Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 4
4 ALUÝÐUBLAÐID tign. Þjóðin vinnur. Hlustið þér á!“ Kóngurinn lagði við hiustirnar, og hann heyrði óslitinn hávaða, fótaíak, hamarshögg og hjóla- skrölt, og honum heyrðist á hljóð- inu, að ait væri að færast íjær sér og fjær. „Er ekkert af þessum hávaða af minum völdum?“ spvurði hann. „Snýst ekki eitt einasta hjól mín vegna ?“ Hirðsiðameistarinn hristi höfuð- ið. „Er ég þá alveg utanveltu? Er þá ekki að minsta kosti einhver, sem bölvar mér, þarna niðri?" Kóngurinn horfði óttasleginn á varir hirðmeistarans. „Pjóðin þorir ekki að bölva," svaraði hann. „Yðar hátign er heilagur." En kóngurinn nenti ekki lengur að látast. Hann geispaði svo hátt og lengi, að síðustu leifarnar af sál hans flugu út um ginið á honum út í heiminn til að reyna að ná hinni miklu mann- fylkingu. Líkaminn sat kyrr. Hann sat í mörg ár enn þá og sá hvorki né heyrði hjartslátt lífsins. Lofsöng- ur þriggja æðstu stéttanna var eina hljóðið, sem hann gat glöggvað sig á. Nú aftraði ekkert honum frá því lengur að sitja beinn. Hann sat þarna svo lengi, að hinn guðdómlegi bjarmi dauðans og nautheimskunnar færðist yfir hann. Hann sat svo lengi, að hann varð íbygginn á svip, og þarna gnæfði þessi drottinn hégómans í aftursýn tignarlegur, en alveg einmana. Einhvern tíma á síðast liðinni öld slógu hinir öftustu í mann- fylkingunni í hásætið, svo að það hrundi um koll; annars sæti hann Iíklega4þarna enn þá. Nú orðið getum við varla trúað því, að kóngurinn hafi nokkurn tima verið til og verið tignaður. Okkur finst, að þao muni alt sam- an vera tómur tilbúningur. Þróunin er svo hraðfara. ___________ (Þýtt.) Góðverk væri það, ef konungurinn viki filsorðunni (Elefantordenen) að Jóni Magnússyni forsæiisráðherra. Hann mun vanta hana í safnið. Eitthvert „gull", gæti kóngurinn sjálfsagt rétt Knúti um leið. AIíJýöwMjómleifeurmn á morgun Oftast, þegar hingað hafa kom- ið einhverjir menn, sem hafa Iát- ið til sín heyra á sviði hljómlist- arinnar, hafa blöðin — einkum þó þau borgaralegu — kepst við að hrósa þeim, og enginn þeirra, sem skrifað hafa, þózt eiga völ á nægilegum orðaforða til þess að lýsa snild þeirra og ágæti. Það er ekki ætlun mín að fara að niðra þeim, sem hér hafa komið áður, — ýmsir þeirra hafa verið mjög góðir á sínu sviði, surnir á- gætir —, en svo mikið leyfi ég mér að fullyrða, að ég hefi aldrei hér á landi hlustað á annað eins og það, sem þessi þýzka hljóm- sveit, sem nú heldur hljómleika hér undir stjórn Jóns Leifs, hefir að bjóða. Hér er sönn list á boð- sfólum, sem enginn má missa af. Margur verkamaðurinn mun ef til vill hugsa sem svo, að hann eigi ekki erindi á slíkan leik, hann hafi ekki vií á þessu, sem þeir spila, og þekki ekki lögin. Þetta kann að vera rétt að vissu leyti, en þó skyldi enginn láta það fæla sig frá að fara og hlusta á Ieik þeirra. Ekkert sýnir betur ur mátt samtakanna en vel sam- æfð, síór hljómsveií, sem stillir svo saman tugi hljóðfæra, að úr þeim kemur einn hljómur. ÖIl sveitjn hefir einn vilja: ad oera samtaka; einstaklingurinn hverf- ur i fjöldann; það er fjöldinn, samstilt, órjúfanleg heildareining jjöldans, sem líður fyrir eyru á- heyrendanna sem tónaflóð, ým- ist blítt og unaðslegt, hrærandi hverja og eina af hinum fínustu og viðkvæmustu taugum þeirra, eða sem ólgandi hafrót, svo að húsið nötrar undan hljóðbylgjun- um, vekjandi úr djúpi áheyrand- ans hulið afl, sem hann ef til vill vissi ekki sjálfur að í hon- um bjó. Ég vil því ráðleggja hverjum þeim verkamanni og hverri þeirri verkakonu, sem með nokkru móti sér sér fært að ná í aðgöngu- miða, að láta þetta einstæða tæki- færi ekki fara fram hjá sér. Sum ykkar fara kann ske við og við í „bíó“, enda munu það vera einu skemtanirnar ykkar margra hverra. En ég segi ykkur satt: Það er betra að spara sér eina „bíó“-ferð og hlusta heldur á þessa sveit, það er betra fyrir ykkur hvert um sig, og það er betra fyrir samtökin, fyrir stétt ykkar. Látið hljómleikinn á morgun verða sannan alþýðuhljómleik. Fyllið Iðnó af alþýðufólki! Að- göngumiðinn kostar kr. 1,50 og kr. 1,00. Ársœll Signrdsson. Nýung. Ipróttamót fýrir stúlkúr verður haldið á íþróttavellinum nýja, laugardaginn 19. júní. Kept verður í tveim aldursflokk- um þannig og í þessum íþróttum. A-flokkur 15—17Vs árs. 1. 60 metra hlaup. B-flokkur 18 ára og eldri. 80 metra hlaup. 2. Hástökk (af kistu), báðir flokk- ar. 3. Knattkast, betri hendi, (báðir flokkar, knötturinn 75 gröm.) 4. Kartöfluhlaup, fyrir báða flokka (reiturinn 25 metrar, þrjár kart- öflur út lagðar á 10, 14 og 18 metrum.) 5. Langstökk, báðir flokkar. 6. Hlaup með egg í skeið, báðir flokkar. Keppni þessi fer því að eins fram í öllum þessum greinum, að minst 4 keppendur verði í hverri. Þrjú verðlaun verða veitt í hverri grein. Þar að auki fær sú úr hvor- um flokki, sem flest stig vinnur á mótinu, aukaverðlaun (bikar). Einnig fær það félag heiðursverð- laun, sem flesta á sigurvegara' á mótinu. Þátttakendur gefi sig skriflega fram fyrir lok 14. þ. m. við Stein- dór Björnsson, leikfimiskennara, sem góðfúslega hefir lofað oss aðstoð sinni og gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Mótið er haldið með leyfi 1. S. í. Reykjavík, 11. júní 1926. Landsspítalasjódsnefndin. Um dagiran og veginn. Næturlæknir er i nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú, símí 181, og aðra nótt M. Júl. Magnús, Hvg. 30, simi 410. Austurvöllur var sleginn í gær, Hann var vel sprottinn. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 10 f. m. Jón biskup Helgason. Engin sið- degismessa. I fríkirkjunni kl. 2 séra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.