Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 4
Þreyttar og skítugar eftir œfingu, f.v. Karitas, Kolla, Lára, Kata, Asa, Anna Rún, Anna Gréta, Halla, Amdís, Tmna, Heiða, Sigrún og Svandís. A myndina vantar Evu og Fjólu. FERSKUR OG FREISTANDI Reykjagarður hf. sími 566 6440 kjuklíngaálegg sem bragð er af... Frakk- lands- ferð! Þann 29. mars lögðum við 2. flokk- . ur kvenna í knattspymu UMFA, af stað frá Keflavíkurflugvelli í æfinga- ferð til smábæjarins Chartres, sem staðsettur er í suðurhluta Frakklands. Við vomm 17 manna hópur með farar- stjóra og þjálfara. Æfingasvæðið sem við höfðum var ágætt og æfingar vora 2. Til 3. Sinnum á dag. Við spiluðum 2 leiki við mjög góð skilyrði og fór fyrri leikurinn 3-0 fyrir okkur en sá seinni 3-0 fyrir hin- um. Veðrið var frábært allan tímann og notuðum við fnstundimar mikið í bæj- arferðir og þess háttar. I einni slfkri ferð fóm 8 stykki úr hópnum á Tattoo- stofu, þar sem 5 létu setja hring í nafl- ann á sér, en 3 létu slag standa og settu gat í tunguna. Eftir kvöldmat fengum við fijálsan tíma sem notaður var í að kíkja á menningarlífið í Chartres, sem var ekki til að hrópa húrra yfir. Maturinn þama var ekki að okkar smekk, en við þraukuðum. Þijár af okkur áttu afmæli meðan á ferðinni stóð og fengu þær veglegar afmælis- gjafir, t.d. gullfiska sem við urðum því miður að skilja eftir úti. Næst seinasta daginn fórum við til Pansar, þar sem við fómm í bátsferð og sáum m.a. Notre Dame kirkjuna o.fl. Síðan skoð- uðum við Eiffel tuminn, þó svo við hefðum ekki tíma til að fara upp í hann. Þegar líða tók á daginn löbbuðum við í gegn um götumarkað og framhjá minningarreit um Díönu prinsessu. Um kvöldið fórum við út að borða þar sem við fengum síðustu kvöldmáltíð- ina sem var frábær. - Þreyttar en ánægðar lögðum við af stað heim til íslands þann 5. apríl eftir vel heppnaða * ferð. Við viljum þakka öllum sem styrktu okkur og gerðu okkur kleyft að komast í þessa ferð. F.h. 2. flokks kvenna íknattspyrnu, Svandís, Eva og Asa. Lélegar undirtektir Ein af skoðanakönnunum í Reykjanesi fyrir síðustu Alþingis- kosningar sýndi að listi Framsókn- arflokksins hafði áberandi lítið fylgi í Mosfellsbæ miðað við ann- arsstaðar í kjördæminu, skv. frá- sögn útvarps. Það vekur athygli að 5. sæti list- ans skipaði stjórnarformaður Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Samkvæmt þessari könnun þurfa stjómmálaflokkar greinilega að vanda vel val fólks á lista sína. 0 Mogfcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.