Alþýðublaðið - 30.09.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.09.1926, Blaðsíða 5
ALÞiÝÐUBLAÐIÐ 5 Yegggffóöiii* IComið og lftið á nýjn gerð« irnar, sem komu með Lag~ arfossi síðast. — Úrvalið hefir aldiei fyrr verið jafn-fjöibreytt. Verðið er lágt. — Panelpappi, Maskínupappi, Strigi. Málsiing: Zinkhvíta, blýhvita, fernisolía, jap- anlakk, terpentina, purkefni o. fl. Löguð málning, búin til dagiega, að eins bezta efni notað. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Sínií 830. Sími 830. Gengiö frá Klapparstíg. Herluf Clausen, Sími 39. Hafnfirðingar! Nýjar birgðir af Veggfóðri, pvi fallegasta, sem komið hefur á áslenzkan markað, einnig vaska- og leður-veggfóður. fiunnlauour Stefánsson, Hafnarfirði. Til sölu: Litið íbúðarhús ásamt grasbletti utan við bæinn. Húsið laust til íbúðar 1. okt. Uppl. gefur Jónas H. Jónsson. Einar skáiaglam: Húsið við Norðurá. Hún gekk að dyrunum og leit ú mig um slurxl. Svo hallaðist hún upp að dyrastafnum. „Það ert pú? Þú ert lifandi!“ stundi hún. „Já; pað er.ég; ég er lifandi," anzaði ég. „Þú ert lifandi!“ márgtautaði hún með veikri röddu. Það var með Margaret eins og Sally göntlu; ég fann, að það var ótti, en ekki gleði, sem greip hana, þegar hún sá mig. „Já, ég lifi,“ endurtók ég og breiddi á móii henni faðminn. „Nei, nei, altirei! ‘ æpti hún og bandaði mér frá sér,. Ég var sem steini lostinn. H\'að var peíta ? AJlt í einú rykti Margaret sér upp; það var cins og komin væri harka í svipinn. „Kom þú með!“ sagði hún og gekk á undan mér mn í svefnherbergi. Á gólíinu miðju stóð barnsvagga, og hún kraup niður vio hana og grúfði sig ofan í sængina. líg ieit á barnið; pað var auðséð, að pað vár deyjandi. „Hver á petta barn, Margaret?" spurði ég. „Það er mitt barn,“ svaraði hún með þuhg-. um ekka. Ég get hvorki lýst tilfinningum mínum né geri það, en mér fanst eins og kipt væri föí- unum undan sjálfum mér og öllu mínu iífi. „Hver er maðurinn pinn?" spurði ég tití- andi. „Ég er ógift!" svaraði hún án pess að líta upp. Ég varð alveg orðlaus um skeið. Svo spurði ég: „Hver er faðir þess?“ „Hann heitir Smith og er majór i hernum," svaraði hún lágum rómi. „Hver er pað? Ég kannast ekki við hann?“ stamaði ég. „Kannast pú ekki við hann? Er petta ekki vinur þinn ?“ spurði hún hissa og leit á mig. „Ég hefi ekki heyrt hans getið fyrr, það ég veit,“t svaraði ég. Hún sagði mér nú nokkur deili á honum, og mundi ég pá eftir að hafa heyrt hans getið, reyndar ekki nema að illu einu, að varmensku, drykkjuskap og kvennamensku, og því, að liðsdeild hans hafði verið undir sama yfirforingja og mín. Margaret var nú staðin upp, og ég leiddi hana til sætis og settist sjálfur andspænis henni. „Segðu mér nú, hvernig petta alt hefir atvikast, og hvernig pví víkur við,“ sagði ég. Svo sagði hún mér grátandi alla söguna. Þegar haldið var á aðalherstöðinni í Di- nant, að ég væri fallinn, stóð svo á, að Smith majór var að fara heim til Englands í or- lofsferð. Ofursti okkar beggja, sem hafði haft mestu rnætur á mér, bað hann þess að koma við í Lincoln til að segja unnustunni minni, að ég væri fallinn. Hann vissi,; sem er, að Jiað er pægilegra að frétta slíkt með sam- úðar-orðum en af kancellistíl stjórnarráð- anna, hvað voðieldur sem hann annars kann aö vera. Smith gerði, sem hann var beðinn, og þegar hann sá hina fögru, ungu stúlku feldi hann til hennar ástarhug á þann einan veg, sem hann gat. Og afleiðingin var barn- ið í vöggunni. „Elskaðirðu manninn ?“ spurði ég. „Nei; mér bauð við honum. En hann pving- aöi mig,“ svaraði hún kjökrandi. „Beitti hann pig valdi?" sagði ég, og blóð- ið steig mér til höfuðsins. „Nei; hann beitti mig ekki líkamlegu of beldi, en ég var svo lömuð af hrygö yfir pér, að ég gat engu eða engum viðnám veitt,“ svaraði hún. „En því giftust pið ekki?“ spurði ég. „Þegar ég fann, að ég fór ekki einsömul, sagði ég honum það, en hann anzaði pví svo sem engu. Svo spurði ég hann, hvort ekki væri bezt, að við giftumst, en hann svaraði, að ég hefði alveg misskilið sig, ef ég héldi, að hann ætlaði að giftast mér. Svó fór hann, og síðan hefi ég ekki séð liann og vil ekki sjá hann,“ svaraði hún og byrgði á sér andlitið. Það var prútnuð hver æð á hálsi mínuni af sorg og reiði og öllum þeim tilfinningum, sem mönnum eru verstar og pungbæiastar. Og ég var svo æstur, að ég er viss um, að ég hefði tætt majórinn sundur lið fyrir liö, ef ég liefði náð fil hans þá, og í pví var ég fastráðinn að hefna mín og Margaret á honum grimmiiega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.