Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ [alþýðublaðið j kemur út á hverjum virkum degi. } Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. J til kl. 7 síðd. ÍS'krifsfofa á sama stað opin kl. 91/2— lO’/a árd. og kl. 8—9 síðd. < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 i (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. j l’rentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). < .____ Átta stunda dagurinn. Rannsókn á áhrifum hans. í einu síöustu heftanna af mán- aðarriti alþjóðlegu vinnumála- skrifstofunr.ar, „Revue internatio- naie rdu Travail‘; (Aljijóðlegt vinnutímarit), er skýrt frá merki- legri rannsókn á því, hver áhrif hafi haft að lögleiða átta stundá vinnudag við iðnaðinn. Rannsókn- in er eftir Edgar Milhaud, þekt- an háskólakennara (við háskólann í Genf í Sviss). Höfundurinn sýnir með gögnum úr ýmsum áltum, hversu lög- leiðsla átta stunda dagsins hefir haft í för með sér framfarir í vinnuaðferöum og umbætur á vél- um og áhöldum. Hann bendir á það fyrst og fremst, að það sé því að eins unt að halda fram- leiðsiumagninu óskertu með veru- lega styttum vinnutíma, að vinnu- tíinaslyttingunni fylgi sumpart kappsamlegri vinna en áður og sumpart verklegar umbætur, og höfundurinn bætir við: „Það væri áreiðanlega misskiln- ingur á raunverulegu, fjárhags- íegu gildi og víðtæki vinnutíma- styttingarinnar og lögieiðslu átta stunda dagsins sér í lagi að búast við því, að ein saman aukningin á vinnuþreki verkafólksins geti al- veg unnið upp stytting vinnutím- ans.“ Að skoðun háskólakennarans liggur gildi slíkra umbóta fyrst og fremst í þeirri hvatningu, sem þær veita annars vegar verka- mönnum um að leggja sig betur fram og hins vegar atyinnurek- enduni til að brjóta nýjar braut- ir. Þær miða þannig á tvennan hátt að eflingu framieiðslunnar. Höfundurinn vísar og til þeirrar reynslu, sem menn hafa fengið í Tékkóslóvakíu, Bandaríkjunum, Sviss og öðrum fleiri iðnaðar- löndum, þar sem ráðstafanir hafa verið gerðar til breytinga á vinnu- aðferðunum og umbóta á véla- gögnum í því skyni að vinna upp vinnutímastyttinguna. Því verður ekki neitað, að í þeim atvinnu- greinum, þar sem forstöðumenn- irnir hafa skilið nauösyn slíkra ráðstafana, hafi meira að segja tekist að hækka framleiðslumegin atvinnufyrirtækjanna. Höfundur- inn styður þessa skoðun með út- diáttum úr skýrslum, gerðum t. d. af enskri eftirlitsnefnd, stjórn verksmiðjueftirlitsins prússneska og félagsmálastjórninni sænsku. (Eftir „Tímariti utanríkismálastjórn- arinnar dönsku“.) Frá ársþingi Sambands ísl. barna- kennara. Sjötta ársþing Sambands ís- lenzkra barnakennara kom sam- an í Reykjavík sunnudag 20. júní s. I. kl. 4 e. h. og stóð til 24. s. m. Sóttu það alls um 70 kenn- arar hvaðanæfa af fandinu. Bjarni Bjarnason skólastjóri, formaður Sambandsins, setti fund- inn með stuttri_ ræðu. Því næst var gengið í kirkju og hlýtt á messu hjá séra Friðriki Hallgríms- syni. 1. Stjórnarskýrsla. Á mánudag byrjuðu aðalstörf þingsins. Formaður gerði þá fyrst grein fyrir störfum stjórnarinnar á liðnu ári, og var þetta hið helzta: I. Kennarapingid í'Jielsingfors. Þar höfðu, að tilhlutun Samb,- stjórnarinnar, nrætt fyrir hönd ís- lenzkra kennara þeir Sig. Nor- dal prófessor og Ásgeir Ásgeirs- son alþm. II. Skrifleg próf. Stjórn sanr- bandsins var á síðasta ársþingi falið að hlutast til um það, að komið yrði á sameiginlegum, skriflegum prófum í öllum barna- skólum landsins. Leitaði hún fyrir sér um framkvæmdir í því rnáli til kenslumálastjórnar landsins, bæði bréflega og munnlega, en það varð alt árangurslaust. III. -íslanclskortid, sem kennara- félagið gefur út. Svo er komið, að það verður prentað í sumar og verður til sölu í haust. Próf- arkir voru til sýriis, og má af þeim sjá, að kortið verður stærra, fegurra og hentugra en önnur, sem gerð hafa verið. IV. Reilmingar félagsins voru þá lesnir upp og samþyktir. I sjóði voru nál. 900 kr. 2. Kristindómsfræðsla. Séra Friðrik Hallgrhnsson hóf umræður. Vildi hann hafa tvenns konar biblíusögur, aðrar við hæfi ungra barna, en hinar fyrir þrosk- aðri börn. Ásgeir Ásgeirsson taldi það eðlilegustu hlutverkaskift- ingu í kristindömsfræðslunni, að kennarar annist sögulegu hliðina, en prestar hina trúfræðilegu. Taldi hann og grundvöll að þess- ari skiftingu lagðan í fræðslulög- unum nýju. 3. Söngkensla i skólum. Málshefjandi var Aðalsteinn Eiríksson kennari. Vildi hann láta leggja miklu meiri rækt við söng- kenslu í barnaskólum en verið hefir og taldi ástandið við barna- skóla Reykjavíkur alveg óviðun- andi. Markmiðið væri að veita kunnáttu og þroska söngsmekk barnanna, svo að þau gætu tek- ið þátt í hinum almenna alþýðu- söng og skilið og notfært sér hið bezta í söng og hljómlist lista- manna. Gat hann þess, að von væri á handhægri söngkenslubók við barna hæfi. Nokkrar umræður urðu um málið. Þólti kennurununj gott til þess að vita, að von væri betri bökar og betri aðferðar én tíðkast hafa, því að árangurinn af margraddaða skólasöngnum virðist sá, að almenningur syng- ur ekkert. 4. Fræðslulögin nýju. Ásgeir Ásgeirsson alþm. hóf umræður. Rakti hann í aðaldrátt- um sögu fræðslulaganna, og mint- ist í því sambandi á hin fyrstu - fræðslulög, sem hin nýlátni fræðslumálastjóri, Jón Þórariirs- son, og faðir hans báru fram á alþingi 1887. Þau náðu ekki fram að ganga, sem kunnugt er. Síðan skýrði hann frá því, í hverju væri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.