Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Qupperneq 26
Helga I Stefánsdótdr, höfundur búninga,
lauk prófi frá leikmyndadeild L'Accademia di Belle
Arti í Róm árið 1989 eftir fjögurra ára nám. Aður hafði
hún aflað sér víðtækrar reynslu í leikhúsi, m.a. sem
nemandi í Listadansskóla Þjóðleikhússins og með
leikhópnum Svörtu og sykurlausu. Helga hefur verið
búningahöfundur við fjölda sýninga, s.s. A köldurn
klaka eftir Ólaf Hauk Símonarson, (LR), Macbeth eftir
Shakespeare (Frú Emelía), Bensínstöðin eftir Gildas
Bourdet (Nemendaleikhúsið) og við kvikmyndirnar
Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannes-
dóttur, stuttmyndirnarÆvintýri á okkar tímum, eftir
Lísu Middleton og Nifl eftir Þór Elís Pálsson, Tár úr
steini, eftir Ililmar Oddsson og nú síðast kvikmyndin
Agnes eftir Egil Eðvarðsson. Leiksýningar sem Helga
hefur gert bæði leikmyndir og búninga við eru m.a.
Fló á skinni eftir Gerges Feydau (LR), óperurnar
Systir Angelica eftir Puccini (Óperusmiðjan í sam-
vinnu við Frú Emilíu), Dido og Eneas eftir Purcell í
uppfærslu íslensku hljómsveitarinnar og sýningar
Leikfélags Akureyrar á BarPari eftir Jim Cartwright og
Óvæntri heimsókn eftir J.B Priestley. Hér í
Þjóðleikhúsinu var Helga höfundur búninga við Stræti
eftir Jim Gartwright og síðar á þessu leikári við
Tröllakirkju eftir Ólaf Gunnarsson.
Úlýúr Karlsson, höfundur leikmyndar,
varð þrítugur í byrjun ársins. Ilann hefur starfað um
árabil við leikmynda- og leikmunagerð fyrir sjónvarp,
kvikmyndir, auglýsingar og leikhús. Fyrsta verkefni
hans var sjónvarpskvikmyndin Nonni og Manni 1986
þar sem hann gerði leikmuni. Eftir það hefur hann
unnið við gerð fjölda sjónvarpsmynda og var fast-
ráðinn hjá Sjónvarpinu á árunum 1987-1991. Meðal
verka hans má m.a. telja leikmyndir við stuttmyndina
Asi og sjónvarpsmyndina Virkið, leikmuni við Víki-
vaka, Dag vonar, Tilbmy, Næturgöngu, Steinbam og
Sigla himinfley. Einnig gerði hann leikmuni við
kvikmyndirnar Sódóma Reykjavík og Nei er ekkert
svar. Ilann gerði leikmynd við leikritið Fiskar á
þurru landi eftir Árna Ibsen og leikmuni við Hús-
vörðinn eftir Harold Pinter, hvort tveggja hjá Pé-leik-
hópnum. Árið 1991 hóf Úlfur nám í Myndlista og
handíðaskóla fslands og lauk þaðan prófi af fjöl-
tæknisviði á síðastliðnu ári. Hann hefur tekið þátt í
ýmsurn myndlistarsýningum; í Nýlistasafninu 1994,
og 1995 í samsýningum á Mokka, GULLKISTUNNI á
Laugavatni og NORR/ENUM BRUNNUM í Norræna
húsinu. Kirkjugarðsklúbburinn er fyrsta verkefni
hans við Þjóðleikhúsið.