Alþýðublaðið - 07.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.08.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Aipýðuflokknnm 1926. Laugardaginn 7. ágúst. 181. tölublað. Heillaóskaskeyti hefir forsætisráðherra Dana, Th. Stauning, sent Jóni Baldvinssyni, í tilefni af kosningasigri Alþýðu- flokksins. Grlend símskeytl. Khöfn, FB., ■ 6. ágúst. Fjárhagsmál Frakka Frá París er símað, að þingið hafi samþykt iögin um afborg- anasjóðinn. Lausaskuldir nema fjörutíu og níu milljörðum. Tekjulindir sjóðsins verða senni- iega ófullnægjandi. Fyrirhuguð aukning seðlafúlgu Frakklands- banka til kaupa á erlendum gjaldeyri orsakaði verðfall á frönkum í Lundúnum. Kolanámudeilan. Frá Lundúnum er símað, að verkamenn í tveimur námuhéruð- um hafi felt sáttaboð biskupanna. — Innflutt kol nema sex hund- ruð þúsundum smálesta. Vatnsflóð og drukknanir i Kina. Frá Hankow er símað, að flóð- garðar hafi bilað vegna feikna- vatnsflóða. f Yangtsekiangi'ljótinu drukknuðu þrjár þúsundir í flóð- um. Efygert Pálsson, alþingismaður, prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, andað- ist í Kaupmannahöfn í gær. Fór hann þangað í júnímánuði til að leita sér lækninga. Banameinið var krabbamein. Hann var fædd- ur 6. október 1864 á Meðalfelli í Kjós, vígður prestur að Breiða- bólstað 1889 og hefir verið prest- ur þar í 37 ár. Hingmaður Rang- æinga varð hann fyrst 1902 og jafnan síðan, nema næsta kjör- tímabil á undan því, sem nú er. Notið Gold Dust við uppþvotti búsáhÍSldum. Annar hljúmleikur Mönnu Granfelt. Hann var nú ágætlega sóttur, þó miður hafði verið í fyrra sinn- ið, enda hefði ungfrúin varla get- að sungið í óhentugra mund en þegar verið var að telja upp at- kvæðin. Söngurinn var ágætur, með- íerðin ágæt. Sérstaklega fór „kol- oratur“-söngurinn ágætlega. Eng- ar voru misjöfnur, alt jafngott. Það verður því eindregið að ráða Reykvíkingum til að fara og hlusta á ungfrúna. Hún hefir mestu rödd, sem hér hefir heyrst. Það kemur hingað hver söng- maður og hljómlistarmaður eftir annan, og svo að segja allir með óperur og svo nefnda „hærri mú- sík“. Því fá rnenn aldrei þjóðlög; þau eru fædd af hjarta þjóðanna, en ekki af heila listamanna. Eða er það eins og með næturgala keisarans af Kína, sem þótti skárri en lifancíi næturgalinn, af því hann gekk fyrir vél? Að minsta kosti vil ég skora á ungfr. Granfelt að hafa hér eitt finskt þjóðlagakvöld. br. Hanna Granfelt söng í gærkveldi viö góða aðsókn og af þeirri óvenju snild og kunnáttu, sern þegar er orðin al- kunn hinu íslenzka söngeyra. Á mánudagskvöld kl. 9 ætlar hún að syngja í fríkirkjunni með aðstoð Páls Isólfssonar, og verð- ur söngskráin hin glæsilegasta. — Má af útlendum lögum nefna „Ave Maria“ eftir Schubert, sem Hanna Granfelt syngur yndislega vel. Þá syngur hún einnig þrjú finsk kunn sálmalög og svo lög- in: „Vor guð er borg á bjargi traust“, „Faðir andanna" og „Ó, guð vors lands“. Einnig syngur hún „Vöggu- vísu“ eftlr Davíð Stefánsson, með nýju lagi eftir Pál ísólfsson. Verður hér óefað um frábæra söngnautn að ræða. R. Islandssuudlú. Sígurvegarinn verður sund- kóngur íslands. Nú á Islandssundið að fara frarn á morgun kl. 4 síðdegis, eftir að hafa legið niðri um nokkurt skeið. Sund þetta hefir átt miklum vinsældum að fagna meðal bæj- arbúa, enda hafa fræknustu sund- kappar landsins alt af þreytt það. Til mikils er líka að vinna, því að fyrir utan Islandsbikarinn og venjuleg verðlaun hlýtur sá, er sigrar, nafnbótina „sundltóngur lslands“. Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn hefir þessa nafn- bót nú og hefir haft hanalengstaf síðan sund þettahófst. Hlauthann landsfrægð, er hann vann sund- ið fyrsta sinni og hefir síðan ver- ið sunddýrðlingur þjóðarinnar. Nú um langt skeið hefir Erlingur haft erfitt og umfangsmikið starf með höndum, og því ekki haft tækifæri til pð sinna sundinu. Auk þess er hann nú af léttasta skeiði og eðlilega farinn að tapa sundhraða. Þó hefir heyrst, að hann sé nú meðal keppendanna og má það heita drengilega gert, því að ekki fer það dult, að margir fræknir og vel æfðir sund- rnenn eru nú vaxnir upp, er full- an hug nrunu liafa á því, að ná kóngstigninni. En Erlingur hefir sanna víkingslund og vill heldur falia á vígvelii en deyja á sóttar- sæng. Sundvinur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.