Alþýðublaðið - 21.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1926, Blaðsíða 3
■ 21. okt. 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 B-listi. Jónas Kristjánsson. Einar Helgason. En listinn lítur þannig út, þeg- ar kjósandi hefir kosið A-listann: X A-listi. Jón Sigurðsson. Jón Guðmundsson. B-listi. Jónas Kristjánsson. Einar Helgason: Ihaldið er nú að heyja dauða- stríð. Á iaugardaginn tekur það 1. andvarpið. Þá líkn eina er hægt að veita því, að það fái „hægt og rólegt andlát“! Hafnfirðingur. Eina ráðið. Engin ráð önnur en þjóðnýting framleiðslunnar duga gegn böii fátæktarinnar. Ko sningarnai8 og bannmálið. Spurningar stórgæzlunianns löggjafarstarfs og svör frambjóðenda. Ég hefi lagt eftir farandi spurn- ingar fyrir frambjóðendur við þingkosningar 23. okt. næstkom- andi: Viljið þér, ef þér verðið kos- inn á alþing, vinna að þvi með at- kvæði yðar og á ánnan hátt: 1. Að upp verði þegar teknir við Spánverja nýir viðskifta- samningar, er undanþiggi oss þeirri kvöð að leyfa eða líða inn- flutning áfengis til landsins og sölu þess í landinu? 2. Að veita bæja- og sveita-fé- iögum heimild til að banna alla áfengissölu innan umdæmis síns, meðan „Spánar-undanþágari“ er i gildi? 3. Að nema úr gikli heimild fækna til að ávísá niönnum á- fengi eftir lyfseðlum? 4. Að banna skilyrðislaust, að skip, sem sigla hér við land, hafi óinnsiglað áfengi innan borðs til neyzlu handa skipshöfn 'eða far- þegum ? 5.. Að bannaðar verði áfengis- veitingar í öllum opinberum veizl- iim bg í sambandi við hátiðahöld- in 1930? 6. Að skipaður verði sérstakur rannsóknardómari, er fari með bannlagabrot, og nái valdssvið hans yfir héruðin við Faxaflóa (Reykjavík, Kjósar- og Gull- bringusýslu ásamt Hafnarfirði, Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu), svo og Árnessýslu? 7. Að opinberir starfsmenn missi stöðu sína, ef þeir verða sannir að sök um að brjóta bann- lögin eða sína sviksemi í að gæta þeirra? 8. Að styrkur til bindindisstarf- semi verði hækkaður að mun? Frambjóðendtir til landskjörs á A-lista hafa svarað svo: Jón Sigurðsson: Við 1. spurningu: „Já, svo fljótt, sem auðið er.“ „Já“ við spurningum 2—8. Jón Guðmundsson: „Já“ við öllum spurningunum. Frambjóðendur til landkjörs á B-lista svara svo: Jónas Kristjánsson læknir: 1—3: „Já“. 4: „Já, en vil fá trygt eftirlit með, að því sé fram- fylgt.“ 5: „Já“. 6: „Brestur þekk- ingu til að svara því nú þegar." 7 og 8: „Já:“ Einar Helgason hefir svarað, að hann finni ekki ástæðu til að svara hátíðlega, þar sem hann sé í öðru sæti á listanum. En segir i tilefní af aðalspurnihg- unni, spurningu 1, að hann hafi aldrei verið hrifinn af þeirri kvöð Spánverja, að vér leyfðum inn- flutning'víns til sölu í landinu, og myndi því þykja viðkunnanlegra, að sú kvöð félli niður. Frambjóðendur við kjördæma- kosningar í Reykjavík hafa svar- að svo: Á A-lista: Héðinn Valdimarsson: „Ég mun, ef ég verð kosinn á þing, vinna með atkvæöi mínu og á annan hátt í bindindis- og bannmálinu eins og öðrum mál- um samkvæmt stefnuskrá Alþýöu- flokksins, samþyktum hans og stefnu, svo sem hún hefir verið og verður ákveðin af flokksþing- inu og flokksstjórninni, og hefi ég áður sýnt það í bæjarstjórn Reykjavíkur." Sigurjón Á. Ólafsson svarar svo: „Ég fylgi stefnuskrá Alþýðu- flokksins, samþyktum sambands- þinga og fyrirmælum stjórnar Al- þýðuflokksins á hverjum tima um þessi mál. Sjálfur er ég bann- maður, en ekki bindindis-, og mun því beita áhrifum mínum til stuðnings bannstefnunni, eins og ég hefi áður gert.“ Á B-lista: Jón Ölafsson svarar svo: „1. Tel sjálfsagt að halda þessu máli vakandi, en vegna lítilla vona utn árangur vil ég ekki eyða miklu fé í það að svo stöddu. 2. Ef það gengur ekki á gerða samninga við Spánverja. 3. Ég ber fult traust til lækna- stéttar landsins í þessu efni, þó enn kunni að finnast undantekn- ingar. 1 ’ V 4. Þetta er bannað svo langt, sem valdssvið laga vorra nær. 5. Þetta finst mér ekki sam- boðið íslenzkri gestrisni. Er og illa við allan yfirdrepskap og hræsni í þessu máli sem öðrum. 6. Tel þetta óþarft, álít sjálf- sagt, að gengið sé ríkt eftir því, að öll yfirvöld geri skyldu sína í þessu máli, sem og öllum lög- gæzlumálum. 7. Sýnist eiga að gilda sama og um embættisafglöp. 8. Vil veita sem ríflegastan styrk til þindindisstarfsemi." Þórður Sveinssori læknir svar- ar svo: „Templurum og bindindismörin- um er kunnugt, að ég um Jangt áraskeið hefi reynt að vinna bind- indismálinu gagn bæði leynt og Ijóst og held áfram að gera það á þann hátt, sem ég tel bezt. Ég treysti mér ekki að svo komnu máli að svara öðru spurningum þeim, sem þér, herra stórgæzlu- maður löggjafastarfsemi! hafið á spurningaskjali, dagsettu 24. sept. 1926.“ Þetta er birt bindindis- og bann-mönnum til leiðbeiningar. Felix Giiðmuncisson, S. G. L. Niður stneð kmjun! Tökum völdin af kúgururium, sem nota auðsuppsprettur lands- :ins í sukk og sval|, en láta verka- lýðinn kveljast í örbirgð og eymd. Niður með kúgun!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.