Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Side 18

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Side 18
liessi Bjarnason (Sam) er einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1952 og hefur leikið hér alla tíð síðan. Hlutverk hans eru orðin um 160 talsins og því vandi að telja eitt öðru fremur. Hann hefur leikið mörg burðarhlutverk í barnaleikritum Þjóðleikhússins: Litla-Ivláus, sem var fyrsta hlutverk hans að loknu námi og síðar m.a. Stóra-Kláus, Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi, Jónatan og Kasper í Kardemommu- bænum, Aldinborrann í Ferðinni til tunglsins og Tobías í Undra- glerjunum. Bessi er mörgum minnisstæður sem Gvendur smali í Skugga-Sveini, Cliff í Horfðu reiður um öxl, Mick í Húsverð- inum, hermaðurinn í Andorra, Gvendur á Búrfelli í Pilti og stúlku og Christopher Mahon í Lukkuriddaranum. Ilann hefur farið með aðalhlutverk í mörgum söngleikjum með glæsilegum árangri, m.a. Litli kall íStöðvið heiminn, Michael íÉg vil, ég vil! Skemmtistjórinn í Kabarett, ticillilutverkið í Gusti og Natan og Detroit í Gæjum og píum. Enn má nefna ógleymanlega frammistöðu hans sem leikarinn íNáttbólinu, Gústaf íHvernig er heilsan, Argan í ímyndunarveikinni og Llarpagon í Aurasálinni, George í Á sama tíma að ári og Badda í Bílaverkstæði Badda. Bessi hefur tekið virkan þátt í félagsmálum leikara og sat í stjórn Félags ísl.leikara um árabil. Ilann hefur leikið í fjölmörgum sjón- varpsleikritum og kvikmyndum og hefur á síðustu árum tekið þátt í nokkrum sýningum Leikfélags Reykjavíkur. Ilann leikur um þessar mundir Hall Fengel í Þreki og tárum. 16

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.