Alþýðublaðið - 13.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 13. okt. 1926. Má seg'a, að með þessum vígum lieí ist 'i! fulls raúfiasaga Maríu drottningar. tað eru því engar gleðiminningar, sem mæta manni í Holyrood-höli. En þar er fagurt mjög bæði úti og inni. Rétt fyrir austan höllina er svo kallaður konungsgarður. Það er landflaémi mikið ónotað, og nota Edin- borgarbúar það fyrir skemtistað. Vegur liggur þar hringinn í kring. Hann var gerður á stjórnarárum Viktoríu drottningar og er kall- aður Drottningarskeið. í miðjum Konungsgarði er hæð sú, er heitir Arthurs Seat (Ar- þörs sít — Arnórs-sæti). Hún er meira en 250 metra há, og segja fróðir menn, að hún sé gamalt eldfjall, en eigi hafi hún gosið, síðan ísöld lauk. Það var einn dag um þingtímann, að ég ætlaðr að ganga upp á Arnórssæti til þess að njóta útsýnis þaðan. Sá maður var með mér, er heitir Páll Wildhofer. Hann á heima suður í Ungverjalandi, og kom hann alla leið þaðan til Edin- borgar á hjóli nema yfir Dofra- sund; þar notaði hann íerju. Stóö ferð nans yfir fullar sjö vikur. Vinur hans einn var með honurn, og þótti för þeirra hin frækileg- aista, og var sagt frá henni i ýmsum blöðum. Báðir voru þeir Ungverjarnir liðlega tvítugir að aldri og vasklegustu menn. En nú er að víkja til sögunnar, þar sem við Páll leggjum á brekkuna og förum hvatiega, því að við höfðurn nauman tíma, þar sem við ætluðum að hlýða á fyrirlestur hjá Andreo ábóta Che, en hann átti að byrja þá skömntu síðar. En við höfðum eigi iarið langt, er við kónnnn auga á skozka fjölskyklu - ekki espe- rantisia —, sern sat þar rétt fyrir utan götuna. Brekkan bak við var falleg, og var svo yndislegur blær yfir öllu þarna, að ég bað um ieyfi til að taka mynd' af hópnum Var það veikomið. Eg tók á þeirri enskukunnáttu, sem til var, og gat þess, að ég væri ísknding.úr, en félagi rhinn væri sá frægi hjól- reiðamaður frá Ungverjalandi. Var svo að sjá, sem Skotunum þætíi allmerkilegt að hitta okkur. Við vorum líka taisvert frægir meðal fundarmanna; Páli vegna dígin afreka, en ég vegna þjóöern- is míns. Þó var ég ekki eini ís- . \ * lendingurinn á fundinum; Þór- bergur var þar líka, eins og les- endurnir vita. En þetta er útúr- dúr. Þegar ég hafði tekið mynd- ina, þá tók einn af Skotunum mynd af okkur, og buðu þeir okk- ur svo að drekka te með sér, og þáðum við það. Sarntal var að vísu ekki liðugt, því að ég var þunnur í málinu, og Páll hafði aldrei lqgt stund á ensku. Þó var þetta ánægjuleg stund, en ekki varð hún löng, því að við Páll þurftum að snúa aftur til borgarinnar vegna fyrirlestrarins, og fórum við ekki upp á Arnórs- sæti að því sinni. Hafði Páll orð á því við mig, að eflaust ntyndi skemtilegt að konia upp á hæð- ina, en 'ekki myndi það þó öllu ánægjulegra en þetta. Ég sagði þá mjög svo Jieimspekilega, að Arnórssæti hefðum við þarna alt af, en ekki svona skemtilega, gestrisna fjlskyldu. Nokkrum dögurn seinna fórum við Páll upp á hæðina, og voru þá tveir Þjóðverjar í för með okkur. Er útsýn þaðan hin skemti- legasta, og sér ákaflega víða, þeg- ar bjart er veður. Reyndar er loftið aldrei eins tært í Skot- iandi og hér. (Frh.) Þekkingin á Þórði. Ekkert getur „Mgbl.“ sagt satt. Það segir, að Þórður á Kleppi sé vinsæll meðal verkamanna. Rétt hefði verið að segja, að verka- menn þektu Þórð. Sú þekking er fengin á þann hátt, að verka- ménn studdu Þórð einu sinni til kosninga í bæjarstjórn, þegar hann þóttist vera róttækur -um- bótamaður. Þá kvað hann það vera sití aðalerindi í bæjarstjórn að ráða niðurlögum Knúts Zirn- sens í stjórnmálum Reykjavíkur, - „drepa Knút", eins og hann orðaði þaö þá í tali. Síöan i bæjarstjórn kom, iiefir Itann orð- ið æ flatari fyrir Knúti, og nú situr hann þar í trausti Ihaldsins. Siðasta „tilræði“ hans vlð Knút er það að hækka laun hans um því nær helming', - rétt eins ,og hann ætlaðist til, að ofát skyldi „drepa“ hann. Slík er þekking verkamanna á Þórði Sveinssyni, veitt af honum sjálfum. Má naarri getg, hvort þetta athæfi hans hafi gert hann „vintælan meðal verkamanna“. Að rninsta kosti skal hann æfinifega hafa óþökk mína fyrir hiinglanda- hátt sinn. Verliamadur. Ástandið á Ítalíu. Efnahagsástandið á ítaiíu versnar með hverjum deginum, sem líður. Dollar, sem 1914 gilti líra 5,18, var 1920 stiginn upp í líra 18,47. Árið 1924 kostaði doll- arinn 1. 22,95, og nú kostar hann 1. 30,18. Ensk sterlingspund hafa hækkað frá I. 25,22 (1914) upp í 1. 98,26 (1924) og úr því í I. 146,‘66 (28. júlí 1926). Heildsöluverðsvísi- talan er nú 680,3, ef hún er tal- in 100 árið 1913. Kaup breytist stöðugt i lækkunaráltina eftir skýrslum, senr gefnar hafa verið út af aiþjóðaskrifsíolu vinnumála í Genf. Ef kaup í Lundúnum er lagt til grundvallar og gert 100, þá er kauptölurnar i Philadel- fiu 220, í Ástralíu 154, í Hollandi 82, í Frakklandi 74, í Þýzkalandi 64, en í ítalíu 51 (Róm) og 47 (Milano). Nú hefir Mussolini sett gerðar- dómslög, sem nýlega eru gengin i gildi. Þau koma i veg fyrir bætur á kjörum verkaiýðsins, því að þau banna í rauninni öll verk- föll. Verkfallsleiðtogum er gert frá 6 mánaða til 2 ára fangelsi, og enn hárðiri refsingar eru ætl- aðar starfsfólki ríkis og bæjar- og sveitar-félaga, ef það gerir verkfall. Þeir, sem gangast fyrir slíku verkfaiii, undirbúa það eða stjórna því, verða dæmdir í 3—7 ára íangelsi, Slíkt er ástandið undir því stjórnaríýiirkoinulagi, sem blöð burgeisa í öllum löndum þykjast tæ(dega geta lofsungið nógsam- legít hástöfum. Ofanritúð dærni sýna Ijóslega, hvað það er, sem þau eru svo. ginkeypt fyrir. (Að nokkru eftir ,,Arb.bl.“) Tilkynning. !■■■'• ■ ■ ——é . Ég undir ritaður Íeyfi mér að vekja' athygli allra Esporanto- nemenda og -mælenda hér á landi á því, að Esperanto Centra Libr- ejo í París heíir sent mér bækur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.