Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 2
Sýnd veiði en ekki gefin LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON fy s ið yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna virtist öllum aðilum er að málinu komu vera áfram um að þessi til- færsla ætti sér stað. Ríikið sá sér þarna leik á borði því með því að losna við þennan málaflokk yfir til sveitarfélag- anna væri auðveldara að sýna fram á hallalausan ríkisbúskap, þó auðvitað væri því heitið að með þessu fylgdu tekju- stofnar. Sveitarfélögin og kennarar almennt voru einnig samþykkir yfirfærslunni en þó á mismunandi forsendum. Sveitarstjórn- armenn töldu að á þennan hátt gætu þeir betur nýtt það fjármagn sem þeir hefðu til umráða og líklegra að það nýttist á rétt- an hátt. Kennarar litu á þetta sem lið í kjarabaráttu sinni og töldu að þeim yrði meira ágengt í samskiptum sínum við sveitar- félögin en ríkið. Þannig virtust allir ánægðir.en margt bendir til að ánægjan sé eitthvað að dofna því auðvitað fylgir því erfiðleik- ar að stíga þetta skref. Þetta eru sveitarfélögin og kennarar að uppgötva þessa stundina, þrátt fyrir ótvíræða kosti. Með flutningnum var gerð mesta atlagan að jafnvægi byggða í landinu. Enginn annar gjörningur jafnast á við þetta skref, sem að sjálfsögðu var gerð í nafni hagræðingar. Þá blandast engum hugur um að þetta er driffjöður allra sameininga sveitarfélaga að undanförnu og það ferli er rétt að byrja. Smærri sveitarfélög standa þeim stærri einfaldlega ekki snúning í þeirri samkeppni sem orðin er milli sveitarfélaga um kennara og menntunarframboð. Ungt fólk með börn sem er að hefja búskap á engan annan val- kost en þann að setjast að þar sem gæði grunnskólans er metin einhvers staðar á topp lista einkunna sem birt er í blöðum um gæði skólastarfsins. Þegar fram Kða stundir verður þetta rothöggið á hinar dreifðu byggðir verði ekkert að gert. Ríkið hlýtur á einhverju stigi að koma hinni dreifðu byggð til hjálpar.enda hlýtur það þegar upp er staðið að vera skylda yfirvalda á hverjum tíma að tryggja jafn- an aðgang þegnanna að grunnskólamenntun, óháð búsetu. Þó samkeppni sé góð að vissu marki má hún ekki snúast upp í and- hverfu sína og hér hefur ríkið skyldur gagnvart einstaklingum þessa lands. Hér í Mosfellsbæ erum við á margan hátt vel settir eftir gífurlega tiltekt á sviði skólamála á síðasta kjörtímabili. Það hefur sýnt sig að þessi áhersla var rétt, en betur má ef duga skal, því nú stendur þessi málaflokkur Ijóslifandi á borðum stjórnenda bæjar- ins. Það er ekki lengur skylduverk að láta fé af hendi til þessa málaflokks heldur er þetta hluti af samkeppni sveitarfélaga á milli. Segja má að skólastjórnendur, kennarar.foreldrar og börn séu komin inn á gafl hjá bæjarstjórninni, þar sem krafist er að bæjar- félagið geri eins vel og það getur. Atburðir síðustu mánaða víðs vegar á landinu bera þó þess merkis að margt getur farið úr- skeiðis.Vonandi tekst bæjaryfirvöldum, skólastjórnendum, kennurum og foreldrum hér í Mosfellsbæ að sneiða frá þeim keldum sem augljóslega verða á vegi þeirra næstu árin. ílí í|!jjjdíjjjjí. ,bJjjJi5jjjJíJ Þann 5. júní s.l. var efnt til ráðstefnu um frístundir eldri borgara í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Jónas Sig- urðsson forseti bæjarstjórnar setti ráðstefnuna og kynnti tilgang hennar, sem var að veita eldra fólki í bæjarfélag- inu betri aðgang að okkar íþróttamannvirkjum, sem þetta fólk hefur átt stóran þátt í að skapa. Erindi voru fiutt og kynning á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir „fólk á besta aldri í Mosfellsbæ", en þar komu fram Rauðakrossdeild Kjalarnesþings, Leikfélag Mosfellssveitar, Golfklúbbur- inn Kjölur, Hestamannafélagið Hörður, Vorboðinn, kór aldraðra og almenn kynning á íþrótta- og tómstundastarfi sem fram fer á vegum Mosfellsbæjar og starfi „Frístunda- hópsins". ÍJ^JJJ' NÝTT BLAÐ, Utgefíð af Samtökum óháðra í Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðárm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjánsson, s. 89-20042, fax 566 6815 iþróttir: Pétur Berg Matthiasson Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 5. tbl. 1999 - 2. árgangur £) Mosfellsblaðlo

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.