Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 37

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 37
Helga Brá: Helga Gná: Helga Brá: Helga Mjöll: Helga Brá: Helga Gná: ert. Ég set heldur ekki tilfinningar mínar í útstillingarglugga eins og sumir.... Já, já....en sem kona þarf ég ekki að útskýra mig eða réttlæta út í eitt. Eins og þið báðar eruð að gera síknt og heilagt. Ég veit einfaldlega hvað ég vil. Maður er kona og öfugt. Og ég vil ekki heyra minnst á neitt plánetukjaftæði í því sam- bandi. Venus eða Mars eða hvað það er! Þessi nýaldarspeki er ekkert annað en alþjóðlegt skyndibitafæði. Ég get svo sem verið sammála því. En eitt geturðu verið viss um; ég er alveg búin að sjá að það þýðir ekkert að tala við þig- Höfum við yfirleitt haft eitthvað að tala um annað en föt, hreinsikrem og skemmtilegar uppskriftir sem enginn nennir síðan að elda eftir? Ég bara spyr. Fyrirgefið, en ég læt ekki bjóða mér svona bull. Ég er greinilega ekki að tala við sömu manneskjurnar og síðast. Til hvers erum við eiginlega að hittast? Nú! Bara komin til sjálfrar þín! Þá erum við væntanlega lausar við þig fyrir fullt og allt. Æ, láttu hana í friði. Hún yfirgefur þó ekki tilfinningarnar eins og hvert annað bílastæði. Helga Brá: Þú ert væntanlega að tala við mig! En ég má samt eiga það að ég rífst aldrei. Og ég er aldrei afbrýðisöm. Hvað þá að ég sjái eftir neinu. Helga Gná: Þú þarft ekki að taka það fram. En samt heldurðu að þú kunnir að elska? Helga Mjöll: Já? Helga Brá: Ég nenni þessu ekki lengur. Haraldur Jónsson stytti og endursagði.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.