Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 7
í flótta á flmmta ár Skólagaröarnir norðan Gagnfrœðaskólans. Fjólskylda að setja niður 20. júnf, eftir að gefist var upp á Skarhólamýri. Mosfellsbær var um árabil með kart- öflugarða fyrir bæjarbúa í hæðinni sunnan við Gagnfræðaskólann. 1995 voru garðarnir fluttir á Vestursvæðið við núverandi Baugshlíð, meðan verið væri að undirbúa garðstæði í Skarhóla- mýrir við Lágafell, samkvæmt aðal- skipulagi. Garðarnir voru í tvö sumur á Vestursvæðinu við ólánlegar aðstæð- ur, en síðan fluttir að Skarhólamýri og eru þar nú þriðja sumarið. Þar hafa sumir leigjendur búið við það að setja niður í blauta leirdrullu og hafa nokkrir gefist upp. Garðyrkju- stjóri hefur verið fólki vinsamlegur og beint því í ónotað svæði í skólagörðun- um, þar sem er landhalli, þurrt og gott. Þessi færsla garðanna er illa undir- búin og garðyrkjustjóri sveltur í fjár- magni til undirbúnings. Þessi útivistar- aðstaða gerir kröfu til þess að land sé vel framræst, vegir og aðkoma sé sæm- andi, sett upp skýli með borði og bekkjum og skilyrðislaust hreinlætis- aðstaða þegar sett er niður og tekið upp að hausti. Merking vegna bannaðrar umferðar hunda og þetta sé í anda sið- aðs bæjarfélags. Ekki þarf mikla pen- inga til að koma þessu í lag og að rækta kartöflur er íþrótt út af fyrir sig. Fyrst fiskvinnsla, svo kvóti síðan höfli Fiskvinnslan Snakkfiskur h/f var stofnuð í Kópavogi fyrir fjórum árum, en flutti að Þverholti 8, í hús A.Óskars- sonar h/f í apríl s.l. Húsnæðið er um 340 ferm. I viðtali við Halldór Berg kom fram að fyrirtækið hefur þróað svonefndan snakkfisk, sem þurrkaður er í sérstökum ofni á staðnum og er þessi framleiðsla afar bragðgóð, í þetta er notuð ýsa og stein- bítur. Einnig fram- leiða þeir fiskborg- ara og eru að þróa ýmsar tegundir af fiskréttum. - Asmt fyrirtækinu M.S. vinna þeir á staðnum þorsk og ýsu í frystingu og flytja út til Bret- lands. Það eru nýjar fréttir að fiskvinnsla sé komin á fót í Mosfellsbæ, en hvers vegna ekki? Mosfellsbær er mjög mið- svæðis og því mætti ekki kaupa hingað kvóta og huga betur að hafnarstæði sem við höfum á aðalskipulagi og hafa fyrirvara á hæð undir Sundabrú. F.v. Júlíus Rafii Júlíusson og HalldórBerg Jónsson ívinnusalfyrir- tœkisins með fiskborgara ívinnslu. Þeir eru báðirfrá Vestmanna- eyjum,en búa í Reykjavík og Hafharfirði. Enskunámskeið í haust verður haldið enskunámskeið fyrir fullorðna í Mosfellsbæ. Námskeiðið verður bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Áhersla verður lögð á talmál í léttu og skemmtilegu umhverfi. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hafið samband við Sue Ólafsson í síma: 5666 956 eftir kl. 15 £73 Qica Þverholti 2 Sími 566 6090 'Mosfellsbœ U U cu Æ W Hársnyrting við allra hæfi Verið velkomin Arleg vorhátíð Foreldrafélags leik- skólans í Reykjakoti var haldin 5. júní s.l., en félagið bauð börnum og fjöl- skyldum þeirra í frítt grill og meðlæti, síðan var öllum bömunum um 125 tals- ins gefinn bolur. Formaður Foreldrafé- lagsins er Jóna Dís Bragadóttir. Samkeppni um hönnun skóla- byggingar á Vestursvæðinu Bæjarstjórn hefur samþykkt að ganga til samninga við arkitektastof- una „Úti og inni sf arkitektar" og með- höfunda þeirra um endanlega hönnun ágrunnskólaá Vestursvæðinu. Hönn- unin er byggð á tiilögu þeirra í sam- keppni sem valin var af dómnefnd sem besta tillagan. Mosfcllsblaðið ^

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.