Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 5
Ur Mosfells- dalnum t/f Kanaríeyja Klara Baldursdóttir er f. 22. jan. 1951 í Reykjavík og bjó síðan um árabil að Furuvöllum í Mosfellsdal með foreldrum sínum. Hún flutti með foreldrum sínum 1959 til Costa Brava á Spáni, en faðir henn- ar fór sér til heilsubótar. Hún var farin að vinna þar í gestamóttöku 1969 og á Costa Brava kynntist hún mannsefni sínu, Fransisko Casadesus „Siskó“ frá Katalóníu, f. 2. jan. 1945 og þau giftu sig í Reykjavík 1973. Þau byrjuð með veitingarekstur 1971 á Costa Brava, en fóru síðan til Kanaríeyja á Ensku ströndina 1979, leigðu stað í Prisma og settu þar upp bar í des. sama ár. Síðan keyptu þau sér stað í Jumbo Centrum 1982, settu upp veitingarekstur og voru þau fyrstu, sem opnuðu í byggingunni. Staðurinn heitir Cosmos en í daglegu tali kallað- ur „Klörubar.“ Þar er um 10 manna starfslið, fram- reiddur mikill og góður matur öll kvöld, enda er Siskó listakokkur. Þau hjón reka staðinn með miklum mynd- arbrag, eins og margir Islendingar þekkja, það er kjaftfullt hjá þeim frá miðjum des. til aprílloka, en sérstakt álag er um jól og páska og þannig var einnig nú um páskana 1999, enda 1500 - 1800 íslendingar á svæðinu, Á Gran Canarí koma um 6 milljónir ferðamanna á ári, en þau hjón loka júní, júlí og ágúst og fara þá í burtu, en annars búa þau á Ensku ströndinni og eiga tvo drengi, 15 og 18 ára. Ymsir skemmtikraftar koma fram á Klörubar, en lengst hefur Örvar Krist- jánsson skemmt þar með harmon- ikkunni. Að sinni kveðjum við þennan fjölfama Islendingastað. Allir þekkja Harry, hér er hann í búðinni sinni og selur mikið. Yfirkokkurinn á Barbacan Sol í búri sínu, en hann notar bara íslenskan saltfisk í gómsœta rétti. Margir íslendingar koma til hans í mat, en hann var í þœtti hjá Sigga Hall nýlega. Á páskadag var haldið upp á 120 ára afmceli tvíburanna Sigurðar G. Njálssonar, f.v. hval- veiðiskipstjóra og Sigurðar N. Njálssonar, veiðieftirlitsmanns. Ritstjórar Mosfellsblaðsins þeir Gylfi og Helgi ásamt Klöru og Siskó á Cosmos (Klöru- bar). Starfsliðið á Klörubar, f.v. Ama Baldursdóttir, Guðrún Vemharðsdóttir, Ólöf Magnúsdótt- ir og þá líklega Mateo, Elías og Femando, en tvo starfsmenn vantar á myndina. Lögreglan á Kanaríeyjum er kurteis og vinsamlegferðamanninum oghefur horfið af henni hið harða yfirbragð, sem fylgdi Franco-tímanum. Itlosfellsblaðið e

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.