Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 5

Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 5
TÍMARIT UM LANDSMÁL sýnt ákveðinn og einlægan vilja á því að stinga við fótum og stöðva verðþensluna. í tíð utanþingsstjórnarinnar 1943—1944 hindraði þingið vitandi vits allar tilraunir stjórnarinnar til stöðvunar dýrtíðarinnar. Nú er flestum að verða ljóst, að hér væri nú á annan veg umhorfs, ef þróun verðbólgunnar hefði verið stöðvuð um haustið 1944, eins og ríkisstjórnin vildi og gerði að fráfarar-atriði. En þá var skriðunni fyrst fyrir alvöru komið af stað með mikilli aukningu skatta og stórhækkuðum útgjöldum ríkis- sjóðs, en verðbólgan var látin að mestu afskiptalaus. Hinn óhemjulegi fjáraustur þingsins í fjárlögunum og skefjalausar ríkisábyrgðir á undanfarandi þingum, hafa gert dýrtíðina lítt viðráðanlega. Þegar miklir skattar eru lagðir á borgarana og öllu því fé er jafnóðum veitt út til þjóðarinnar eftir öllum þeim leiðum, sem löggjafanum hugkvæmist, þá getur ekki hjá því farið að slíkt valdi vaxandi verðbólgu, vaxandi eyðslu og vaxandi eftirspurn um innfluttar vörur. Sömu áhrif hefur það fé, sem í stór- um stíl er tekið til láns með ábyrgð ríkisins. Þetta eru þeir eldar, sem mest hafa kynt undir kötlum verðþensl- unnar undanfarið, svo að ekki verður lengur við ráðið. Það er raunalegt að þurfa að segja það, að þingið, sem á að vera forsjá þjóðarinnar, hefur brugðizt henni, þegar mest þurfti góðrar forustu á erfiðum tímum. Það hefur skort raunsæi og manndóm til að gera þá skyldu sína, að forða þjóðinni frá þeim sársauka og erfiðleikum, sem óviðráðanleg verðbólga hefur ætíð í för með sér. Ef þingið hefur skort glöggskyggni til að sjá hvert stefndi, þá hefur það nokkuð sér til afsökunar, en slíkt gefur þá varla þjóðinni fyrirheit um að þinginu auðnist að snúast karlmannlega og viturlega við kreppunni, sem nú siglir í kjölfar eyðslunnar. Þingið ber höfuðsök á því hvernig nú er komið fjár- málum og atvinnurekstri landsmanna. Það hefur ekki aðeins skotið sér undan því að gera nokkrar jákvæðar aðgerðir gegn dýrtíðinni, heldur hefur það beinlínis stór- 5

x

Landsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.