Vonin


Vonin - 28.08.2025, Page 7

Vonin - 28.08.2025, Page 7
Kæri busi, Vertu hjartanlega velkominn í Verzlunarskóla Íslands. Óskar Breki Bjarkason heiti ég og er háttvirtur forseti yðar. Næstu daga muntu taka fyrstu skref þín í nýjum kafla í lífi þínu, nú færðu loksins að uppskera ávöxt vinnunar þinnar í 10. bekk og getur nú loks kallað þig Verzling. Vertu óhræddur við að taka þátt í öllu sem tengist félagslífinu hér í Verzló. Það er í gegnum félagslífið sem þú kynnist fólki, eignast vini til lífstíðar og safnar minningum sem fylgja þér langt út fyrir skólalóðina. Skráðu þig í viðtöl, mættu á viðburði, taktu þátt í keppnum, stofnaðu nefnd/ir, og láttu rödd þína heyrast. Í Verzló er alltaf eitthvað í gangi, en það er undir þér komið að nýta tækifærin sem bjóðast. Mitt starf sem forseti gengur annars út á það að segja þér svona hluti. Ég er hér til að hjálpa þér í gegnum þetta örlagaríka skólaár og koma þínum hugarefnum á framfæri. Ég passa upp á þína hagsmuni og þína vellíðan. Svo sé ég auðvitað líka um öll böllin og hef yfirumsjón um nær allt sem kemur að félagslífinu. Ég segi þá gangi þér vel og mig hlakkar til að sjá þig vaxa og dafna hér í Verzló. Kveðja, Óskar Breki Bjarkason - Forseti NFVÍ ÓSKAR SKÁL fyrir ykkur elsku busar, veriði hjartanlega velkomin í Verzló! Þið eruð eflaust pínu ringluð núna, vitið kannski ekki alveg hvað þið eigið að gera við ykkur og hafið enga hugmynd hvað þetta nemendafélag snýst um. Engar áhyggjur, ég ætla einmitt að kynna ykkur fyrir einni mikilvægustu nefnd skólans… Markaðsnefnd! Það er sko alls engin tilviljun að Verzlingar séu alltaf skellihlægjandi á göngunum, alltaf í glænýjum fötum og borða á kúmen í hverju hádegi. Það má segja að það sé allt markaðsnefndinni að þakka! Við sjáum nefnilega um að gefa út nemendaskírteini sem allir nemendur fá, en það er rafrænt skírteini í Nova appinu sem er STÚTFULLT af afsláttum. Lítill fugl hvíslaði meira að segja að mér að aldrei hafi verið fleiri afslættir í skírteininu en í ár... #spennóóóó Við pössum líka upp á að vikurnar á marmaranum verði ógleymanlegar. Við tryggjum að nefndirnar séu með frábæra styrktaraðila sem hjálpa til við að fjármagna ekki aðeins crazylit vikur heldur einnig stærstu viðburði skólans. Í stuttu máli: Við hjálpum ykkur að spara pening og höldum Verzlingum skellihlægjandi ár eftir ár. Ég hlýt að hafa náð að sannfæra ykkur um að Markaðsnefnd er ein besta og mikilvægasta nefnd skólans. - Over and out, Queen of The Market EVA MARGRÉT

x

Vonin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vonin
https://timarit.is/publication/2078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.