Alþýðublaðið - 30.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1926, Blaðsíða 3
30. júní 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 legra fyrir hverja sunnlenzka stúlku að sitja heima en ráða sig fyrir minna en 90 aura á tunn- |ina í kverkunarlaun, pví að sigl- firzkar konur með aðstoð karl- mannanna ætla ekki að láta pað liðast, að kverkað verði fyrir lægra gjald. Sigurjón A. Ólcifsson. Stefna ihaldsmanna. Eftir Jón Þorláksson, nú fjármálaráðherra ihaldsstjórn- arinnar. — Ihaldsmenn semja í öllum löndum stefnuskrár sínar þannig, að pær gangi sem bezt í augu al- mennings, jiví að á því veltur fylgið. Þess vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki járnbrautir, ekki hafnir, kærurn okkur ekki um alpýðuskóla o. s. frv.; ef peir segðu petta, fengju peir sem sé lítið fylgi. Þeir segja að eins sem svo: Við viljum fara sparlega með landsfé; við viljurn styðja gætilega fjármálastjórn; við vilj- um ekki hlegpa okkur í skuldir. Þeir vita pað ofur-vel, að ef þeir geta passað, að þjóðin komist ekki í landssjóðinn, þá fær pjóð- in hvorki alþýðuskóla, hafnir, járnbrautir eða annað slíkt, sem hún telur sig ])urfa, en peir, í- haldsmennirnir, halda að hún geti án verið. Það eru venjulega hinir efnaðri borgarar í hverju þjóðfé- lagi, sem fylla íhaldsflokkinn; þeir eru ánægðir með sinn hag og finna þess vegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóð- arinnar, og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Fram- fara- og umbóta-flokkana skipa aftur þeir efnalitlu, sem finna, að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til þess að bæta lífsskil- yrði alþýðunnar; sömu stefnu fylgja og þeir meðal efnaðri manna, sem einblína ekki á sína 'eigin pyngju, heldur hafa hag þjóðarinnar í heild fyrir augum. . . . Þetta er eyrnamark reglu- legs afturhaldsflokks, hverju nafni sem hann kýs að nefna sig, vantrú á landinu, að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því, og van- trú á þjóðinni, að hún sé fær um að nota sér þær lyftistengur á leiðinni til hagsældar og sjálf- stæðis, sem aflmestar hafa reynst annars staðar. — (Lögrétta, 10. tbl., 1908.) Við þessa stuttu, en greinagóðu lýsingu á stefnu íhaldsmanna má bæta dálitlum útdrætti úr „Yfir- lýsingu“ þeirra 20 þingmanna, er stofnuðu íhaldsflokkinn 24. febr. 1924, tii frekari sönnunar ofan rit- aðri lýsingu: „Fyrsta verkefni flokksins iát- um vér vera það, að beitast fyrir viðreisn á fjárhag landssjóðs. Vér viljum að því leyti, sem frekast er unt, ná þessu takmarki með því að fella burtu þau útgjöld lands- sjóðs, sem vér teljum ónauðsyn- leg, og niðurlagningu eða sam- anfærslu þeirra lands-stofnana og -fyrirtækja, sem vér teljuih að þjóðin geti án verið eða minkað við sig henni að skaðlausu. Vér búumst við, að ekki verði hjá því komist að auka að einhverju íeyti áiögur' á þjóðinni í bili til þess að ná nauðsynlegri réttingu á hag landssjóðs, en flokkurinn vill sér- staklega láta sér ant um að koma þessum málum sem fyrst í það horf, að unt verði að draga úr þeim álögum til opinberra þarfa, sem nú hnekkja sérstaklega at- vinnuvegum (þ. e. atvinnurekend- um, skýring Alþbl.) landsins. Vér teljum, að eftir því, sem fjárhag landssjóðs er nú komið, sé ekki unt að veita fé úr honum til nýrra framfarafyrirtækja að neinu ráði, meðan viðreisn fjár- hagsins stendur yfir.“ Stendur þetta ekki laglega heima við lýsingu J. Þ. hér á undan? Er ekki bersýnilegt „eyrnamark reglulegs afturhaldsflokks“ á þessari yfirlýsingu? „Stöndum saman, íhaldsmenn!“ segir „Morgíinblaðið“. Skyldu þeir verða margir með þessari þjóð, sem ríður á framförum og umbót- um, er vilji eiga samstöðu í flokkl með slíkri stefnu, sem lýst er í ofan rituðum köflum? Prestafélagið og vínbannsbanda- lagið. Prestafélagið samþykti þátttöku í stofnun vínbannsbandalagsins, sem Góðtemplarareglan gengst fyrir að frumkvæði Brynieifs Tobíassonar stórtemplars. Trúlofanasaga. Það voru einu sinni piltur og stúlka, sem í daglegu tali voru kölluð Gudda og Gerti. Þau trú- lofuðust 6 sinnum, og var hið kærsta á milli þeirra á þeim tím- um. Skiftust þau þá á ástahótum og gjöfum og voru bæði í sjö- unda himni. En sú var orsök þess, að þau trúlofuðust svona oft, að þau sviku hvort annað á víxl — „í takt“, alveg eftir nótum. ög þá var ekki að sökum að spyrjai Þá gtengu skammirnar og hnýfil- yrðin fjöllunum hærra. Sendust þau þá á ófögrum sendingum, — því að „bæði skærin voru góð“. Svo, þegar minst varði, voru þau aftur trúlofuð, og bar þá ekki á öðru en að samfarir þeirra væru hinar ástúðlegustu. Loks giftust þau og áttu börn og buru, og kann ég ekki þá sögu lengri. f Tiltölulega fáir þektu Gerta og Guddu, og voru þau varla meira en hreppskunn. En önnur þvílík „ástasaga“ er þjóðkunn, enda hefir hún verið sýnd á leiksviði frammi fyrir alþjóð. Nú stendur ein uppsagnarrimman sem hæst, og er varla að vænta nýrrar trú- iofunar fyrri en kemur fram undir haustið. Sigurður Eggefz bankastjóri hefir um langan tíma verið í kær- leikum miklum við íhaldsstjörn- ina, og hafa þau skifzt á trygða- pöntum. Sigurður hefir stutt hana ásamt félögum sínum, og undir liiðurþyt „Frelsishersins“ hafa þeir blandað blóði við Ihaldið, og einn „herforinginn" jafnvei gengið í liði þess inn á þing. Sjálfur varð Sigurður íslands- bankastjóri á þeim sama vetri. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn — svona í biji. Trúlofúninni er slitið, og rifrildið stendur sem hæst, rétt eins og þegar verst stóð í bælið þeirra Gerta og Guddu. Hitt ráða rnenn af líkindum og venju, að skamt muni nú þess að bíða, að saman dragi með þeim á ný og verði þá engu síður ástúð- legt en fyrr. En þó að þið, lesendur góðir! segið við þau núna: Blessuö verið þið ekki að rífast, — eins eins og þið voruð samrýnd, á meðan þið voruð í tilhugalífinu; svo verður varla langt að bíða,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.