Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 2
Baeyjar- stjérnin jr a GUÐJÓNSSON osfellingar standa nú frammi fyrir stærstu íþróttaviðburðum sögu sinnar, þegar Afturelding hefur unnið margfalda sigra í handknattleik þetta árið og enduði sem Islandsmeistari. Þessi afrek auka vægi allrar íþróttastarfsemi í bænum, auka samkennd bæjarbúa og gefa Mosfells- bæ enn meiri byr sem íþrótta- og útivistarbæ. Við höfum reist hér stórt íþróttahús nýverið, en hvergi er að sjá í áætlanagerðum bæjarins stafkrók um frágang á áhorfendapöllum svo nýta megi hið nýja hús til fulls. Þótt Ijóst hafi verið að öfl innan beggja meiri- hlutaflokkanna hafi verið á móti byggingu hússins, mátti ætla að metnaður væri meiri en svo.að gleyma ætti innréttingum hússins um ótiltekinn tíma,- Það vakti verulega athygli að suður í Kaplakrika mættu fleiri Mos- fellingar en komast inn í gamla húsið hér. Það er einnig Ijóst að í gamla húsinu eru brattir áhorfendapallar, þar er þungt loft á kappleikjum, þrengsli og ákveðin hætta og ábyrgð fylgir slíku, sem hlýtur að skrifast á reikning núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Það er einnig vitað að margt fólk leggur ekki á sig að mæta á leiki af fyrrgreindum ástæðum, bæði héðan úr bæ og nágrannasveitarfélögum. Það er mikið rætt um forvarnir í dag gegn ýmsum málum. Besta forvörnin fyrir unga fólkið er að nýtt sé fyrirliggjandi aðstaða fyrir íþróttir og bæjarstjórn hlýtur að hafa forgöngu um að það verði gert með skyn- samlegum hætti og í samráði við UMFA. Boltinn liggur einfaldlega hjá bæjaryfirvöldum. - Þau eiga leik. leik Vorhátíð i Varmárskóla Hin árlega Vorhátíð Varmár- skóla var haldin á uppstigningar- dag 13. maí s.l. Hátíðin varð blautari en við héldum miðað við dagana á undan og eftir, en það kom ekki að sök nema fyrir þá sem stóðu í langri röð og biðu eftir að fá grillaða pylsu og kók. Aðeins var breytt út af venju og hátíðin var frá kl. 11:00 - 14:00, pylsur vom seldar, kökubasar og flóamarkaður. Stúlkur úr 6. bekk vom með andlitsmálun og þegar hátíðinni lauk var ennþá biðröð hjá þeim. Skemmtidagskrá var í hátíð- arsal skólans, kl. 12:00 og aftur kl. 13:00. Stúlkur úr 6. bekk dönsuðu, strákar úr 5. bekk léku brandara, stúlkur úr 3. bekk dönsuðu einnig og aðrar röppuðu og 1. bekkur söng af mikilli innlifun þijú lög í upp- hafi skemmtidagskrár undir stjóm tónmenntakenn- ara. Allar stofur skólans vom opnar og verk nemenda til sýnis og vakti handmenntastofan sérstaka athygli fyrir hversu vel skipulögð hún var og verk allra ár- Ólöf Björk Bjömsdóttir. jmýtt blað, Útgefíð af Samtökum óháðra í Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 89-20042, fax 566 6815 íþróttir: Gylfi Guðjónsson og Pétur Berg Matthiasson Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 4. tbl. 1999 - 2. árgangur ganga sýnd. Köku- og pylsusala gekk mjög vel og einnig flóamarkaður þó varla sæist högg á vatni og var farið með restina til Rauða krossins. Agóði af þessari sölu rennur til áframhaldandi tækjakaupa í skólanum og einnig verður peningur í sjóði til styrkt- ar nemendum til ferðalaga og fleira. Hægt er að sækja um þennan styrk til stjómar foreldrafélagsins. í lokin vil ég, fyrir hönd stjómar foreldrafélagsins, þakka öllum sem veittu okkur hjálparhönd og styrktu þessa hátíð. f.h. Foreldrafélagsins í Varmárskóla OlöfBjörk Bjömsdóttir. ann 28. apríl s.l. hélt Mosfellskórinn sína árlegu tónleika í Tónlistarhúsinu í Kópavogi að við- stöddu fullu húsi áheyrenda. Mosfellskórinn er þekktur fyrir að vera á léttu nót- unum og bmgðust þeir sko aldeilis ekki aðdáendum sínum í þetta skiptið. Kórinn hefur verið að æfa ABBA-lög og tókst það mjög vel. Einnig sungu tvær konur úr kómum ein- söng og fengu mikið lof fyrir, það eru þær Ann Andr- easen og Kristín Runólfsdóttir. f lokin var kórinn klappaður upp íjórum sinnum og ætlaði fagnaðarlát- unum aldrei að linna. O MoKlcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.