Alþýðublaðið - 10.02.1920, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.02.1920, Qupperneq 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Hallur fann til félagskendar með þessum unga manni, og sú hugsun skemti honum, að hann hafði þakkað Guði það, að hann var ekki sá, sem hann var álitinn að vera, þegar hann lá úti I rign- ingunni, nóttina sælu, þegar hann var barinn. Hvernig skyldi annars þessurn skipulagsmanni vera fariðf Hatsn hlaut að minsta kosti að hafa bjargfasta sannfæringu, fyrst hann tók þetta starf að sérl Hann sagði þetta við hann, og hinn svaraði: „Þú getur fengið launin mín, hvenær sem er, ef þú vilt taka við starfi mínu. En þú þarít ekki að ætla, að það séu barsmíðin og skrækskjóðurnar, héraðsþjónarnir, snuðrararnir og svarti listinn, sem er verst viður- eignar. Það, sem gerir okkur erf- iðast fyrir, eru einmitt þeir menn, sem við erum að reyna að hjálpa. Þú getur ekki ímyndað þér, hve erfitt það er, að útskýra mál fyrir mönnum, sem tala tuttugu ólíkar tungur". „Nei, þar munt þú hafa rétt fyrir þér". svaraði Hallur, „eg skil yfir höfuð ekki, hvernig þú færð nokkurn botn í því“. „Eg reyni að ná í túlk — en ef til vill er hann svo einn af snuðrurum íélagsins. Eða ef til vill segir sá fyrsti, sem maður vill hafa áhrif á, verkstjóranum til manns. Því auðvitað eru margir verkamenn erkiflón og aðrir þorp- arar, sem selja bezta vin sinn fyrir betri stöðu — jafnvel fyrir eitt staup af víni". „Mér virðist einmitt það geta kollvarpað sannfæringu þinni“, sagði Hallur. „Nei“, svaraði hinn tafarlaust, „það er að vísu hart aðgöngu, en það er ekki hægt að álasa veslingunum vegna þess. Þeir eru óupplýstir — að yfirlögðu ráði er þeim haldið utan við Ijós menn- ingarinnar. Verkstjórarnir útvega þá og hafa heilt kerfi, til þess að stía þeim í sundur. Auðvitað hafa evrópumenn þessir sínar kreddur, — þjóðarkreddur, trúarkreddur og þær skilja þá að. Hugsum okkur tvo menn, báðir eru ná- kvæmlega eins aumir á að sjá — um íbúðir í húsum Byggingarfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 15. febrúar 1920 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og Ingólfsstræti og byrjar kl. 2 síð- degis. Reykjavik, 9. febr. 1920. Gæsiustjórnin. 5jómarinaféla^ "Rvíkur heldur fund í Alþýðuhúsinu miðvikud. 10. febr. kl. 8. Fundarefni samkvæmt tillögu síðasta fundar. £tj 'érnin. en það sýnir sig, að annar fyrir- lítur hinn ákaflega, vegna þess, að heima í föðurlandinu, var hann yfirmaður hins. Á þennan hátt spila þeir algerlega út, undir verk- stjórana, sem auðvitað nota sér tækifærið og kúga þessa fáráð- linga". XXVII. Þeir voru nú komnir afsíðis og settust á stein. „Heldurðu að þeir átti sig ekki bráðum?" spurði Hallur. „Settu þig { þeirra spor“, sagði skipulagsmaðurion1). „Setjum, að þú sért í ókunnu landi, og einn segir þér þetta, annar hitt. Yfir- mennirnir og þeirra þý segir: „Skiftu þér ekkert af hvatninga- mönnum verkamannafélaganna. Þeir eru sníkjudýr, sem eiga góða daga og þurfa ekki að vinna. Þeir taka fé af ykkur og skipa ykkur í tilbót að gera verkfall, svo að þið missið stöðu ykkar og heimili. Kannske selja þeir ykkur líka, og fara svo eitthvað annað og fremja sama bragðið. Og verka- mennirnir hugsa, það getur verið, að þetta sé satt. Þeir eru ekki nógu hyggnir, til þess að skilja, að væru verkamannaforingjarnir i) Organisator nefni eg skipu- lagsmann, en agitator, hvatninga- mann. Þýð. spiltir, þá hlyti það að vera af því, að verkstjórarnir keyptu þá. Þannig geturðu séð, að þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér. Veðrið í dag. Reykjavík, NV, hiti -=-2,4. ísafjörður, Vantar. Akureyri, SSA, hiti -r-3,0. Seyðisfjörður, NV, hiti h-1,1. Grímsstaðir, SV, hiti h-5,0. Vestmannaeyjar, VSV, hiti -5-0,1* Þórsh., Færeyjar, V, hiti 3,7. Stóru stafirnir merkja áttina, -í- þýðir frost. Loftvog mjög lág, einna lægst á Norðurlandi og norðaustan við landið; vestlæg og norðvestlæg átt; víða stormur; mjög óstöðugt veður. Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.