Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 3
Be^im árangri náðu Guðjón Valgeirsson, Jenný Magnúsdóttir og Ómar Garðarsson. I toppfonni Síðla vetrar stóð líkamsræktarstöðin f Toppformi fyrir 9 vikna áskorun sem lauk laugardaginn 1. maí. Þátttakan í áskoruninni var mjög góð enda til mik- ils að vinna því vegleg verðlaun voru í boði fyrir þá sem náðu besta heildarár- angri, s.s. utanlandsferð fyrir tvo með Atlanta, fataúttektir í Hreysti, ljósatím- ar frá Sólbaðsstofu Mosfellsbæjar, kjúklingabringur frá Holtakjúkling og líkamræktarkort. Til þess að meta árangurinn voru mælingar á þoli, ummáli, vöðva- og fituprósentu og þyngd, í upphafi, hálf- leik og lok áskomnnar. Um helmingur þátttakenda lauk áskoruninni eða 37 manns. Sameigin- legt markmið þessa hóps var að bæta líkamslegt ástand og heilsu. Sumir vildu léttast og auka þol en aðrir vildu byggja upp vöðvamassa o. s. frv. Til gamans má nefna að saman missti þessi hópur sem lauk átakinu 345 cm, 232% af fitu og 90 kg. Sigurvegarar áskorunarinnar voru þeir Guðjón Valgeirsson og Ómar Garðarsson en ekki var hægt að gera upp á milli þeirra svo jafnir voru þeir. í öðm sæti var Jenný Magnúsdóttir og í því þriðja Jóhanna Eysteinsdóttir. Margir aðrir náðu frábæmm árangri og má segja að allir þeir sem luku keppni hafi verið sigurvegarar því bætt heilsa og líkamlegt ástand er svo sann- arlega átaksins virði. Me/ra af líkamsræktinni og hressu fólki Laugardaginn 15. maí fóm hópar frá líkamsræktarstöðvunum HREYF- INGU og í TOPPFORMI í hjólreiða- ferð til Þingvalla. Um það bil 40 manns hjóluðu báðar leiðir, alls 80 km. Slökkvilið Reykjavíkur var einn af stuðningsaðilum ferðarinnar og fylgdu þeir hópnum alla leið. Boðið var upp á orkudrykki á leiðinni og á Þingvöllum var boðið til grillveislu enda ekki van- þörf á að nærast vel eftir allt erfiðið sem þá var rétt hálfnað. Ferðin endaði í sundlauginni að Varmá og var mjög vel heppnuð enda strax farið að huga að þeirri næstu! Dröfn Sigurgeirsdóttir í Hvammi var að hlúa að sumarblómunum sínum í litla gróðurhúsinu nú á dögunum. Allt lítur mjög vel út með blómaræktina og hún á til sumarblóm fyrir góða viðskiptavini og kunningja, en það er enginn svikinn af blómunum hennar Drafnar. EindEismál Tekin hefur verið sameiginleg ákvörðun Foreldrafélaganna í bama- og gagnfræðaskólanum að koma á fót hópi sem tekur að sér for- vamir í eineltismálum. Hópurinn myndi samanstanda af skólastjórum beggja skóla, fulltrúum kennara, fulltrúum foreldra, fulltrúa frá for- eldraráði ásamt fulltrúa frá Nem- endavemdarráði. Vönast er til að hægt verði að koma hópnum saman áður en skóla líkur í vor og haldi síð- an starfinu áfram næsta vetur. f.h. Foreldrafélaga Gagnfrœðaskólans og Varmárskóla, Elín Reynisdóttir og OlöfBjörk Bjömsdóttir. Á refaveiðum Bragi B. Steingrímsson og Hjalti stundað refaveiðar undanfarin ár, G. Lúðvíksson úr Mosfellsbæ hafa vegna hins mikla skaða sem refur- inn veldur lífrík- inu og hann er fljótur að íjölga sér, ef ekki er spymt á móti. Þeir liggja fyrir ref aðal- lega í Húna- þingi, í sérstöku skothúsi eða ijárhúsi oft tvær nætur í einu. Myndin sýnir refaskyttumar og veiði vetrar- ins, tveir refir og fimm refa- skott, einn minkur lá líka. 17. júní í Mosfellsbæ Hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðar verða með hefðbundnu sniði. Árdegis verður eins og venjulega sundmót o§ víðavangshlaup. Hátíðin hefst síðan með skrúðgöngu frá íþróttahúsinu að Álafosskvos, þar sem hin eina og sanna þjóðhátíðarstemming verður. Skemmtiatriðiýmiss konar verða flutt á palli, sett verða upp leiktæki og brugðið á leik með ungu fólki á öllum aldri. Tökum öll þátt í hátíðahöldunum! Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar Mosfcllsblaðið e

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.