Alþýðublaðið - 02.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.10.1926, Blaðsíða 3
2. október 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 tíin sama og áður. Ættfeðraland! F>ú elds og ísa móðir! Á þínum brjóstum grimmar öldur skella. Haggaö ei geta heljarvindar óðir hamraborg þinni, sem þeir reyna’ að fella. Einvöld sem drottning aldir staðið hefur úthafsins mikla voðakröftum móti. Aflþrunginn straumur strandir þínar vefur. Sterk eru tök á hörðu fjörugTjóti. Svipmikla land með fjöllin fagurbláu, frjóvgaða dali’ og hvíta jökultinda, dynjandi fossa’, er falla í gljúfrum háu! Fjölbreytta Iiti úðar vatnsins mynda. Grænt er í hlíðum. Glóa blóm á engi. Gleður sig alt um fagra sumardaga. Þú hefir aliö harða’ og hrausta drengi. Hjá oss er rituð þeirra frægðarsaga. Söm ertu’ og' áður, ættarjörðin fríða! Enn áttu marga góða syni’ og dætur. Enn áttu fríðan akur grænna hlíða, inndæla fegurð kvölds og bjartar nætur. Fossinn í gljúfrum syngur sömu Ijóðin, er söng hann fyrr á löngu horfnum árum. Enn er á fjöllum sama silfurglóðin. Söm eru tök á hafsins þungu bárum. Þú, vinur minn, sem enn þá hefir eigi öðlast að sjá, hvað landið má þér bjóða! Far þú og iít á fögrum sumardegi fjallhringinn bláa, vötn og dalagróða! Ilmandi til þín berst með blænum svaia blómangan ljúf, sem hressir þig og nærir. Lækir og fossar ljóðamál sitt hjala, er laðandi þína sálarstrengi hrærir. Þó iandið okkar langt sé norðr í höfum og lítið kynt af öðrum mentaþjóöum, við eigum ótalmargt af góðum gjöfum, sem geta’ ei fundist nema’ á þessum slópum. Við eigum fjöll og fagra blómadali og fossamergð á háurn klettabrúnum. Og sérhver laut og sérhver hæð og bali í sólardýrð er ritað töfrarúnum. Ástkæra land! Þú áttir fagra daga og ótal hetjur, sem þitt frelsi vörðu. Og enn er geymd þín forna frægðarsaga og feðra störf, er þér til heilla gjörðu. Þú, unga kynslóð! Elska landið fríða, sem alið hefir þig á brjóstum sínum! Lát feðra storð, sem frægð á eldri tiða, ei falla’ af gle’ymsku burt úr huga þínum! Ágúst Jónsson, Rauðarárstíg. og reikar burt austur yfir fjall. Þar kemst hún í hjúkrun gamals manns á fátæklegum sveitabæ og giftist síðan syni hans og tekur við búi þar. Þarna ætlar hún að eyða æfi sinni og ala upp börn sín og hlynna að ungu kynslóð- inni, svo að húrr verði fær um að inna af hendi það hlutverk, sem bíður hennar. Andi og efni bókarinnar sýnir, að það hlutverk útheimtir ræki- leg tilþrif. Til þess að sýna- það flettir höfundurinn hlífðarlaust of- an af meinum samfélagsins og spillingu þgirri, sem forniáleg þjóðfélagsbygging nútímans veitir skjól til að dafna. Ástandið er dregið up.p nakið og blábert og atburðirnir raktir blátt áfrarn og útúrdúralaust, öllu nostri við smá- atriði slept, svo að þau draga ekki athyglina frá áðaldráttum sögunnar, sem dregnir eru af meiri dirfsku en venja hefir ver- ið með íslenzkum rithöfundum, að rninsta kosti á síðari tímum þar til nú allra síðast. Má unr þessa dirfsku minna á endi kafi- ans „Á Siglufirði“ og líkinguna, sem er kjarni síðasta kaflans. Framsetning er ljós og einföld og málið yfirleitt hreint, viðkunn- anlegt og tilgerðarlaust. Skáldsaga þessi er ádeila, djarf- leg, bein og ákveðin, — ekki beizk og nöpur eins og ádeila mann- hatarans, sem hefir yndi af því að sjá mennina engjast sundur undan svipu vandlætingarinnar, heldur hressandi og glaðvær á- deila mannvinarins og uppaland- ans, sem skilur, að mennirnir eru háðir áhrifum.ytri skilyrða, sem hreinsa verður til um, til þess að mennirnir fái notið sín. En áður verður að sýna þeim, hvað að er, og hvað veldur, svo að nreins- unarstarfið verði byrjað á réttan hátt. X. Ástandið í landinu. Álög þung og eymdakjör alþjóð verða’ að grandi. Nú er bæði frelsi’ og fjör flúið burt úr landi. Engin trú og éngin dygð. Alt er kuldi napur. Engin samúð, engin tsygð, enginn félagsskapur. Jens Sœmundsson. „Spanskflugan44 Leikfélagsins var leikin í fyrsta sinni í gærkveldi, og hlógu á- horfendur látlaust alla þættina og rneira að segja allur fjöldinn líka milli þátta. Svo sprenghlægiíegur er gamanleikur þessi. Er leikfé- laginu víst óhætt að búast við þakklátri aðsókn af hálfu borgar- búa fyrir sýninguna á honum. Efni leiksins er árekstur ínilli æskuléttúðar sinnepskaupmanns nokkurs, Klinke, og siðavendni konu hans, sem er formaður í siðferðisfé’agi og hinn mesti svark- ur. Karlinn hefir fyrir 25 árum verið í tygjum við danzméy, sem kölluð var „Spanskflugan", og hefir kent honum barn og látið hann borga með því meðgjöf — á bak við konu sína náttúrlega, en danzmærin hefir farið eins nreð fleiri, þar á meðal einn af aðal- postulum siðferðifélagsins. Mála- flutningsmaður, sem er að ná dóttur Klinkes, kemst að leynd- armáli hans og fær meðbiðil sinn til að kalla hann föður sinn, og karlinn heldur, að það sé sonur danzmeyjarinnar, og móðir hans, siðavönd borgarafrú, sé „Spansk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.