Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 11

Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 11
Föstudaginn 26. febrúar s.l. var vígður af sr. Jóni Þorsteinssyni nýr kirkjugarður við Mosfellskirkju. Er þama um að ræða fyrsta áfanga sem hefur um það bil 720 grafastæði. Arkitekt var Kjartan Mogensen, lands- lagsarkitekt, verktaki Hafnarsandur h/f Jóhannes Oddsson, Mosfraf h/f sá um raflögn, Sigurður Einarsson pípulagn- ingameistari um vatnslögn og Lions- klúbburinn tók að sér snyrtingu á graf- Afangí í tónlistar sögu Mosfellinga Bamakór Varmárskóla hélt tónleika þann 15. maí s.l. í sal Varmárskóla í til- efni af 20 ára afmæli um þessar mund- ir og var þar mjög vel fagnað. Stjóm- andi kórsins er Guðmundur Omar Óskarsson og píanóleikari var Anna Guðný Guðmundsdóttir. Einsöng flut- tu Hreindís Ylva Garðarsdóttir, Ásdís Amalds og Margrét Ámadóttir. Slag- verk Baldur Orri Rafnsson og í gesta- kór vom fyrrverandi félagar bama- kórsins. Starfið hefur gengið betur og betur eftir því sem aldurinn færðist yfir kór- inn og virðist hann nú vera orðinn fast- ur í sessi. Þátttaka hefur verið í lands- mótum barnakóra, farið erlendis í söngferðalög, erlendum kómm boðið heim og ýmsar aðrar uppákomur sem blása lífi í skemmtilega starfsemi sem þessa og skilja áreiðanlega eftir góðar endurminningar í hugum unga fólks- ins, þegar á ævina líður. Til hamingju með afmælið. Til hamingju UMFA með íslandsmeistaratitilinn! Goður gangur hjá Vélsmiðjunni Sveini Vélsmiðjan Sveinn er staðsett í Flugumýri 6 og kom þangað frá Reykjavík 1994. Eigendur eru feðgamir Haraldur Lúðvíksson og Haraldur Valur Haraldsson. Þeir fluttu fyrirtækið í 117 ferm. húsnæði. Það hefur gengið vel hjá þeim, mikil vinna og nýlega hafa þeir stækkað við sig, keyptu 108 ferm. húsnæði við hliðina og tóku það í notkun nýlega. Þama er um að ræða renniverkstæði með góðum vélum og alhliða jám- smíðaþjónustu. Verkefni em nokkur í Mosfellsbæ og fara vaxandi, en stærstu viðskiptavinimir em utanbæjar, t.d. hefúr fyrirtækið þjónustað Norðurál í Hvalfirði með réttingar og viðgerðir á lokum yllr kerin. Einnig hefúr vél- smiðjan unnið hluti fyrir eggjabakka- vélar, afar mikil nákvæmnisvinna, en hlutamir em síðan samsettir hér á landi og seldir erlendis. Ennffemur hefúr fyrirtækið annast viðgerðir og nýsmíði á tjökkum fyrir vinnuvélar og vörubíla. Lögð er áher- sla á nýsmíði og hefur verið unnið nokkuð fyrir Islenska erfðagreiningu á því sviði, einnig fyrir Laugafisk í Reykjadal fyrir norðan, jafnframt útibú Laugafisks í Njarðvík. Haraldur yngri við hluti sem smíðaðir eru í hringrásardœlu, sem blandar saman vatni og pappír til endurvinnslu í iðnaðarpakkningar. Smíðin er mjög nákvœm og má ekki skeika hundraðasta parti úr mm. fers1{ur o? freistandi arflötum, sem em fjórar og jafnframt girðingu. Þennan sama dag eftir vígslu kirkju- garðsins var til moldar borinn Andrés Ólafsson ffá Laugabóli í Mosfellsdal og var hann fyrstur manna að fá hinstu hvflu í hinum nýja kirkjugarði. Ljós- myndin var tekin af leiði Andrésar eft- ir útförina og birtist hér með góðfús- legu leyfi aðstandenda hans. Síðan hefur verið jarðsettur í kirkjugarðinum Kjartan Helgason, bóndi frá Unaðsdal í Isafjarðardjúpi. Mosrdlsblaðið O

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.