Alþýðublaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 1
Gelið út aí Alþýðnílokkimm. 1920 Mánudaginn 1. marz 47. tölubl. & — 1918, frá 1. okt. 1920 að telja, g;atls ænsk a <>KT pappírseyðsla. Margir álíta, að lögfræðingar 3éu færari en aðiir um það, að búa tii lög. En vitanlega byggist sú skoðun á hjátrú þeirri eða of- trú, sem almenningur hefir á lög- fræðingunum, en ekki á staðreynd- úm, því það eru gáfur, þekking á bvað reynst hefir vel erlendis, og þekking á staðháttum og kringum- stæðum þjóðarinnar, sem skapa •góðan löggjafa, en lögfræðingar hafa ekki þessa kosti til að bera fram yfir aðra menn. Því þegar svo hittist á, að lögfræðingur er góður löggjafi, þá er það einmitt af því, að hann hefir þá kosti sem hér voru nefndir. En þó þessu sé nú svona varið, þá virðist þó mega ætla, að lög- fræðingum, sem altaf eru að glíma við lagastafi og lagagreinar, væri vorkunarlaust að ganga svo frá ^ögum, sem þeir semja — og ekki sízt þegar það nú eru stutt lög — úð ekki ‘ sé með réttu hægt að íetta fingur út í þau, hvað Jorm- inu viðvíkur. Það heyrist stundum talað um hvað bœndurnir í þinginu séu tniklir klaufar hvað viðvíkur form- inu á lagasmíð þeirra, og það er sennilegt, að það satt muni vera úm þá suma hverja. En að það ei’U fleiri en bændurnir, sem eru klaufar, meira að segja lögfræð- ingarnir sjálfir, má sjá á þiugs- hlyktunartillögunni um afnám húsa- ^eigulaganna, og var þó einn af , flutningsmönnunum hinn mikils- . óaetni lögfræðingur Sveinn Björns- son, sem er fyrsti þingmaður heykvíkinga. Þegar tillagan birtist hyrst (þingskjal 102) hljóðaði hún þanrfig: «Alþingi ályktar að skora á ^rrdsstjórnina, að nema úr gildi um húsaleigu í Reykjavik nr. 12. sept. 1917, og viðaukalög við nefnd lög nr. 21, 14. okt. að undantekinni 1. gr. o§ 4. gr., 2. og 3. málsgrein, og 6. grein laga nr. 24, 12. sept. 1917“. Ekki er kunnugt hvort Sveinn Björnsson sá það sjálfur, eða hvort honum var bent á það af öðrum, hve ruglingslega þetta var orðað, en nokkuð var það, að hann kom með breytingartillögur tvær (prent- aðar á þingskjali 125) sem hijóða þannig: „1. Á eftir orðunum ,nema ur gildi" komi: frá 1. okt. 1920 að teija, að fengnum tillögum bæjar- stjórnar. 2. Orðin Bfrá 1. okt. 1920 að telja, næst á eftir „14. okt. 1918“, falli buit“. Með tillögum þessum er þings- ályktunartillagau endurbætt lítils- háttar með því að flytja orðin „frá 1. okt 1920 að telja", þang- að sem hægt var að skilja, við hvað var átt með þeim. Jafnframt hefir Sveini Björnssyni, þeim mikla lögfræðingi, komið til hugar að það mundi ekki óviðeigandi, að álits bæjarstjórnar væri leitað, og er ekki ósennilegt að hann hafi munað eftir orðum Sjálfstjórnar- bróður síns, Jóns Þorlákssonar, sem eitt sinn í fyrra á bæjar- j stjórnarfundi fór hörðum orðum um þá þingmenn, sem flyttu frum- vörp þvert ofan í yfirlýstan vilja bæjarstjórnar, og það þó þeir væru sjálfir bæjarfulltrúar, en þar átti Jón Þoriáksson við hina fiyrri þingsetu Sveins. Nú mætti ætla að sú þings- ályktunartillaga væri ekki óbrúk- leg að „forminu" til, sem borin var fram af fjórum þingmönnum, alt „lærðum“ mönnum, og meðal þeirra tveir lögfræðingar, auk hins að eigin sannfæringu óskeikula rökfræðings, þingmanns Dalamanna. Og allra sízt skyldi maður ætla að „formið" væri ekki í lagi, þeg- ar hinn mikli lögfræðingur Sveinn Björnsson var búinn að endur- bæta sitt fyrra verk með breyt- ingartillögunum á þingskjali 125. íslenzka smjörlíkið kostar ekki nema 3 kr. 50 aura kg. í útsölu Alþýðubrauðgerðarinnar á Yestur- götu 29. Og þó var till. óbrúkleg. Einn húsaleigunefndarmaðurinn fór að athuga hvernig það liti út að form- inu til, sem eftir yrði af húsa- leigulögunum, ef numið yrði úr lögum það, sem þingsályktunar- tillagan fór fram á, ásamt endur- bót Sveins Björnssonar, að svo miklu leyti sem hægt var að skilja hvað þingsál.till. fór fram á. Og- niðurstaðan, sem hann komst að, var þannig, að hann áleit skyldu sína að benda þeim mikla lög- fræðingi Sveini Björnssyni og fé- lögum hans á það, að þeir væru blátt áfram að verða sér til skamm- ar. Og það hreif. Þeir fjórir sömu þingmenn, sem komu með þings- ályktunartillöguna, komu nú með svo hljóðandi breytingartillögu við sína eigin fgrri tillögu (þingskjal 135): „Tillagan orðist svo: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að nema úr gildi frá 1. okt. 1920 að telja og að fengnum tillögum bæjarstjórnar í Reykja- vík, 2. og 3. gr. laga nr. 24, 12. sept. 1917, um húsaleigu í Reykja- vik, ásamt viðaukalögum nr. 45, 28. nóv. 1919“. Þar með var bæði hin uppruna- lega tillaga og br.tillaga Sveins Björnssonar úr sögunni, en landið þurfti að kosta prentun á þrem þingskjölum i staðinn fyrir á einu, af því tveir lögfræðingar voru í vandræðum með formsatriði stuttr- ar tillögu, og það þó rökfræðing- urinn, þingmaður Dalamanna, væri í ráðum með þeim. Og það er engin vörn í málinu, að Jakob Möller var aðalflutningsmaður til- iögunnar; þeir áttu að geta haffc hana rétta, þó hann hafi ef til vill tekið þátt í að semja hana. * o.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.