Alþýðublaðið - 14.09.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
I.JUAAAAJ
kemur út & hverjUm vifkurti dégi.
Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við
Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd.
. til kl. 7 siðd.
Skrifstofa á sama stað opin kl.
91/2-IOV2 árd. og kl. 8-9 siðd.
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294
(skrifstofan).
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver mm. eindálka.
Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan
(í sama húsi, sömu simar).
Skrúður.
Enginn, sem ferðast um Vest-
firði, og unun hefir af fögrum
gróðri, ætti að láta hjá líða að
skoða skrúðgarðinn Skrúð, ef
hann getur með nokkru móti
komið því við. Skrúður er trjá-
og blóm-garður við Núp, par sem
Núpsskólinn ter, unglingáskóli
Vestfirðinga, og er hvorttveggja
verk séra Sigtryggs Guðlaugsson-
ar, prestsins á Núpi, sem nú er
kominn á efri ár, bæði skólinn og
skrúðgarðurinn.
Skrúður ber nafn *með rentu og
er lifandi vottur þess, hv.e manns-
höndin getur prýtt og ummyndað
umhverfið, þegar rækt er við'það
lögð. I trjágarðinum er gosbrunn-
ur, sem eykur á prýðina og gróð-
urinn fær vökvun frá. Er svo frá
gengið, að vatnsbunurnar eru með
ýmsu mó'ti til tilbreytingar. Ný-
lega hefir verið rejst vermihús í
garðinum fyrir inniblóm, og hafa
pau dafnað þar fljótt og vel í
sumar.
Séra Sigtryggur á skilið að fá
þjóðarviðurkenningu fyrir starf
sitt. Skólinn hans og skrúðgarð-
urinn hafa mörgum orðið til
gagns og gleði. Það æt'ti alpingi
að kunna að meta og veita rif-
legan styrk til skólans og einnig
til eflingar skrúðgarðinum fagra.
Fisk! Færeyinfla við Grænland.
10 færeysk skip eru nú komin
heim frá Grænlandi, öll drekk-
hlaðin feitum reginporski. Öll
veiddu skip þessi í salt, og flest
þeirra höfðu, eftir að lestin var
orðin full, saltað mikið á þil-
farið. Flyðru og úrgangsfiski öll-
um urðu þau að fleygja í sjóinn.
Gleði mikil ,er á Færeyjum yfir
þessum nýju miðum við Græn-
land, er Færeyingar segja miklu
uppgripameiri en nokkurn tíma
vetrarmiðin við Suður-ísland.
Ástand útgerðarinnar á Færeyj-
um var orðið ærið „svart", áður
en Færeyingar tóku upp á Græn-
landsveiðumaðdæmi Norðmanna,
er vorvertíðinni við ísland var
lokið, en nú virðast veiðarnar við
Grænland vera að koma fótum
undir þá aftur.
Pað eykur á beiskju Færey-
inga til Dana, að Danir skuli
halda höfnum Vestur-Grænlands
lokuðum fyrir þeim.
Rúmlega 20 færeysk skip ætl-
uðu að stunda veiðar við Græn-
land í sumar, en sum urðu að
setjast aftur vegna féleysis.
X.
Hl|ómleikai*.
Hermaim Dienr.
Hermann Diener fór heimleiðis
með „Lyru" á fimtudaginn. Á
miðvikudagskvöldið hélt hann
kveðjuhljómleika í dómkirkjunni,
og voru þeir mun betur sóttir
heldur en hinir fyrri hljómleikar,
og hlýddu áheyrendur með mikilli
"andagt og athygli á hinn ágæta
listamann. Viðfangsefnin voru öll
flóknar fiðlusmíðar, margraddað-
ar án undirleiks, — eftir Reger,
Raasted (danska organleikarann,
sem hér var um daginn), Tartini
og Bach. Eru slík verk sem þessi
erfiðust viðfangs allra fiðlutón-
smíða, og ráða ekki við þáu aðrir
en afburðasnillingar. En eins og
áður hefir verið sagt, þá virðast
engir „tekniskir" erfiðjeikar vera
til fyrir Diener; — maður verður
þess aldrei var, að hann taki sér
neitt nærri að komast yfir torfær-
urnar; allur leikur hans er svo
sléttur og feldur — og meistara-
legur á alla lund.
, Pað var hátíðleg „stemning" í
kirkjunni. Menn lögðu við hlust-
irnar og stóðu á öndinni, og svip-
ur margra áheyrenda var svo, sem
væru peir í öðrum heimi. —
Sigfús Einarsson dómkirkju-org-
anisti lék prjú „forspil" á orgelið
— til tilbreytingar —, smekklega
og prýðilega, sem honum er eig-
inlegt.
Diener lét mjög ótvírætt í Ijósi
gleði yfir því að hafa haft tæki-
færi til þess að kynnast reyk-
víkskum hljómlistaráheyröndum
og leika fyrir þá. Dáðist hann að
þVí, hve óspíltur smekkur manna
væri hér, og með hve mikilli at-
hygli áheyrendur hlýddu á tón-
smíðar hinna gömlu meistara. -^
Er ekki ósennilegt, að hann komi
hingað aftur, og eflaust myjridi
honum þá verða vel fagnað. —
En í sumar hefir verið svo mikið
um hljómleika hér og fólk eytt
miklu fé til þess að hlýða á hina
erlendu gesti, — en Diener var
svo óheppinn að verða síðastur,
— að ekki er nema eðlilegt, þó>
að menn séu farnir að horfa í
aurána; — því að víða mun nú
vera af litlu að taka. — En leitt
er að hafa ekkert í handraðanum,
þegar okkar eigin listamenn fará
að kveða sér hljóðs. —
T. Á.
Ufiæi dafflsaii o$f vegiim*
Næturlæknir
er í nótt Konráð R. Konráðsson,
Þingholtsstræti 21, sími 575.
Veðrið.
Hiti 6—3 stig (par sem til hefir
frézt). Átt austlæg á Suðurlandi,
annars staðar ýmisleg, hæg. Loft-
vægislægð fyrir suðvestan land. Út^
lit: Dálítið regn á Suðvesturlandi
og Vestfjö'rðum. Hægviðri og þurt
á Norður- og Austur-landi. Suð-
austanátt á Suðvesturlandi og hvess-
ir' í nótt.
Jón Hj. Sigurðsson héraðslæknir
er nýlega farinn utan til Nor-
egs. Friðrik Björnsson læknir gegn-
ir læknisstörfum fyrir hann, á með-
an hann er í förinni. J
Svo niikil
aðsókn var í gær að skyndisölu
Haralds Ámasonar, að loka varð
.við og við.
í síldveiðaför
fór togarinn „Skallagrímur" i
nótt norður á Húnaflóa. Þar hef-
ir verið fult af síld nú síðustu
daga, og eru sagðar paðan fréttir
af uppgripaafla. Síldarverðið er.
hátt sökum þess, hve lítið hefir
veiðst í sumar fram undir petta.
Þetta er fyista síldveiðaför „Skalla-
gríms" á þessu sumri.
Til fermingarbarna.
Þau böm í frílfirkjusöfnuðinunii
sém fermast eiga i haust, eru beð-
in að koma í fríkirkjuna kl. 5
á morgun (miðvikudag) til viðtals
við séra Árna Sigurðsson. Einnig
eru börnin í dómkirk]usöfnuðinum,
sem fermast eiga, í haust, beðál