Vonin - 28.08.2025, Qupperneq 23
101
NÝNEMAVIDTÖ L
Waddup kæri busi,
nú er stóra stundin runnin upp, loksins komið að því....BUSAVIÐTÖ L. Þetta
er fullkomið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og heilla nefndina
sem þú brennur fyrir. Ekki vera smeykur við að skrá þig í viðtal því þú
munt sko ekki sjá eftir því. Þú ert örugglega mjög stressaður en engar
áhyggjur við höfum öll gengið í gegn um þetta og viti menn, þetta er
ekkert mál! Hugsaðu bara að allir sem sitja yfir þér í viðtalinu voru á
sama stað fyrir 1 eða 2 árum. Við í Viljanum erum hér til að leiða þig í
gegnum þessi viðtöl og ef þú fylgir okkar ráðum áttu eftir að fara
skítlétt með þau!
Við skiljum að þú ert ábyggilega rosalega spenntur fyrir nefndunum og
veist jafnvel ekkert hvaða nefnd þú átt að velja, svo þú skráir þig í
öll viðtölin!!!.....wrong. Ekki gera þetta elsku busi. Einbeittu þér frekar
að einni nefnd, þeirri sem þú hefur langmestan áhuga á. Þú getur t.d.
kynnt þér fyrir stjórnarnefndunum hér á fyrri blaðsíðum í Voninni og
fundið nefndina fyrir þig.
Það fyrsta sem þú verður highkey að gera er að kynna þér fyrir
nefndinni, lærðu nöfnin at least skiluru, það er alveg frekar illa
séð að mæta í viðtal og vita ekki hvað allir í nefndinni heita. Þú
VERÐUR að mæta vel undirbúinn, því það er aðeins einn busi tekinn
inn í hverja nefnd. Þess vegna er langbest að skrá sig í eitt viðtal
og einbeita sér að því. En hvernig áttu að undirbúa þig? No worries
Viljinn has your back. Undirbúðu glærukynningu, texta, bækling,
myndband o.s.frv. Sýndu nefndinni hvað þú hefur fram á að færa,
nýjar hugmyndir, hvernig þú myndir framkvæma þær og afhverju hún
ætti að velja þig yfir aðra.
Hafðu gaman af þessu. Plís ekki koma með korters langa glærukynning
það er ógaman. Nefndin eyðir svo miklum tíma saman, hún mun alltaf
velja einhvern sem er skemmtilegur í viðtalinu í yfir eh leiðinlegan.
Þetta er ekki eitthvað atvinnuviðtal, ekki svona deep, dont be boring
og vertu viðbúin fyrir spurningum milli himins og jarðar.
Okei þetta hljómar smá ógnvekjandi hingað til en það er samt lang
mikilvægast að vera rólegur í viðtalinu. Það sem heillar nefndirnar
er einhver sem er yfirvegaður og ófeiminn við að vera hann sjálfur.
Auðvitað er eðlilegt að vera stressaður í viðtalinu, en af hverju, í
alvöru talað? Þetta er bara spjall við fólk sem gæti orðið
framtíðarnefndin þín.
Be who you are elsku busi.