Alþýðublaðið - 21.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1926, Blaðsíða 1
Gefið út aff Alpýöafflokknnni 1920. Laugardaginn 21.~ ágúst. 193. tölublað. Erleud sfinskeyfi. Khöfn, FB., 20, ágúst. Koladeilan enska. ¦/ Fundur námumanna og námu- eigenda árangurslaus. Frá Lundúnum er símað,' að fundur námumanna og námueig- enda í gær hafi orðið árangurs- laus. Námumenn kröfðust þess, að vinnukjör yrðu í aðalatriðum óbreytt. Járnbrautarslys af glæpsamleg- um völdum. Frá Berlín er símað, að hrað- lestin á milli Berlínar og Kölnar hafi hlaupfð af teinunum. Tuttugu biðu bana. Teinarnir voru eyði- lagðir af manna völdum. Glæpa- mennirnir e'ru ófundnir. Víðtækar umbætur i Rússlandi. Frá Moskva er símað, að stjórn- in hafi víðtækar umbætur í huga til pess að spara sem mest allan stjórnarkostnað. Stjórnin mun og ætla að gera tilraunir til þess að útvega fé til þess að styrkja iðn- aðinn í landinu. Jarðarfðr okkar hjartkœru móður, Ingibjargar Magnúsdóttur, fer fram frá heimili hennar Laugavegi £9, þriðjudaginn 24. ji. m. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Ólðf Benediktsdóttir. Magnea Kristjánsdóttir. Hanna Granfelt Konsert i Dómkirkjunni mánudaginn 23. ágúst kl. 9. —- Hr. dómkirkjuorganisti Sigfús Einarsson aðstoðar. Aðgöngumiðar (á 2 kr.) seldir í Hljóðfærahúsinu, Bókaverzlun ísafoldar, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, hjá K. Viðar í Lækjar- götu og við alþíngishúsdyrnar eftir kl. 7 & mánudagskvöldið. Fisksalan í GullbringusýslUé Um þessar mundir eru og hafa verið allflestir sjómannanna suð- ur með sjó, þ. e. í; Gullbringu- sýslu sunnan Hafnarfjarðar, að „leggja inn" fisk sinn, sem þeir hafa verkað og þurkað. Mestan Muta fiskjarins fá Flygenring- bræður í Ha-fnarfirði, Ágústssyn- ir, eri Geo. Copland hefir og feng- ið talsverðan fisk í Keflavík. Fisk þann, eí Flygenring-bræður fá, er nú óðum verið að flytja til Hafnarfjarðar á bifreiðum, og Copland mun éinnig vera búinn að láta flytja sinn hluta til sín. Pað, sem athugavert er við þessa fiskverzlun, frekar en við venjuleg verzlunarviðskifti, er það tvent, að fiskurinn er ekki seldur fyrir ákveðið verð, — svo er a. m. k. um mikinn hluta þess, er þeir Flygenring-bræður kaupa —, og að hann er greiddur eftir á, en eigi við móttöku. Raunar kváðu 85 kr. vera sagðar fáan- legar fyrir skippundið af úrvali fullþurkaðs saltfiskjar (nr. 1 og 2), en 55 kr. fyrir „labra". Hitt er þó reglan að þessu' sinni, að verðið skuli ákveðið eftir á, þeg- ' ar kauþmennirnir hafa selt fisk- Inn út úr landinu. Pó að bent sé á hættu þá fyrir sjómenriina, er liggur í þessari sölu, er með því alls engu óheið- arlegu verið að drótta að Flygen- ring-bræðrum. Hitt er jafnsatt engu að síður, að mikið eiga fiskimennirnir undir einu félagi, að lána því allar afurðir atvinnu sinnar, og dæmi eru til, að mönn- um hefir orðið hált á slíku. Hvar væru þeir staddir, ef slíkt félag yrði gjaldþrota? Og mjög er átt undir drengskap örfárra manna um ákvörðun fiskverðsins eftir á. Og þó að eitt fiskkaupafélag kunni að reyn'ast vel, þá getur annað, sem ekki er treystandi, synt í kjölfar þess og. gert sjó- mönnunum æfamikið tjón. Það er því að vonum, að fleiri og fleiri hugsandi menn þar syðra, sem sjá, að fiskverzlun þeirra er komjin í mesta öngþveiti, hafa sannfærst og eru að sann- færast um, að eina örugga ráðið til að kippa þessu vérzlunarólagi í lag er að koma á rlkiseinkasölu á saltfiski. Innlend tfiðindi. Seyðisfirði, FB., 20. ágúst. Vélbátur sekkur. Vélbáturinn „Bliki", eign Hall- dórs Jónssonar, sökk á þriðju- daginn á Héraðsflóa á leið til Bakkafjarðar með vörur. Leki hafði komið að bátnUm. Menn- irnir höfðu ekki við að dæla og björguðust á róðrarbáti til Una- óss nauðulega. Var brim miluð og sjógangur. Seyðisfirði, FB., 21. ágúst. Sildveiði er ágæt á Eskifirði og Reyðar- firði, en annars staðar reitingur vegna skorts á veiðitækjum. Flest- ir Austfirðir eru sagðir fullir af síld. I Tíðarf ar, Rigningasamt ' undan farið í fjörðum, en góðviðri á Héraði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.