Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 10
Handverksfólk úr Mosfellsbœ, glaðbeittur og skemmtilegur hópur, einhverja vantar þó á mynd- ina. Handverkssýning í Laugardalshöll Handverkssýning var haldin í Laugardalshöll dagana 22- 25. apnl s.l. Voru 16 aðilar frá Mosfellsbæ með ákveðið svæði á sýningunni, kom þetta afar vel út og margir seldu vel og all- ir hlutu góða kynningu. Mosfellsbær styrkti verkefnið og var fólkið afar þakklátt fyrir það. Ennfremur var ístex h/f í Mosfellsbæ með bás á sýningunni með sínar frábæru ullarvörur. Guðjón Kristinsson hjá Istex í sínum bás. I\ýll skfp, gott hal Magnús Þorvaldsson, skipstjóri Dvergholti 6, er að koma með nýlegt skip frá Noregi í stað gamla Sunnubergsins, mikið aflaskip sem hann hefur verið með í fjölda ára. Nýja Sunnubergið er í eigu Tanga h/f á Vopnafirði, er 1250 tonn, vel endur- nýjað og ætlað til togveiða á kolmunna og nótaveiða á síld og loðnu. - Á heim- leið frá Noregi var trollinu kastað í fyrsta sinn og þá sunnan við Færeyjar, í því voru 270 tonn af kolmunna, þeg- ar þessi grein er skrifuð. Góð byrjun það hjá þessum þekkta aflaskipstjóra. Iilwanis afliendlr blóðrannsóknatæki Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ afhenti nýlega Heilsugæslu Mosfells- umdæmis að gjöf mjög fullkomið blóðrannsóknatæki af gerðinni NA/K 320 frá IONETICS, ásamt fylgihlutum. - Tækið gefur þá möguleika að fullvinna mjög margar blóðrann- sóknir á staðnum, fá þar niðurstöður strax og og geta brugðist við þeim á viðeigandi máta. Myndin sýnir Guðmund Benedikts- son f.h. Kiwanis af- henda Þengli Odds- syni, yfirlækni Heilsugæslunnar hið nýja tæki í viðurvist Ingvars Ingvarssonar, heilsugæslulækn- is og Kiwanismanna. Lenln í 3. sæli Suðumesjarallið, fyrsta rall sumars- ins var haldið laugardaginn 15. maí s.l. Hin hefðbundna leið er Kleifarvatn - Isólfsskáli - Reykjanes. Mosfelling- amir og „kjúklingamir“ Rögnvaldur Pálmason og Sigurður Bragi Guð- mundsson lentu núna í 3. sæti á sínum Rover Metro vegna smábilana, en í 2. sæti vom Páll Halldór og Jóhannes og því 1. feðgamir Rúnar og Jón Ragnars- son. Rögnvaldur og Sigurður Bragi unnu Suðurnesjarallið í fyrra og halda ótrauðir áfram í sumar Stefnur, eiginkonur manna í Karlakómum Stefni í Mosfellsbæ, vom glað- beittar með glæsilegan kökubasar í Kjama í lok mars til styrktar kómum. Ekki er að undra þó mikið tónlistar- og kóralíf þnfist vel hér í Mosfellsbæ, þegar svona samhent fólk tekur höndum saman. Mosfcllsblaðiö

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.