Alþýðublaðið - 03.03.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1926, Síða 3
3. marz 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 með tillögu sina aftur. Þótti mönnum, sem vegur ungfrúarinn- ar hefði vaxið mjög af þessu máli. Þá kom einnig fram breytingar- till. frá allshn. við 3. gr. frv. Við 4. gr. frv. kom hún fram .með þá breytingu, að aftan við 3. málsgr. yrði bætt nýrri máls- grein svo hljóðandi: „Úrskurði sýslunefndaroddvita og atvinnu- málaráðherra eftir þessari grein má skjóta til dómsíólanna.“ Þá kom hún einnig fram með breyt.- till. við 9. gr. frv., fyrri málsgr. Eftir þeirri till. skal kjósa kjör- stjórn hverju sinni, er kjósa skal hreppsnefndarmenn, bæjarfulltrúa æða borgar- (bæjar-)stjóra. Sé hreppsnefndaroddviti í hreppum og borgar- (bæjar-)stjóri í kaup- stöðum formaður kjörstjórnar, og auk þess kjósi hreppsnefnd og hæjarstjórn úr sínum flokki 2 menn í hana. Séu nefndarmenn 3, 'skulu þeir vera sjálfkjörnir. Ef kjósa á borgarstjóra (bæjarstjóra), skal bæjarstjórn kjósa formann kjörstjómar úr flokki bæjarfull- trúa. Allmikið var þráttað um br.till., .og veitti þar ýmsum betur. Sér- •staklega varð þó br.till. ungfrú- arinnar að deiluefni. Taldi ung- frúin undanþágu-ákvæðið hina mestu ósvinnu gagnvarí kvenþjóð- inni og taldi það vera hina megn- ustu vantraustsyfirlýsingu á getu hennar til opinberra starfa. I sama streng tók Guðm. Ólafsson, er var framsögum. allshn. En það, sem ,hann taldi þó veigamestu ástæð- una gegn undanþáguákvæðinu, var það, að réttindi og skyldur væru tvær hliðar á því sama og hlytu því alt af að fylgjast að. Með undanþágunni töluð.u þeir Einar á Eyrarlandi og Jóhannes Jóhannesson. Töldu þeir öll tor- merki á því, að skylda konurnar til starfa þeirra, er 3. gr. ræðir um. Ættu þær oft erfitt með að fara að heiman frá stórum barna- hópi auk þess, sem þær væru eigi eins duglegar til erfiðra ferðalaga að vetrarlagi, oft í stórhríð og hörku gaddi. G. Ól. taldi eigi erf- iðara fyrir þessar konur að ferð- ast að vetrarlagi en yfirsetukonur, en þetta væri þeim ætlað að gera í hvaða veðri sem væri. Einar á Eyrarlandi beindi þá þeirri spurn- ingu að andmælendum undanþág- unnar, hvort þeim væri kunnugt um það, hvemig yfirsetukonur væru fluttar, er þær væru sóttar í ófærð og illviðri. Roðnaði þá ungfrúin lítils háttar og laut höfði. Sagði Einar að sér væri manna bezt kunnugt um þetta. Væri þá venja, að 6—8 menn færu á skíð- um og tækju með sér sleða til þess að aka yfirsetukonunni á. Kvaðst hann hyggja ,að mörgum myndi þykja það kynleg sjón og allbrosleg, ef farið væri að safna saman liði í sveitinni til þess, að einhver bændakonan gæti kom- ist slysalaust á hreppsnefndar- fund. Vakt: þessi mynd, er Einar dró upp, fögnuð mikinn í deild- inni og varð forseti að hringja bjöllunni til þess að þagga hlát- icfflST Allii* reykja IggtM !i Elephant ÍSI H H l Ljúff engar og kaldar Slnkasalar á íslandl. Tobaksverjlun Islsnds h.f. ,ntl Tarzai4 erkominn. ur þingmanna. Hæst hló Sigurður Eggerz. — Að lokum var gengið til atkvæða um br.till. og frv. í heild sinni. Var br.till. ungfrú I. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. með miðaldakirkjunni, að honum var betur lagið að þiggja en gefa, því að hann var satt að segja bæði ágjarn og nirfill. Svo hét hann í tilbót Jón Jónsson, og mátti það okki minna vera. En sveitungar hans, seúi vel fundu, hvar feitt var á stykkinu, gerðu ;að honum háð og spé leynt og ljóst. Bera, kona Jöns, var að vísu ekki bygð með sama sniði og bóndi hennar, en þó hafði náttúran einnig komið henni upp í miðaldastíl. Hún var hávaxin, beinaber og oddhvöss, hvar sem á hana var litið. Hún var því nánast með gotnesku lagi, og mintu hinar ótéljandi hrukkur í andlitinu ekki all- lítið á pírufhpárið á turnþökum dómkirkj- unnár í Köhi; sem er í gotneskum stíl eins (ög fríkirkján í Reykjavík. Bera gamla var jafnóspipuð bónda sínum að innan, sera að utan. Hún var opinská, viðfeldin ög ljúf og vildi hvers manns vandræði leysa og var ekki elskari að fé en það, að hún gat jafn- greiðlega tekið við því og borgað það. Þau hjón höfðu átt tvö börn, pilt og stúlku, og voru bæði á lífi. Var á þeim mikill ald- ursmunur. Jón gamli hafði haldið dauða- haldi í piltinn, sem hét Guðmundur, því að hann vann kauplaust hjá honum, og það líkaði karlinum. Pilturinn trénaðist þó upp á <þvi og stökk loks til Ameríku1 í óþökk hans. Varð hann iögregluþjónn í Winnipeg, og nefndi Jón hann aldrei svo, að hann annálaði ekki vanþakklæti hans. Dóttir þeirra hét Guðrún. Það er fágætt um íslenzka menn, karla sem konur, aö þeir séu verulega fallegir, svo að ekki séu á þeim nein lýti. En Guð- rún var éin af þeim fáu. liún var há og beinvaxin, fagurlega lintuð og svaráði sér vel. Hárið var gullið og augun blá, andlits-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.