Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 2
2 r ALEÝÐUBLAÐIG 9 jALÞÝÐUBLAÐIÐ j kemur út á hverjum virkum degi. < ■ ■ ----- =----------:---- | Afgreiðsla í Aifíýðuhúsinu við < Hyerfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin ki. | 91/3—10',/g árd. og kl. 8 — 9 síðd. Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sarna húsi, sömu símar). Einar Olgeirsson: ISousseau. Norður á Akureyri hqfa jrrír menn, peir Þorsteinn M. Jónsson, Heigi Björnsspn og Pórhallur Bjarnarson, ráðist í að gefa út safn ódýrra, skemtilegra fræðibóka við alþýðuhæfi, sem þeir nefr.a „Lýð- mentun". Skiftist safnið í að minsta kosti tvo flokka: „Heims- sjá vísindanna“ heitir annar. Ritar Ágúst Bjarnason prófessor þann flókk, og mun fyrsta bókin, „Him- ingeimurinn", nú vera í prent- un. Hjnn fiokkurinn nefnist >,Br5ulryðjendasögur“, og er fyrsta bókin, „Rousseau“, þegar út kornin, frumsamin af Einari kenn- ara Olgeirssyni á Akureyri. Eftir lestur þeirrar bókar munu flestir veröa ásáttir um, að komist næstu bækur „Lýðmeníu iar‘ í ná- munda við þessa, þá muni þessi bókaútgáfa verða tíl varanlegs gagns fyrir alþýðu manna og sala 1)ókísnr.a það ör, að útgefendur ltafi hag af og geti haldið áfram. (Jtgefendurnir báðu Einar ’.að senija bók þessa 4 mánuðunt áð- ur en átti að prenta hana. Ein- ar kendi við gagnfræðaskólann ú Akureyri, er að eins 23 ára að hldri og hafði margvísleg auka- störf, aukakenslu og störf fyrir Aiþýðuflokkinn og verkalýðsfé- lögin. Sárnt tókst hann á hendur að írumsemja bókina og lauk því verki meó fram úr skarandi elju á til seítum tíma, en heilsa hans bilaði þá svo, að hann varð að fara á Vífilsstaðáhæli og er jiar nú. Skrá yfir htelztu heimildarrit höíundarins er aftan við bókina og sýn'r, að ekki hefir hann látið sór nægja örfáar heimildirnar, auk sjálfra rita Rousseaus. En samning bókarinnar, stíllinn og niðurröðun efnisins er höfundar- ins eigið verk, og verður ekki anrað sagt en að jiað sé ljómandi gott. Efnið meitlað, stíliihn fjör- ugur og þróttmikill, en sjálfstæð- um anda höíundarins blásið inn -í efnið. Bókin hefst með inngangi, nokkrum orðum um aldarandann og þjóðfélagsástandið, er Rous- seau fæddist snemma á 18. öld, og sýnir jiýðingu hans fyrir heirn- inn, skýrir síðan frá æfi hans og sarntíð, gagnrýnir svo manrinn og skáldið og tekur loks fyrir kenn- ingar hans, brautryðjandans, um einstakling og þjóðfélag, sveitalíf og bæjar, fjölskyldulíf og ástir, uppeldi, trú og siðfræði. Hver var þá Rousseau? Spá- maður nýja timans, er hófst i lok 18. aldar, boðberi einstaklings- hýggjunnar og lýðræðisaldarinn- ar, byltingamaður þá á sína vísu með því að iýsa og vinna fyrir nýjuni mannheimi, gagngeröri þjóðfélagsbreytingu. Þó var hann, brauíryðjandinn,1 einungis barn síns tíma, sprottinn upp úr jarð- vegi þess þjóðfélags, sem var aó vaxa og þurfti- aö skera utan af sér þröngu fötin, og loks sem maður, „undarlegt sánibland af frosti og funa“, göllum og kost- um. Áhrifanna frá Rousseau gætir alls staðar í þjóðskipulagi nú- tímans. Höfundinum, Einari Olgeirssyni, tekst víða meistaralega að draga myndirnar af Rousseau, skýra sál hans og jiýðingu fyrir eftirtím- ann. En ástæðan til þess, hversu vel höfundinum tekst þetta, er óneitanlega sú, að öll bókin er samin á grundveili hinnar sögu- legu efnishyggju, og sú heil- steypta söguskýring meitlar efnið. Eina-r Olgeirsson er hreinn jafn- aðarmaður og óvenjuvel .að sér í þeim fræðum. Þótt hvergi korni jiað beinlínis fram í bókinni, myndi enginn nema jafnaðarmað- ur liafa getað skrifað æfisögu Rousseaus þannig. Væntanlega fær Einar bráðlega tækifæri til að skrifa .framhaldið, rita um fyrstu boðbera jafnaðar- stefnunnar, sem urðu brautryðj- cndur með því að sjá þjóðfé- lagsþróunina, vilja styðjá hana og umskapa þjóðfélag það, sem Rousseáu hafði boðað og komst á eftir hans daga. Islenzk alþýða gerði vel í því að kaupa bók þessa, lesa hana spjaldanna á milli og kaupa síðan æfisögur næstu brautryðjendanna í þjóðfélagsmálunum. Þýðingar góðra erlendra bóka geta gert mikið gagn, en þó aldrei það, sem frumsamdar bækur eftir góða rithöfundá og sniðnar við hæfi íslenzkrar alþýðu. Héðinn Valdimarsson. Drottinn hégomans. Fyrir mörgum öldum höfðu mennirnir veru eina á efsta tindi þjóðfélagsins, sem þeir kölluðu konung. Þá voru þeir ekki orðnir eins skynsamir og þeir eru nú. Einhvern tíma endur fyrir löngu virðist svo, sem konungurinn hafi í raun og veru verið svo dugleg- ur í orustum, að hann háfi átt það skilið að vera talinn æðsti maður rikisins, en svo hafi hann staðið kyrr í sömu sporum, þó að mennirnir tækju framförum. Eitt er víst, að þegar hér var komið sögunni, áleit íölkiö hann ekki lengur mesta mann ríkisins, lield- ur eins konar guð og það frem- ur hrörlegan guð, því að hann þoldi enga gagnrýningu og þurfti verndar við nreð sérstökum lög- um. #>að var ekki lagður á hann neinn nrannlegur mælikvaröi. Hann var gerður af alls konar lirjáli og var,*þtrúlega mikill um- fangs. Hann var eini maðurinn í ríkinu, sem ekkert rnátti vinna og ekki vera til nokkurs nýtur. Á þessum tímum voru fjöl- margir menn á jörðinni, sem höfðu þá hugsjón æðsta að lifa á annara manna vinnu. Þessir nienn máttU' sín mikils og gátu engum lotið öðrum en þeim, sem var fullkominn í því, er þeir töldu æðsta hnossið. Þess vegna varð kóngurinn svona, að hann mátti hvorki hræra legg né lið né heldur hugsa, nokkra hugsun. Ef hann klæjaði i fingurgómana, var honum fengin heil kippa af krossum til að fitla við. Eitthvað þurfti til að halda uppi kórón- tinni; annars heföi liann alls ekki þurft neitt höfuð. Örlögin höfðu eins og í glettni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.