Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Side 34

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Side 34
alltaf farið upp í rúm með hverjum nýjum möguleika. Helga Brá: Ég sé ekki alveg hvað það káfar upp á þig. Enda finnst mér jafn hallærislegt að halda alltaf við þann sama og að vera með eina sjónvarpstöð í staðinn fyrir þrjátíuogtvær eða sex. Helga Gná: Hvað meinarðu eiginlega!? Helga Brá: Þú hefur alltaf verið svo fyrirsjáanleg. Varst búin að mæla út og hanna týpuna sem þú ætlaðir að vera með strax í grunnskóla. Tilfinningasamband fyrir þér er bara svona forrit. Og þegar þessi eini rétti fór síðan frá þér líður þér eins og rannsóknarlögreglumanni í Geirfinns- málinu; heldur áfram að leita en finnur ekki neitt. Helga Gná: Helga Brá: Helga Mjöll: Helga Brá: Helga Mjöll: Helga Brá: Helga Mjöll: Helga Brá: Helga Gná: Æ, góða. ég var nú ekki oróin kynþroska þegar það mál kom upp. Þú þarft ekki að taka öllu svona bókstaf- lega. Þurfið þið alltaf að búa til þessa há- spennu og lífshættu þegar við loksins hittumst? Er ekki hægt að ræða það sem gerðist án þess að missa stjórn á sér? Byrja þú nú ekki að væla enn einu sinni. Þú sem lætur allt ganga yfir þig án þess að segja eitt né neitt. Ferð aldrei alla leið, gott ef þú hefur nokkurn tíma lagt af stað. En ég kvarta ekki. Maður verður að taka því sem að höndum ber eins og mann- eskja. Það er ekki hægt að hafa stjórn á öllu. Maður reynir bara af fremsta megni að klæða ástandið af sér. Þú vilt helst vera ósýnileg. Þú hvarfst líka alltaf í skugga hans án þess að hann væri beint að trana sér fram. Mér finnst algerlega ástæðulaust að blanda honum Guðmundi inn í þetta. Jæja góða. Þú heldur samt ennþá við hann í gengum þessa miðilsfundi skilst mér. Eða er það með besta vini hans, þunglynda gleðimanninum þarna? Hvernig geturðu sagt svona við vinkonu

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.