Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 5
J I I íl jj1 jbl^íjj1 yjjjjjíi jíjjijiijj Guðvarður Hákonarson stofnaði verkstæði sitt 1974 að Grund í Mosfellsdal og flutti fyrir sex árum að Flugumýri 16c, í 180 ferm. verkstæðisrými og nálægt annað eins uppi.Verkstæðið var þá nefnt Bílaverkstæði Guðvarðar og Kjartans. Hann vinnur á verkstæðinu ásamt þremur sonum sínum, er mikið að gera og bjart framundan. GÁMES-kerfið verðlaunað F.v. Kjartan, Ingólfur og Guðvarður, á mynd- ina vantar Hákon. Fyrir ofan þá er Ford Econoline árg. 1997, sem þeir breyttu ífjór- hjóladrifsbíl, settu undir hann framdrif Bíll- inn er eign Agústar Ormssonar í Nýju Bíla- smiðjunni. Jóhann Gunnarsson í Framköllun hefur fengið nýja framköllunarvél, sem er mun hraðvirkari, tekur ABS filmur, gefur hvíta ramma ef vill, stækkar verulega, eða 20 x 30 og gerir yfirlitsmyndir af filmu ef óskað er. Þarna er á ferð fljót og vönduð af- greiðsla. Lóðir farnar Loksins hafa tvær lóðir gengið út á hinu skemmtilega iðnaðarsvæði við Meltún. Er það Völuteigur 2, þar sem reist verður kjúklingavinnsla frá Móum á Kjalarnesi og nr. 4, þar sem Ármannsfell reisir brauðverksmiðju fyrir Nýbrauð. Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi ásamt Snorra Jóhannessyni, verslunar- stjóra í Nóatúni. Arni afhendir Snorra viðurkenningu fyrir GÁMES-kerfið. Kerfið tryggir gæðl vörunnar til neyt- enda, sem fellst m.a. í því að er varan kemur frá birgja til verslunarinnar er hitastig vörunnar mælt og ef það kem- ur fyrir að hitastigið sé ekki rétt þá er varan send til baka. Við þessa athöfn notaðl Mosfells- blaðlð tækifærið og spurðl Júlíus í Nóatúni um ÁTVR. Júlíus sagðl að það væri löngu tíma- bært að fá áfengisverslun í bæinn og bæjarbúum til mikilla hagsbóta og nú þyrfti ekki lengur að sækja neitt í höf- uðborgina. Vonandi laðar þetta að og örvar viðskiptin í bænum. Laugardaginn 12. júní s.l. voru gef- in saman í Háteigskirkju af séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur Erna Margrét Arnarsdóttir og Ólafur Gylfa- son. - Erna er frá Akureyri en Ólafur úr Mosfellsbæ. Heimili þeirra er að Háaleitisbraut 117 í Reykjavík. CELETTE Fulllcomnustu grindarréttinga- og mœlilæki som völ er ó hér ó landi Hættur 8ár Þann 1. júní s.l. hætti Ásgeir Ei- ríksson störfum hjá Mosfellsbæ. Hann hóf störf sem bæjarritari 8. nóv. 1991 þar til 1996 við stjórn- sýslubreytingar í Mosfellsbæ að hann tók við starfi forstöðumanns Fræðslu- og menningarsviðs. - I viðtali við blaðið sagði Ásgeir að hann væri búinn að starfa að mál- efnum bæjarfélagsins í 8 ár og tími væri kominn að skipta um starf. Verkefnin að undanförnu hefðu verið stór, vel hefði gengið yfir- færsla grunnskólans frá rfkinu, virk skólaskrifstofa væri komin á og gengi vel, svo hann væri ánægður þegar litið væri yfir far- inn veg, en með nýtt starf skýrðist þegar liði á sumarið. Eiginkona hans, Kristrún Dav- íðsdóttir lenti í alvarlegu slysi í skíðalyftu 28. febr. s.l., hrygg- brotnaði og hlaut mænuskaða og lömun. Hún er á miklum batavegi og getur nú gengið óstudd og jafn- vel unnið svolítið í garðinum, en þau hjón eru með verðlaunagarð frá 1997. Hún mun geta farið til vinnu á næstu mánuðum, en óljóst er með fullan bata. Mosfellsblaðið sendir þeim hjónum árnaðaróskir. RÉHINGAR BfLAMÁLUN 4 Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is 25ára Mosfcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.