Alþýðublaðið - 09.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.08.1926, Blaðsíða 1
yðublaðið Gefið át af /Uþýduflokknnni 1926. Mánudaginn 9. ágúst. 182. tölublað. Slys i Vestmannaeyjura siðast liðinn laugardag. Nokkru fyrir hádegi síðast liðinn laugardag vildi til sorglegt siys í Vestmannaeyjum. Finnbogi Finns- son verkamaður var að hlaða kolsýrugeymí í íshúsinu par. Geym- irinn sprakk með ögurlegum hvelli, svo að til heyrðist langt upp i bæ, enda pótt ishúsið standi niðri við höfn. Þegar menn komu á vett- vang, lá Finnbogi par nær pví fatalaus, • — loftprýstingurinn hafði tætt fötin utan af honum. Samt hafði hann rænu, mátti samt varla mæla vegna sárs'aukans. Bað hann um eítthvað, er gæti linað pjáningarnar. Hann dó eftir nokkra tíma. Höfðu innyflin sprungið. Ástæða slyssins? Menn halda, að loftprýstingsmælirinn hafi ver- ið bilaður og Finnboga heitnum því ekki verið fært að sjá, hve mikill prýstingur var orðinn. Fá- tækur verkamaður, sem átti f yrir öðrum að sjá, er dáinn. Góður og óhræddur liðsmaður. Svo segja kunnugir, að hann hafi ver- ið einn peirra manna, er alt af mátti treysta. Hann barðist s. 1. vetur niðri við kolabing Gíslk J. Johnsens, er nefndur riddari af Dannebrog ætlaði með valdi að kúga niður kaup verkamanna í Vestmannaeyjum. ~r -------¦ — „En áhætta atvinnurek- enda er mest — miklu meiri en verkamannsins," segja vinir vorir atvinnurekendurnir. Sapicus. íslandssundið, 500 stikur, var þreytt í gær síðdegis út við Örfirisey. : Keppendur voru sjö á skrá, en tveir gengu úr sökum lasleika. 0rslit urðu $essi: Erlingur Páls- son varð fyrstur, 9 mín. 41,6 sek. Jóhann Þorláksson annar, 10 mín. 2 sek. Ingólfur Guðmundsson og Pétur Árnason alveg jafnir, 10 mín. 6 sek. Treysti dómnefnd sér ekki til að gera upp á milli peirra. Hljóta peir pví báðir priðju verðlaun. Þá var einnig kept um sund- prautarmerki í. S. 1. Er pað 1000 stikna sund. Fjórar stúlkur ætl- uðu að keppa, en Regína Magn- úsdóttir gekk úr. Var hún ekki vel frísk, en í slíkt sund leggur enginn nema fullhraustur sé. All- ar hinar prjár hlutu merkið. Anna Gunnarsdóttir varð fyrst, 25 mín. 12 sek. Sigríður Sigurbjarnard. næst, 28 mín. 51 sek. Ásta Péturs- clóttir príðja, 30. m. Til pess að hljóta merkið parf að ljúka'sund- inu á hálftíma. Einnig sýndu prír menn ýmsa sundleikni. Hvolfdu peir bát, færðu sig úr fötunum og björg- uðu hver öðrum. Að sundinu loknu hélt forseti í. S. I. snjalla ræðu og afhenti verðlaunin. Sagði hann frá til- drögum sundskálans, lýsti endur- bótum peim, er orðið hefðu á pessu sumri. Gat hann um gildi sundípróttarinnar fyrir uppeldi æskulýðsins og taldi mikla nauð- syn, að sund yrði gert að skyldu- námsgrein við alla» skóla landsins, par sem nokkur tök væru á að komia pví við. Sriéri harin par næst máli sínu til keppendanna og bað menn pakka peim afrekin með húrrahrópum., Beindi hann nokkrum vel völdum orðum til Erlings Páissonar sérstaklega og mintist sundafreka hans fyr qg síðar og harmaði pað, að hann skyldi ekki hafa getað gefið sig að sundi og sundkenslu eingöngu, pví að á pví sviði hefði hann sýnt svo mikla yfirburði, eins og hann hefði bezt. sýnt' nú í dag, par sem hann enh pá héldi sund- konungs-tigninni, prátt fyrir illa aðstöðu. Erieed simskeyti. Khöfn, FB., 7. ágúst. Verðgildi frankans eykst. Frá París er símað, að frank- inn fari hækkandi af ástæðum peim, er nú skal greina: kaup- um Frakklandsbanka á erlendum gjaldeyri, traustsyfirlýsingu, er pingið sampykti á stjórninni, og sökum pess, að Poincaré sjái nauðsyn á pví, að greiður að- gangur sé að peningamarkaðin- um og fyrir pví sé áform hans að krefjast pess af pinginu, að. pað sampykki pegar í stað skuldasamningana við Bandarik- in og England. Pilsudski gerður æðsti herstjóri í Pöllandi. Frá Varsjá er símað, að stjórn- in hafi stórum aukið valdsvið æðsta herstjórans og .jafnframt fengið Pilsudski pað embætti í hendur. Khöfn, FB., 8. ágúst. Sampykt á skuldasamningum Frakka frestað. Frá París er símað, að Poincaré hafi frestað að krefjast sampyktar pingsins á skuldasamningunum við England og Bandaríkin, par eð mótspyrna pingflokkanna gegn sampyktunum er fyrirsjáanleg. Mótraæltar Rússlandsfréttir. Frá Varsjá er símað, að upp- reisnarmenn, er menn ætla að Trotski stjórni, hafi tekið stjórn- arbyggingarnar í Leningrad. Upp- reisnarmenn hafa einnig tekið stjórnarbyggingarnar í Kronstadt. Ráðstjórnin á að hafa lýst báðar pessar borgir í umsátursástandi. Umboðsmadur rádstjórnarinnar. hér (í Kaupm.h.) mótmœlir fregn- inni. Guðspekifélagið. Fundur i kvöldNkl. 8íl/2 vegna heimsóknar dansks félagsbróður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.