Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 18

Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 18
TÍMARIT UM LANDSMÁL djarft spila og allt mundi fara vel. Slíkt hafði heppnazt svo oft áður ög þingið vonaði að stundaglas giftu sinnar væri ekki enn útrunnið. En margt fer öðruvísi en ætlað er og aðgerðir síðasta þings verða i sögunni lýsandi að- vörun um það hvernig ekki eigi að stjórna þjóðmálum. VII. Hvernig er nú umhorfs? Leiðin til að hefjast upp úr þeim erfiðleikum sem nú eru framundan, er ekki sú að stinga höfðinu í sandinn eða telja sér trú um að öngþveitið sé sprottið af óvið- ráðanlegum orsökum. Við getum því sparað okkur allar yfirlýsingar og bollaleggingar um að kreppan sé því að kenna, að síldveiðarnar hafa brugðizt þrjú ár samfleytt. Að vísu hefði mikil síldveiði undanfarin ár getað haldið uppi óhófsástandinu nokkru lengur en raun er á orðin. En kreppan hefði samt komið, líklega ári síðar og þá að líkindum með enn meiri þunga. Hið rétta er það, að hefði mokafli vérið í sumar á síldveiðunum, þá hefði í svipinn verið hægt að stikla áfram í feninu sem ábyrgðar- leysi og óhófseyðsla hafa dregið þjóðina út í. En síld- veiðin hefði ekki nærri megnað að brúa það. Þótt síldar- aflinn í sumar sé aðeins litlu meiri en í fyrra, þá er þess að gæta, að fyrir hann fæst mikið meiri gjaldeyrir. Augu almennings eru nú að opnast fyrir því hvert stefnir. Það er því ekki nauðsynlegt að spyrja hvernig nú sé unihorfs. Flestum er að verða það ljóst. Frá minu sjónarmiði er ástandið nú þannig í fáum dráttum: Gjaldéyrissjóðir landsmanna eru þurrausnir. — Gjald- eyrisskuldir hafa verið stofnaðar og vörur hafa verið pantaðar "fyrir tugi millj. út á leyfi sem enginn gjald- eyrir er til fýrir. Gjaldeyri skortir nú jafnvel fyrir lífs- nauðsynlégum innflutningi. Hversu mikið þarf til að fá „hreint borð“ veit víst enginn á þessari stundu. 18

x

Landsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.