Vonin - 28.08.2025, Blaðsíða 13
kynning
Hæ litli busi. Velkominn í Verzló! Þú horfir kannski á orðið “Listó” og
sérð fyrir þér einhverjar listaspírur, standandi í hring í cringe keppni
á marmaranum með hávaða sem heyrist alla leið upp á fjórðu
hæð…og þú myndir hafa hárrétt fyrir þér! En Listó er líka; endalausar
klukkustundir upp í skóla, nóg af krísufundum, sómasamlokur í öll
mál, alltof mikið af einkahúmór en mikilvægast af öllu: NÝJA
FJÖLSKYLDAN ÞÍN. . Listafélagið setur upp leiksýningu á haustönn
sem er frumsýnd í bláa sal í lok október. Ferlinu er svoleiðis hrint af
stað fyrsta skóladaginn þegar að við frumsýnum trailer þar sem
við tilkynnum loksins leikstjórana okkar OG verkið. Prufur hefjast
þann sama dag og í lok vikunnar erum við komin með leikhópinn -
jeij! Komst ekki inn í leikhóp? Heldur þú að það eina sem þurfi til að
búa til leiksýningu sé leikarar og leikstjóri? WRONG. Á bakvið
hverja listó sýningu eru hátt í 100 manns sem koma að framleiðslu
hennar. Listó er nefnilega með svokallaðar undirnefndir sem eru
ekki bara mikilvægur, heldur nauðsynlegur hluti af ferlinu. En ef að
þú vilt fara all-in og verða partur af höfuðstöðvunum í þessu stóra
ferli, þá mætir þú rakleiðis í busaviðtal til okkar. Nefndin sér um
ALLT sem tengist sýningunni frá því að ráða inn leikstjóra að
markaðssetningu, búningum, sviðsmynd, allar undirnefndirnar - you
name it, we do it. Síðan má ekki gleyma bráðskemmtilegu
Valentínusar Vikunni sem við höldum með Skemmtó!! Bara með
því að vera í einni undirnefnd, mæta í prufur eða viðtal ertu strax
farin að kynnast nýju fólki og koma þér inn í félagslífið. Það er
ástæða fyrir því að conceptið “listófjölskyldan” er búið að vera
til/thing í áraraðir. En sýningin er ekki það eina sem við gerum
heldur höldum við líka VALENTÍNUSARVIKUNA í febrúar með
skemmtó<333 Þannig plíís láttu sjá þig í prufum, viðtölum, öllu! Þú
munt aldrei sjá eftir því;)
TINNA
SUNNEVA-VALA-GABRÍEL-HJÖRDÍS-SALKA-HEIÐAR-EMBLA
BENEDIKT
VÍÐIR-JARÚN-STEINDÓR-ÁRÓRA-SAGA-GUNNAR-NADÍA
Verzlingur 1: „Shit, þetta var rosalegt.” Verzlingur 2: „Já
ertu ekki að grínast? Þetta var bara það nettasta sem
ég hef séð, og þessi bók, vá!” Ég vitna hér í samtal sem
ég heyrði út undan mér 19. apríl síðastliðinn. Þetta var
ekki eina svona samtalið sem ég heyrði, bókstaflega
allir töluðu eins og þessir Verzlingar. Útgáfa
Verzlunarskólablaðsins er ekkert grýn. Allir og amma
þeirra tölta yfir götuna í Borgarleikhúsið, slást um sæti,
bíða ofpeppuð, horfa síðan á útgáfuna og fá svo loks
bókina í hendur. Vá, Verzlunarskólablaðið. Í þessari bók
finnur þú allt sem einkenndi skólaárið sem var að líða og
svo miklu meira en það. Við í V92 ætlum að sjá til þess
að öllum líði svona á útgáfudeginum í vor. Við ætlum
okkur stærri hluti en nokkru sinni hafa sést innan veggja
Verzlunarskólans, og þú kæri nýnemi, ert velkominn
með. Já, þú last þetta rétt, ÞÚ! Við tökum inn einn
metnaðarfullan, drífandi og skemmtilegan einstakling á
1. ári. Ef þú vilt: a) Gefa út flottasta skólablað landsins. b)
Vera í skemmtilegustu nefnd skólans. c) Eignast góða
og trausta vini til eilífðar. Þá ert þú á réttum stað. En við
takmörkum ekki okkar störf við eina 400 blaðsíðna
harðspjaldabók sem er 10x flottari og dýrari (ókeypis
fyrir nemendur samt) en öll önnur skólablöð landsins,
heldur gáfum við út Snobbið í síðustu viku, gefum út
Skeskó með Skemmtó í haust og hver veit nema við
séum að elda annað verkefni á bak við luktar dyr…..