutverka hennar hjá Leikfélagi Akureyrar má t.d. nefna Tengdamömmu í Tangarsókn tengdamömmu, móðurina í Óvæntri heimsókn, (1967) Amöndu Wingfield í Glerdýrunum, Ilelen í Hunangsilmi, söngprófessorynjuna í Strompleik, Úu í Kristnihaldi, Höllu í Fjalla-Eyvindi, Lindu í Sölumaður deyr, Móðurina í Söngleiknum um Loft, Normu íAlfaBeta, Mundu í Stalín er ekki hér, Sprútt Emrnu í Puntila og Matti, Mettu í íslandsklukkunni, og Bettý í Útlending- urinn. í fyrra lék hún þar hlutverk Karolínu í Djöflaeyjunni og mun hún einnig leika það hlutverk í samnefndir kvikmynd síðar á árinu. Sigurveg hefur leikið nokkrum sinnum áður hér í Þjóðleikhúsinu, m.a. hlutverk Dúkkunnar í Upphitun, Agnesi í Helgispjöllum og Júlíu keisarafrú í Rómúlusi mikla. Hún leikur nú í fyrsta sinn á Litla sviðinu. 14

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.