Alþýðublaðið - 06.04.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1926, Síða 1
CeöD út af Alpýðuflokluium 78. tölublað. Þriðjudaginn 6. april, Grlensg símskeyti. Khöfn, FB., 4. apríl. Fiskveiðar Norðmanna. Tímarit utanríkismálaráðuneyt- isins í Kaupmannahöfn (Udenrigs- ministeriets Tidskrift) gefur þær upplýsingar, að verðmæti fisk- veiða Norðmanna í fyrra hafi ver- ið um 120 milljónir; þar af ís- landsveiða 4,5, en þar frá dregst kostnaður við tunnur og salt. 30 skip tóku þátt í Grænlandsveiði og veiddu 1750 smál. Pótti borga sig illa. Verðmæti fiskveiða 1924 var 125 miiljónir, en 1921 að eins 58 milljónir. Prófessor látinn. Frá Osló er símað, að prófessor Christian Collin sé látinn. Tollhækkun í Frakklandi. Frá París er símað, að innflutn- ingstollar hafi verið hækkaðir um '30 a. h. nema á nauðsynjavörum. Frá sjómonnunum. FB., 3. apríl. Óskuin öllum ættingjum og vin- um gleðilegra páska. Velliðan. Kveðjur. Skipshöfnin á „Ara“. „Ásu“~sframdið. Nánari frasögn. Skipið strandaði kl. 2,15. Þá er „Ása“ var strönduð og blásið hafði verið til að gera fólki í landi aðvart, söfnuðust menn úr grendinpi á vettvang, þegar um nóttina, og síðan var alt af margt manna á strandstáðnum, þar til er öllum skipverjum var bjargað, viðbúnir að láta aðstoð sína í té, og hjálpuðu Grindvíkingar þeim að komast i land svo sem fram- ast voru föng á. Björgunin fór þannig fram að dufli, sem vörpu- garni var fest í, var varpað fyrir borð, og tókst Grindvíkingunum að lokum að ná í það á báti um kl. 12. Bátinn urðu þeir ,að flytja langa leið á strandstaðinn og sumpart að bera hann. Áður höfðu verið gerðar margar tilraun- ir til að koma Ifnu í land, en allar mistókust, nema þessi síðasta. M. a höfðu Grindvíkingar gert tilraun með að láta hund synda eftir lín- unni. Nú var garnlínunni náð. Var duflvír síðan dreginn í land á garninu, en á honum aftur vörpu- strengjavír. Þá er honum hafði verið komið í land, svo að nógu sterk taug var út á skipið, var sagað ofan af tunnu úti á^kipinu, kaðaineti síbrugðið um hana og hún tryggilega fest á vírinn. Var hann strengdur milli skips og lands. Meðan lágsjávað var, og því styzt úr skipinu í lan'd, stigu skipverjar í tunnuna, hver eftir annan, en þeir, sem á landi voru, drógu hana að sér á vírnum. Fór fyrst einn í land -í senn í tvö skifti, en síðan tveir í einu að jafnaði, en Grindvíkingarnir héldu vírnum uppi landmegin, svo sem unt var, og tóku á móti skips- mönnum. CfiWcbjörgunin fljótt og <V:' - /•—— vel með-þéssu móti, og kl. rúml. 2 á laugardagdinn voru allir komnir í land. Sjálf björgunin tók um eina klst. Skipverjar róma mjög áhuga og ötulleik Grindvíkinganna við björgunina. Skipverjar náðu að eins litlu af farangri úr skipinu. Þeir fengu ágætar viðtökur í Grindavík. Þar beið þeirra upphituð stofa. Komu þeir hingað um kvöldið. Voru 5 bifreiðar sendar héðan frá Duus-verzlun til að sækja þá, og voru þær komnar til Grindavíkur áðúr en skipverjar voru komnir í land og með þeim læknir og Jakob Jónsson, verzlunarstjóri. — Voru strandmennirnir allir heilir og ómeiddir. Þeir voru 37. „Ása“ var á leið af veiðuni, þeg- ar hún strandaði, og hafði fengið um 137 tunnur lifrar. Var talsvert af lifrinni notað til að kyrra sjó- inn, því að stórbrim var þá á flúðunum, þar sem hún strandaði. Þetta var fyrsta veiðiför skips- ins. Talið er vonlaust um, að því verði náð út aftur. Guðsþjónusta í aðventkirkjunni á morgun kl. 8 e. h. Samlestur. Trúlofun, Ásdís Pétursdóttir Hringbraut og Magnús Grímsson, Grettisgötu 22 hafa birt trúlofun sína. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækni ' í morgun.) Síðustu viku urðu læknar varir við tvo barnaveikissjúklinga tiér í Reykjavik. Hér er „influenza", sem fer hægt og er ekki illkynjuð. Hefir enginn dáið úr henni. Líklega hefir hún verið hér um hálfan mán- uð. Óvíst er, hvaðan hún er komin, því að hún gengur mjög víða erlend- is. Barnakvefið á Akureyri er svipað og áður, en mislingarnir á Norður- landi í rénun. Á Seyðisfirði útbreið- ast þeir aftur á móti. Á Norðfirði er kvefsótt lík „influenzu". Að öðru leyti gott heilsufar um land alt. — Skeytið, sem blöðunum var sent um spænsku veikina í Færeyjum og út- breiðslu hennar eftir grindhvalsreka, var skrökskeyti. Landlæknirinn þar sagði á eftir, að 50 sjúklingar hefðu verið veikir í Þórshöfn í vægri „in- fluenzu“. (Fyrirspurn landlæknis hér svarað þannig.) Bátshvarfið. Þvi miður hafa engar fréttir bor- ist af bátnum, sem hvarf héðan. —• Móðir Sveins Ingvarssonar, sem drukknaði í Grindavík um daginn, var annna bræðranna, sem á bátnum voru. Hún er ekkja og hefir áður mist annan son sinn i sjóinn. Næturvörður er þessa viku í lyfjabúð Reykja- víkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.