Alþýðublaðið - 16.03.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1926, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID Kaupdellan. Atvinnurekendur vilja kúga verkakonur til skilyrðislausrar auðsveipni. Síbasta misserið hafa atvinnu- rekendur gengið berserksgang gegn verkalýðnum og heimtað lækkun ú verkalaunum. Þeir hafa að ástæðu lækkun verðlags á lífs- nauðsynjum, sem þó að eins tek- ur til nokkurra tegunda, en aðrar — t. d. húsaleiga, sem er þriðj- ungur af ársútgjöldum verka- mannsins — standa í stað. í veltiári geta atvinnurekendur ekki þolað, að verkalýðurinn' fái vegna lækkandi dýrtíðar hina minstu uppbót á þeim halla, sem hann varð fyrir, þegar dýrtíð var að aukast. Atvinnurekendur snéru sér fyrst til sjómanna. f>eir voru fastir fyr- ir. Þegar atvinnurekendur fundu það, slógu þeir af kröfunum og gengu loks að samkomulagi um lækkun, sem hjá fiskimönnum nam S'/V'/oOg hjá farmönnum 3 '/2% lækkun á kauptaxta, sem í samn- ingnurn var að talsvert miklu leyti bœtt upp með hlunnindum í öðr- um viðurgerningi. Næst snéru atvinnurekendur sér að verkamönnum í landi. Þeir voru fastir fyrir. Atvinnurekendur fundu það og slógu af kröfunum. Verkamenn neituðu tilslökun samt. Þá gugnuðu atvinnUrekendur og greiddu óbreytt kaup. Eftir voru verkakonur, lægst launaði flokkurinn, og sú deild verkalýðsins, sein fyrir margra hluta sakir stendur verst að vígi um samtök. Ekki var líklegt, að atvinnu- rekendur færu að reyna að ná sér niðri á konunum eftir hrak- farirna í viðureigninni við karl- mennina. En hvað kemur ekki á daginn? Atvinnurekendur snúa sér tii verkakvenna og heimta kaup þeirra lækkað úr 90 aurum um klst. niður í 80 aura. Samninga- umleitanir eru hafnar. Konur malda í móinn. En nú slaka at- vinnurekendur ekkert til á kröf- um sínum. Málið er þæft lengi, en alt kemur fyrir ekki. Atvinnurek- endur vilja enga tilslökim gera. Nálega 12 prósent lækkun ó tíma- kaupi heimta þeir. Engin hlunn- indi á móti á öðrum sviðum. Samningar stranda. Þá taka verkakonur til sinna ráða. Þœr vilja hafa frid og sam- komulag um málid, og vinna jiab til ad gefa eftir helming þeirrar upphæðar, sem á milli bar. Þær gefa út auglýsingu og segjast vilja vinna fyrir 85 aura um klst. En atvinnurekendur segja nei. Enga tilslökun gerum við, og enga vinnu skulu þær konur fá, sem ekki ganga að kröfum okkar óbreyttum. Atvinnurekendur treysta á sam- takavanmátt og efnahagsvanmátt kvenna. Þeir ráða á garðinn, þar sem hann er lægstur. Þessa ódrengilegu aðferð geta verkamenn ekki þolað. Þeir finna það einn sem allir, að hver sá verkamaður er sjálfur níðingur, sem lætur það afskiftaláust leng- ur, að atvinnurekendur níðist þannig á verkakonum. Þess vegna hafa þeir nú ákveðið að hefjast handa til varnar góðum múlstað kvenna og viðnáms kúgunarvið- leitni atvinnurekenda. p. AlpingL Neðri deild. Þar var í gær frv. um framlag og iánsábyrgð ríkissjóðs til kæli- skipskaupa Eimskipafélagsins af- greitt til e. d., frv. um víðtæk- ari skemtanaskatt til þjóðleikhúss en nú er vísað til 2. umr. og alls- herjarnefndar, frv. Jóns Baldv. um afnám 25 prósent gengisviðaukans og verðtollsins, búðum vísað til 2. umr., með 14 atkv. gegn 6 og 13 gegn 6, og til fjárhagsn., stj.frv. um veitingu ríkisborgara- réttar (sbr. frásögn blaðsins s. 1. laugardag) og um friðun Þing- valla til 2. umr. og allshn. Mest var rætt um frumv. Jóns Baldv. Þá á fundinum var útbýtt ■ ■ ■ - < < ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va — ÍO1/^ árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). frv. frá fjárhagsn. n. d. um, aö gerigisviðauki ú vörutolli falli nib- ur frá 1. næsta mánaöar. Jón Baldv. kvað ekki skyldu standa á sér að miða afnám gengisvið- aukans við 1. apríl. Hann heíði ékki vitað, að fjárhagsnefndin ætl- aði að bera þetta frv. fram, en ekki farið lengra í frv. sínu sök- um þess, að hann vænti þá frem- ur að fá það samþykt í þinginu. Hins vegar gengi sitt frv. lengra, því að samkv. frv. fjárhagsnefnd- ar héldist gengisviðaukinn áfiam á kaffi- og sykur-tolli. Hvort tveggja væri neyzluvara almenn- ings, og bæri að fella gengisvið- aukann niður einnig af. tollunum ú þeim vörum. Jón Þorl. kvað frv. óþarft, og væri það ekki í samræmi við vilja stjórnarinnar. Klemenz var allmjög aíbrýðissam- •ur út af því, að frv. hefði ekki verið boiið undir fjárhagsnefnd, áður en það var flutt. Því svar- aði Jón Baldv. þannig, að þó að einhver — svo sem KI. nú — hafi verið gerður að formanni fjárhagsnefndar, sé honum óþarft að þemba sig svo upp, eins og hún ein ætti að ráða, hver fjár- málafrumvörp væru flutt í deild- inni. Enn fremur sagði Jón Baldv., þegar rætt var um afnám verð- tollsins, að bæði þessi frv. sin væru borin fram til að létta þung- um sköttum af almenningi. Það yrði ekki að eins að líta á hag ríkissjóðsins, heldur einnig á gjaldþol almennings. Dygði ekki að gera alþýðu manna ólíft með áiögum. Minti hann á, að með þessum og þvílíkum tollum er dýrtíðinni haldið við. Auðvitað leggi kaupmenn aftur á tollana fyrir að innheimta þá og festa í þeim fé sitt, svo að varan hækkar enn meira í verði heldur en þeim

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.